Harpa opnuð með "þjóðsöng" ESB?

Í kvöld hélt Symfóníuhljómsveit Íslands sína fyrstu tónleika í nýja tónlistarhúsinu Hörpu. En hvers vegna er fyrsta verkið sem hljómsveitin flytur, "þjóðsöngur" Evrópusambandsins? Hvers vegna flutti hljómsveitin ekki frekar þjóðsöng Íslands við þetta prýðilega tilefni?

Nýlega var þessi mynd tekin við tónlistarhúsið, hvað er í gangi hér?:

 

Varðskipið Týr merktur ESB


mbl.is Hrifning á opnunartónleikunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég þori að hengja mig uppá að þetta er með ráðum gert.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.5.2011 kl. 06:58

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Einhver eða einhverjir hljóta að hafa stjórnað þessu.  Skildi sá eða þeir sem þetta skipulögðu ekki þora að segja okkur hversvegna. 

Í ljós hefur komið álit þess efnis að varðskipið sé leigt til að borga aðildar ferlið að Evrópusambandinu.  Sé það rétt þá höfum við ekkert við þetta skip að gera, það sama á við um glerhúsið sé það byggt handa Evrópusinnum.

   

Hrólfur Þ Hraundal, 5.5.2011 kl. 07:27

3 identicon

Steinunn Birna er listrænn stjórnandi Hörpunnar. Hún er einnig yfirlýstur aðdáandi Ingibjargar Sólrúnar.

Er hægt að dást að IS án þess að dást að EU! Ég held varla.

Dagga (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 08:01

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ágæti Guðmundur, fyrsta tónverkið var íslenzkt, eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Síðan spilaði Víkingur Heiðar píanóverk eftir Edvard Grieg. Sómi að þessu. Hápunkturinn var eflaust 9. symfónía Beethovens. Maðurinn sá var gersamlega saklaus af hinu valdfreka Evrópusambandi, sem myndi svipta Ísland sjálfsforræði, ef við "gengjum í það", bandalag þar sem stærstu ríkin fá að meðaltali 61% valdaukningu árið 2014 skv. Lissabon-sáttmálanum, sem 26 þjóðir Esb. fengu ekki að kjósa um (einungis Írar og það með afar mikilli pressu á þá).

Hér erum við samherjar, Guðmundur, eins og í Icesave-málinu. Já, hvers virði er fullveldi þjóðar? Hér má lesa um það afsal æðsta löggjafarvalds yfir Íslandi, sem yfirlýst og staðfest yrði með aðildarsamningi (réttara heiti: inntökusáttmáli, accession treaty) við Esb..

Ludwig van Beethoven var heiðraður í Hörpunni í gærkvöldi (og aftur í kvöld og annað kvöld), að verðleikum svo sannarlega, en ekki Evrópusambandið. Það "kostaði" ekki Gleðisöng Schillers í lokaþætti þeirrar níundu.

Jón Valur Jensson, 5.5.2011 kl. 09:23

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Evrópa á nú heilmikið í húsinu.

Landsbankinn fjármagnaði húsið fram að hruni, og fyrstu 10 milljarðarnir eða svo voru svo afskrifaðir við gjaldþrot bankans og byggingaraðila. Svo segja má að hið glæsilega hús við höfnina sé áþreifanleg sönnun þess að Icesave peningar Landsbankans voru nýttir í eitthvað gott og gagnlegt!

En Icesave sparifjáreigendur fengu að mestu sitt fé tilbaka frá sínum ríkistjórnum, sem svo fá það útlagða fé að mestu tilbaka úr þrotabúi bankans.

En að þessu slepptu, förum ekki að draga inn Beethoven í deilur um hvað séu nógu "þjóðernislegt" og gott í landi sannra Íslendinga. Sammála Jóni Vali um það.

Verk Beethovens er óður til mannsandans, ekki Evrópusambandsins.

Skeggi Skaftason, 5.5.2011 kl. 09:42

6 identicon

Mikið svakalega er varðskipið Týr  fallegt í þessum Evrópulitum....vonandi er þetta það sem koma skal...og svo er orðið tímabært að Symfóníuhljómsveit Íslands fari að æfa sig á þjóðsöng Evrópusambandsins því hann á eftir að heyrast meira hér á næstu árum en menn grunar.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 12:19

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég las hjá öðrum bloggara að texti þessa lags hafi verið sunginn, og því var þetta ekki söngur Evrópusambandsins. Svo er þetta ákveðna lag auðvitað með þeim allra fallegustu sem samin hafa verið. Íslenski þjóðsöngurinn er það svo sannarlega ekki. Það er eflaust ástæðan.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.5.2011 kl. 12:58

8 identicon

Var ekki þjóðsöngur ESB útgangsverkið frekar en opnunarstefið? Það er táknrænt enda þjóðarskútan sokkin ef af inngöngu verður. Hef reyndar ekki miklar áhyggjur af því. Íslendingar munu fella inngöngu í þjóðaratkvæðagreiðslu.

En Helgi Rúnar sér Evrópu í hillingum eins og oft má verða með þá sem ráfa um í andlegum eyðimerkum.

Dagga (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 12:59

9 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Helgi Rúnar Jónsson, það eru ekki neitt veiðieftirlit í ESB. Rányrkja og þjófyrkja er það eina sem er stundað þar. Þér verður því aldrei af ósk þinni að sjá Tý í óskalitum þínum. Er ekki snjallræði fyrir þig að flytja til Portúgal og upplifa útópíuna.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.5.2011 kl. 13:02

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ef þetta er ekki einber ertni í Helga Rúnari, vorkenni ég manninum.

Hjalti Rúnar, ekki ertu tónlistarfræðingur, og þú skákar a.m.k. ekki Herbert von Karajan sem lét í ljós mikla hrifningu með íslenzka þjóðsönginn. En það er kannski síður lag Sveinbjarnar heldur en trúarlegur texti Matthíasar sem fer fyrir brjóstið á þér, væni minn.

Ég á reyndar ekkert erfitt með að vorkenna ykkur vantrúarmönnum þá afstöðu.

Jón Valur Jensson, 5.5.2011 kl. 13:31

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

... með þá afstöðu eða vegna þeirrar afstöðu.

Jón Valur Jensson, 5.5.2011 kl. 13:32

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Staðreyndin er þessi: Beethoven no. 9 var hápunktur kvöldsins og fyrsta verkið sem hljómsveitin flytur á tónleikum í nýja húsinu, og í lokakafla þess er sungin Óðurinn til gleðinnar. Beethoven og Schiller bera líklega enga ábyrgð á þróun evrópskra stjórnmála eftir dauða þeirra, en Evrópusambandið ber hinsvegar fulla og óskipta ábyrgð á því að hafa valið sér þetta sem einkennislag (Anthem of Europe). Á þann hátt er þetta ígildi erlends þjóðartákns á sama hátt og Evrópufáninn.

Kvöldið hefði að mínu viti átt að enda með flutningi hljómsveitar allra landsmanna á hinu glæsilega lagi Sveinbjörns Svenbjörnssonar við Lofsöng Matthíasar Jochumsonar. Þannig hefðu gestir getað risið úr sætum og tekið undir, til að hylla þetta nýja tónlistarhús allra landsmanna að sjálfum forseta Íslands viðstöddum. Við upphaf heimalandsleikja í fótbolta er fyrst spilaður þjóðsöngur aðkomuliðsins og þar á eftir sá íslenski. Svipað fyrirkomulag hefði verið viðeigandi á hátíðartónleikum í tilefni opnunar fyrsta alvöru tónlistarhúss þjóðarinnar, en að hápunktur kvöldsins hafi verið ígildi útlends þjóðsöngs er hinsvegar hneysa eftir allt sem á undan er gengið.

Jón Valur: Það er ólíkt þér að bera blak af nokkru sem tengist ESB, vonandi ertu ekki að mýkjast að þessu leyti. Þegar svona viðburðir eru haldnir er táknfræði alltaf meðal þess sem horft er til við skipulagninguna, enda eru listir meira og minna táknrænt fyrirbæri. Sú táknfræði sem hér á hlut er engan veginn léttvæg. Sú tilviljun að varðskipalægið sé beint fyrir framan húsið og tímasetning þess að Týr hafi verið þar málaður tákni skrímslisins nokkrum dögum áður, eykur svo enn á vanvirðuna.

Skeggi: Ekki að "mestu" leyti heldur að öllu leyti. Fjármögnun tónlistarhússins er í dag að öllu leyti á höndum íslenska ríkisins. Þar með á Evrópa ekki neitt í húsinu skv. þeim rökum sem þú setur fram.

Helgi Rúnar: Hvort sem þér finnst varðskipið fallegt skiptir ekki máli, þessi ófögnuður á skipshliðinni er brot á reglugerð um merkingar varðskipa sem er sett á grundvelli laga um Landhelgisgæsluna.

Hjalti Rúnar: Skammastu þín ekkert fyrir að tala svona um íslenska þjóðsönginn? Nú þykir reyndar sumum erfitt að syngja hann (hann er vissulega dálítið krefjandi) en skortur á sönghæfileikum er ekki mælikvarði á gæði tónsmíða. Lofsöngurinn íslenski fær mig alltaf til að tárast af gleði yfir því að vera Íslendingur, en þó mér þyki Óðurinn til gleðinnar glæsilegt verk þá hefur hann ekki sömu áhrif, hinsvegar er hann fínn til að sækja sér innblástur á leiðinni í ræktina til að pumpa járn... eða til að marsera við.

Dagga: góðir punktar.

Vilhjálmur: Nýlega var haft samband frá Portúgal við NEI-hreyfinguna og borin fram sú spurning hvernig við fórum eiginlega að þessu og hvort við gætum sent þeim ráðgjafa til að stuðla að einhverju svipuðu þar. Samskonar fyrirspurnir hafa borist frá Írlandi og Grikklandi. Ég tek undir með þér að þeir sem eru að farast úr hrifningu á Evrópusambandinu ættu bara að ganga í það, og ódýrasta leiðin til þess er að kaupa flugmiða aðra leiðina til Kaupinhafn og sækja um danskan evrópskan ríkisborgararétt. Þar geta flóttamenn sem hafa gefist upp fyrir þjóðerni sínu sökum þröngs raddsviðs, marserað um í bláum klæðum prýddum gulum stjörnum og gaulað sína hermarsa að vild. ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 5.5.2011 kl. 14:10

13 Smámynd: Skeggi Skaftason

Guðmundur,

þetta með Icesave peningana var nú meira stríðni. En það breytir því ekki að fyrstu 8 milljarðarnir voru afskrifaðir. Íslenska ríkið greiðir þá ekki. Kemur skýrt og skilmerkilega fram í Viðskiptablaðinu í dag.

Það má líta á sem gjöf frá Sumitomo Bank, Deutsche Bank og öðrum þeim lánastofnunum sem lánuðu í gegnum Landsbankann til verksins, og töpuðu þessum peningum.

Svo mæli ég með að þú horfir á tónleikana í Sjónvarpinu 12. júní nk., þá getur e.t.v. endurskoðað afstöðu þína til Gleðióðsins og 9. sinfóníu Beethovens.

Skeggi Skaftason, 5.5.2011 kl. 14:19

14 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Nei, Guðmundur, ég skammast mín ekkert fyrir að sega að íslenski þjóðsöngurinn sé svo sannarlega ekki með þeim allra fegurstu lögum sem samin hafa verið. Af hverju í ósköpunum ætti ég að skammast mín fyrir þá skoðun?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.5.2011 kl. 14:20

15 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Guðmundur, og ef þér líður alveg svakalega illa með tilhugsunina um að lag Evrópusambandsins hafi verið spilað (það var einmitt ekki gert fyrst það var söngur með), þá geturðu ímyndað þér að þetta hafi verið söngur Evrópuráðsins, sem Ísland er meðlimur í.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.5.2011 kl. 14:28

16 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skeggi: Afleiðingar óábyrgra lánveitinga eru á ábyrgð lánveitendanna sjálfra. Þú ert að tala um lán sem voru veitt glæpamönnunum sem áttu Landsbankann. En ég mun eflaust kíkja á þetta í sjónvarpinu, og ekki misskilja mig, ég er alls ekki að dissa Beethoven 9, eins og áður sagði þykir mér það glæsilegt tónverk. Ég er hinsvegar að dissa táknfræðina við að stilla þessu svona upp á dagskránna þetta kvöld.

Hjalti: Gott og vel þú hefur þá skoðun og hana ber að virða. Ég er bara ekki sammála og finnst þjóðsöngurinn ekki minna virðingartákn en þjóðfáninn.

Vilhjálmur: Talandi um Portúgal, veistu hvað ríkisflugfélagið þar heitir? Hér er ein af flugvélum þess:

Samkvæmt skilmálum björgunarpakkans frá AGS/ESB verða Portúgalir nú að selja einkaaðilum orkuveiturnar sínar með TAPi, ásamt flugfélaginu.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.5.2011 kl. 14:31

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Guðmundur, þú mislest orð mín, ef þú heldur að ég "beri blak af" Esb.

9. symfónían er sjálfstætt verk manns, sem fæddist og dó öldum áður en Esb. varð til, og Beethoven ber enga ábyrgð á því valdfreka fyrirbæri.

Esb., sem ætlar sér ekkert minna en ALLA Evrópu, ber hins vegar ábyrgð á því að hafa rænt laginu við Gleðisönginn að tónsnillingnum forspurðum og ofnotar þetta lag við hvert tækifæri.

Þetta er þeim mun svívirðilegri meðferð á hinum trúarlega Gleðióð hinna trúuðu manna Friedrichs von Schiller og Ludwigs van Beethoven, sem hið sama kratíska Esb. var ráðnara í að hafna því að geta nafns Guðs í stjórnarskrártillögu sinni (þeirri sem í svolítið breyttri mynd varð að fyrrnefndum Lissabon-sáttmála, sem þjóðirnar fengu ekki að ráða).

9. symfónían var sannarlega verk við hæfi í flutningi Symfóníuhljómsveitar Íslands í gær, og það var raunar ekki fyrsta verkið, heldur það síðasta af þremur. Það fyrsta var íslenzkt, það annað norskt, píanókonsert Griegs, tónskáldsins elskaða sem slær svo marga strengi sem koma vel við íslenzk tóneyru.

Jón Valur Jensson, 5.5.2011 kl. 14:38

18 identicon

Tortryggni manna er orðin sjúkleg ef þeir þola ekki að flutt sé eitt mesta meistaraverk mannkynssögunnar og túlka það sem einhvers konar djöfullegt samsæri lándráðamanna. Þegar ég gekk um þvöguna eftir tónleikana heyrði ég fólk bara tala um salinn, hinn frábæra hljómburð, góðan flutning og stórkostlega tónlist. Ekki gat ég heyrt að nokkur hafi skyndilega áttað sig á ágæti ESB.

Hins vegar finnst mér það ömurlegt að einhver samtök eða hreyfingar skuli - þó ekki nema að einhverju leyti - eigna sér þetta meistaraverk, hvort sem það væri Evrópusambandið, NATO, Heimssamtök Sósíalista eða einhver Rótarýklúbbur. Menn geta bara andskotast til að semja sína eigin söngva og látið sameign alls mannkyns í friði.

En samt, ef þú getur ekki séð níundu sinfóníuna á efnisskrá án þess að draga einhverjar svakalegar pólitískar ályktanir frá því áttu við verulegt vandamál að stríða.

Sigurjón (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 14:56

19 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég hélt eins og asni að þú hefðir fótósjoppað þessa klessu á Tý, en nú sé ég að þessar ósómi hafa verið settur á. Er Össur farinn að leika þorsklöggu fyrir ESB? Eða hefur dallurinn verið tekinn á leigu af Íslendingum til að sýna "velvilja".

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.5.2011 kl. 15:38

20 identicon

Ég hélt að hér skrifuðu menn heiðarlega en það er ekki að sjá á skrifum flestra hér. Skrifin virðast runnin undan rifjum fólks sem ætti fyrir löngu að hafa leitað sér hjálpar hjá viðeigandi sérfræðingum. Að 9. sinfonia Bethovens hafi eitthvað með pólitík að gera eða áhuga einhverra pólitíkusa á samstarfi við önnur evrópuríki er svo sjúkt að að það gæti orðið viðeigandi rannsóknarefni hjá góðum sálfræðingum.

Bergur Ketilsson (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 16:22

21 identicon

það er rangt með farið að Óðurinn til gleðinnar, Beethovens sé þjóðsöngur ESB.

þetta er þjóðsöngur heimsálfunnar Evrópu, burt séð frá ríkjasambandi einstakra þjóða.

Björn Steinar Hauksson (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 17:17

22 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jón Valur og Sigurjón: Ég er eiginlega sammála ykkur að flestu leyti sýnist mér. Út af fyrir sig er ekkert athugavert við að flytja þetta glæsilega tónverk og ég er alls ekki að líta svo á að um sé að ræða eitthvað óheiðarlegt samsæri. Hinsvegar finnst mér það umhugsunarefni, hvort það hefði ekki verið enn glæsilegra að ljúka kvöldinu með þjóðsöng Íslands, alveg eins og var lengi vel gert í dagskrárlok sjónvarps allra landsmanna.

Vilhjálmur Örn: Nei ég legg það ekki í vana minn að bera fram falsanir nema það sé eingöngu eitthvað grín. ESB-merkið á Tý er hinsvegar fúlasta alvara og felur í sér brot á reglugerð um merkingar varðskipa skv. lögum um Landhelgisgæsluna. Enn einn lögleysufjöðurin í hatt stjórnvalda.

Bergur: Fyrst þú hefur svona miklur áhyggjur af andlegu heilsufari manna, þá gleður það mig að geta upplýst þig að ég hef fengið mitt vottað af lækni. Hvað með þig? Það kemur vonandi nógu skýrt fram hér að ofan að ég er alls ekki að lesa úr þessu eitthvað illkvittið landráðasamsæri. Aðeins að vekja athygli á táknrænni merkingu, en flest listsköpun snýst einmitt um táknmyndir.

Björn Steinar: Víst er þetta "einkennislag" ESB samkvæmt Wikipedia: "Ode to Joy ... is the anthem of the European Union and the Council of Europe; both of which refer to it as the European Anthem" Eins og Hjalti Rúnar benti á getum við huggað okkur við þetta er líka einkennislag Evrópuráðsins, sem við tilheyrum. Enda var ég aldrei að segja að það væri eitthvað mikið að því að flytja verkið sem slíkt, heldur að fyrst svo var hefði mátt enda kvöldið á þjóðsöng Íslands. Mér hefði einfaldlega þótt það við hæfi og ég mun aldrei skammast mín fyrir að vilja þjóðsöng og þjóðfána Íslands í virðingarsess.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.5.2011 kl. 18:03

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Byggt fyrir peninga frá evrópu sem þið viljið stela.

það er bara þannig.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.5.2011 kl. 18:20

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég tek undir með þér, Guðmundur, að sannarlega er tilefni til að flytja þjóðsöng okkar Íslendinga á þessum stað og það sem fyrst. - Þakka þér svarið.

Björn Steinar, það er rétt, að Evrópuráðið (ekki "ráðið" í Esb.) tók upp lagið við Óðinn til gleðinnar sem lag Evrópu (ekki Esb.). Það hefur líka verið notað í sambandi við Eurovision o.fl. sjónvarpsdagskrár, sem eru fyrir allar þjóðir Evrópu, ekki bara þessar 27 í Esb.

Vilhjálmur, merkilegt að þessi forsmán hefur farið fram hjá þér - hertaka Týs í þágu Esb. af pólitískri rétttrúnaðarástæðu og þvert gegn lögum okkar um merkingu varðskipanna. Össuri er ekkert íslenzkt heilagt, þegar kemur að því að þókknast Brusselvaldinu.

Vanvirðing vanhæfra stjórnvalda við Landhelgisgæzluna og réttarvörn Íslands.

Jón Valur Jensson, 5.5.2011 kl. 18:26

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ómar Bjarki Esb.snati byrjaður að mæla með ólögvörðum lygaskuldakröfum eina ferðina enn.

Jón Valur Jensson, 5.5.2011 kl. 18:28

26 identicon

Ómar hér er skemmtilegur pistill: 

1. Why did the Soviet Union collapse?

A brief overview of the last years of the USSR

2. The Pattern of a Collapse

Point by point comparison with the EU today

3. Conclusion

10 contributing factors compared http://www.zerohedge.com/sites/default/files/ReportEUvsUSSR.pdf

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 18:42

27 Smámynd: Páll Þorsteinsson

"Við ákváðum einnig þennan dag í júlí 1996 að Ashkenazy mundi stjórna 9. sinfóníunni á fyrstu tónleikum í húsinu. Það gekk eftir."

Þetta textabrot er tekið af http://www.bjorn.is

Páll Þorsteinsson, 5.5.2011 kl. 19:57

28 identicon

Fyrir mitt leiti þverneita ég að fallast á að Evrópusambandið eigi neitt í Beethoven, 9. sinfóníunni eða öðrum tónsmíðum.

Annars finnst mér þessi eignun ansi lýsandi fyrir fyrirbærið á tvo vegu.

Annars vegar er það í takt við megalómaníu Brusselmanna að þeim dugi ekkert minna en að sækja sér þjóðsöng í eitt af helstu meistaraverkum tónbókmenntanna.

Hins vegar sýnir það hve gelt fyrirbærið er að það skuli þá ekki geta orðið sér út um frumsamda tónsmíð heldur þurfi að ræna gröf Beethovens.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 20:12

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður Hans !

Og smellið á nafn hans til að skoða hans snjöllu færslur.

Jón Valur Jensson, 5.5.2011 kl. 20:52

30 Smámynd: Che

Það fer alltaf gífurlega í taugarnar á mér hvernig ESB hrifsar til sín allt frá Evrópuráðinu, bæði 12-stjörnufánann og sönginn An der Freude, sem varð einkennissöngur ráðsins 1972.

Evrópuráðið er alveg aðskilið frá ESB, þótt höfuðstöðvarnar séu í Strasbourg eins og ESB-þingið, og 47 Evrópuþjóðir eru meðlimir að ráðinu, þ.á.m. Rússland, Litlu-Asíu og Kákasus. Auk þess eru Norður-Ameríkuríki áheyrnarrétt. Þannig er Evrópuráðið fulltrúi allra ríkja í Evrópu (fyrir utan Byelarus), þótt ráðið hafi engin völd sem slíkt. Öfugt með ESB, sem hefur tekið sér alræðisvald yfir aðildarríkjunum (sem eru aðeins 27 talsins), en er ekki fulltrúi Evrópu, þótt ESB-sinnar halda það í einfeldni sinni. Evrópusamtökin svokölluðu ættu að breyta nafni sínu í ESB-samtökin, því að Evrópa er mikið stærra landssvæði en sem aðildarríki ESB þekja.

Varðandi An der Freude þá varð það líka þjóðsöngur Rhodesíu (sem nú er Zimbabwe) árið 1974. Ekki held ég að Ian Smith hafi spurt rétthafana um leyfi, en það er aldrei að vita.

Che, 5.5.2011 kl. 21:22

31 Smámynd: Che

Það átti að standa: "... og 47 Evrópuþjóðir eru meðlimir að ráðinu, þ.á.m. Rússland, Litla-Asía og Kákasus. Auk þess hafa Norður-Ameríkuríki áheyrnarrétt."

Che, 5.5.2011 kl. 21:25

32 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mjög góðar ábendingar hjá Che.

Jón Valur Jensson, 5.5.2011 kl. 21:29

33 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ósköp leiðinlegt að svona skuli fara.

þjóðin samþykkir í atkvæðagreiðslu að stela þessum peningum - og næsta dag fer hún að spóka sig í gullislegnu glæsihýsi sem þeir byggðu fyrir ránsfengin.

Forseti fyrstur. 

Dapurlegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.5.2011 kl. 23:02

34 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er jafn-kjánalegt og flest annað sem frá þér hefur komið, Ómar Bjarki Kristjánsson.

Jón Valur Jensson, 5.5.2011 kl. 23:08

35 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jess, Ómar Bjarki mættur, og heimsóknateljarinn hækkar.

Það ert þú sem ert dapurlegur vinur.

Hólmsteinn: Vá ég hélt ég væri eini Íslendingurinn sem les ZeroHedge. Kíktu endilega líka á UrbanSurvival, Cryptogon og Gagnauga.

Páll Þorsteinsson: Takk fyrir þetta fróðleikskorn. Breytir samt engu um það hvort hefði mátt enda dagskránna á þjóðsöng Íslands, þó svo að B#9 væri á efnisskránni sama kvöld.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2011 kl. 04:39

36 Smámynd: Skeggi Skaftason

Þetta er í sjálfu sér efnislega rétt hjá Ómari Bjarka. Fyrstu 8 milljarðarnir sem fóru í Hörpu voru lánsfé úr Landsbankanum. Þeir voru afskrifaðir. Vænn partur af lánsfé Landsbankans voru Icesave peningarnir.

Icesave kröfunum var vissulega lyft framyfir aðrar almennar kröfur í bankann, og þess vegna fást þær - -vonandi - að mestu bættar, eftir dúk og disk. Svo þá má frekar segja að þessi fyrsti þriðjungur fjármögnunar Hörpu sé fyrst og fremst styrkur frá alþjóðlegum bönkum og fjármálastofnunum, en jú jú, Icesave sparifjáreigendur lögðu skerf í púkkið.

Skeggi Skaftason, 6.5.2011 kl. 09:37

37 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú hefur enga mælingu á því, Skeggi, hvort þeir peningar eða að hve miklu leyti þeir peningar hafi komið úr Icesave-sjóðum Landsbankans. Þar að auki var ekki verið að lána ríkishlutanum í Hörpu sérstaklega, ráðstefnuhlutinn sem er í eigu einkafyrirtækis naut þess líka. Að gjaldþrota banki geti ekki endurgreitt einhverjum kröfuhöfum, býr ekki til ríkis- né þjóðarábyrgð á þeim kröfum. Hugsun Ómars Bjarka Kristjánssonar er í þessu máli jafn-innilega þjóðfjandsamleg eins og hún hefur verið hingað til. En manninum gengur auðvitað ekki gott til - þetta er einn sauðtrúasti Esb.predikari landsins.

Jón Valur Jensson, 6.5.2011 kl. 09:58

38 identicon

Meintur þjóðsöngur einstakra íslendinga er ekki hæfur til flutning nema innan kirkjunnar.
Þannig að flestir söngvar eru betri en það sálmavæl sem þjóðsöngur einstakra og einfaldra íslendinga

doctore (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 12:41

39 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skeggi: Það voru einkafyrirtækin Portus og Situs í eigu Landsbankans og Nýsis sem hófu byggingu tónlistarhússins með sambankaláni frá erlendum bönkum og gamla Landsbankanum. Bankinn fór hinsvegar á hausinn haustið 2008 áður en hann hafði lokið fjármögnuninni. Vorið 2009 var stofnað félagið Austurhöfn í eigu ríkis og borgar sem fékk umrædda 8 milljarða lánaða hjá nýja Landsbankanum og 6,5 að auki frá Íslandsbanka og Arion. Þessir peningar voru meðal annars notaðir til að kaupa Portus og Situs af skilanefnd Landsbankans og gera upp við aðra kröfuhafa þeirra. Hafi eitthvað verið afskrifað í þeim viðskiptum var það gamli einkarekni bankinn sem gerði það, eða skilanefndin. Að halda því fram að hið opinbera hafi stundað þarna einhverja sjálftöku er algjör firra, ekki síst í ljósi þess að afleiðingarnar af starfsemi gamla bankans hafa nú þegar kostað íslenska skattgreiðendur jafnvirði a.m.k. 15 tónlistarhúsa án þess að neitt hafi fengist í staðinn.

Gerið sjálfum ykkur greiða og hættið að berja þessa IceSave stríðstrommu. Hún er orðin ákaflega slöpp og verður engum til framdráttar.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2011 kl. 14:07

40 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

doctore: Viltu sem sagt ekki bera virðingu fyrir þjóðsöngnum vegna þess að þér finnst lagið erfitt eða eitthvað í textanum stuðar þig? Gott og vel, það má hafa skoðun á því. En myndirðu þá traðka á fánanum ef þér þætti hann ljótur á litinn? Í mínum huga væri það sambærilegt, auk þess að vera óhemilt samkvæmt fánalögum, eða hegningarlögum ef erlendur þjóðfáni á í hlut.

Segjum svo að þjóðsöngurinn væri eitthvað annað lag og ljóð sem féli þér betur að skapi, hvernig myndi þá dæmið snúa við þér?

Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2011 kl. 14:09

41 identicon

Epli og appelsínur.

Farðu nú og lestu textann með þjóðsöng; Hann snýst 100% um galdrakarl ríkikirkju... ekki einn stafur um fólkið í landinu.
.þessi söngur er alger óhæfa... alls ekki sameiningartákn, mun frekar sundrung

Það er kross í fánanum.. mér er sama, en ef það væri kross sem segði "Sússi uber alles, Heil gawd" Þá væri mér ekki sama

Það er mikilvægt fyrir ísland og íslendinga að hafa þjóðsöng/texta sem ALLIR geta sungið af innlifun... það er ekki að gerast með núverandi söng, hann er móðgun við alla íslendina

doctore (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 15:55

42 Smámynd: Che

Mér finnst þjóðsöngurinn (lag Sveinbjarnar) fallegur og hæfilega flókinn, eins og sæmir þjóðsöng. Hins vegar er ég óhress með þjóðsöngva ýmissa annarra landa, en get engu breytt þar um.

Hins vegar finnst mér, að það mætti semja annan texta við lagið, texta sem er ekki trúarlegs eðlis.

Che, 6.5.2011 kl. 16:19

43 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég hef nú tekið skrefið til fulls og sett Lofsönginn inn í færsluna. Þeir sem þola hann ekki verða að halda sig annarsstaðar. Af nærgætni við trúleysingja læt ég einnig fylgja ósungna útgáfu af laginu.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2011 kl. 20:21

44 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mér finnst einmitt textinn vera það ömurlegasta við lagið. Í staðinn fyrir að syngja eitthvað um landið eða þjóðina er aðalatriðið guð. Algerlega ólíkt öllum þeim þjóðsöngvum sem ég kannast við. Kannski er hann svipaður í Sádi-Arabíu?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.5.2011 kl. 20:45

45 Smámynd: Che

Guðmundur:

1. Ég er ekki trúleysingi. Ég trúi á náttúrulögmálin, þróunarkenninguna og dauða eftir lífið.

2. Mér finnst þetta svolítið ómerkilegt af þér að setja midi-skrá sem ósungna útgáfu. Eins og þú veizt, þá er midi léleg eftirlíking af músík. Taktu þig nú saman og settu instrumentalútgáfu af íslenzka þjóðsöngnum með fílharmóníuhljómsveit, stjórnaðri af Ashkenazy, Barenboim, Karajan eða Bernstein á mp3-formi

Che, 6.5.2011 kl. 20:52

46 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fyrirgefðið, það var alls ekki meiningin að móðga neinn. Che, ef þú getur bent mér á góða MP3 skrá með instrumental útgáfu þá skal ég glaður setja hana í staðinn fyrir MIDI skránna. Gæði slíkrar afspilunar fara fyrst og fremst eftir gæðum hljóðgervilsins sem spilar, á flestum tölvum án aukabúnaðar er það vissulega lélegt. En kosturinn við þær er hversu litlar þær eru og gera því síðuna ekki þunga í notkun. Svo var þetta bara það sem ég fann...

Guðmundur Ásgeirsson, 7.5.2011 kl. 01:53

47 identicon

Það er algjör fjarstæða að tengja flutning SÍ í Hörpu á 9. sinfóníunni, einu glæsilegasta tónverki allra tíma að mínu mati, við einhverja ESB-umræðu.  Þetta er bara verk sem á mjög vel við þennan atburð og líka að fá Víking Heiðar til að spila Grieg-konsertinn, sem er einnig mikið glæsiverk.  En vinsamlegast sleppið ESB-samsærisumræðunni í þessu tilviki:) 

Mér þætti líka gaman að vita hvað "Dagga" á við þegar hún segir að Steinunn Birna Ragnarsdóttir, sem ég þekki ágætlega af góðu einu, sé yfirlýstur stuðningsmaður Ingibjargar Sólrúnar.  Þó þær hafi báðar verið í R-listanum á sínum tíma þá þarf það ekki að þýða það.  Þær voru ekki einu sinni í sama flokknum.

Tillagan um að spila Lofsönginn í endann hefði eflaust verið mjög góður kostur og spurning hví það var ekki gert.

Skúli (IP-tala skráð) 7.5.2011 kl. 15:00

48 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Skúli. Það er einmitt punkturinn hjá mér að það hefði verið betra að enda þetta á þjóðsöng Íslands. Alveg burtséð frá einhverjum ESB-samsærum, þá get ég tekið undir að bæði dagskráin og flutningurinn hafi verið glæsileg.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.5.2011 kl. 19:03

49 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þjóðsöngur okkar er máttugt tónverk og fagurt, það heyrist jafnvel með þeim takmörkuðu hljómgæðum, sem við náum hér á síðunni. Það væri sannarlega við hæfi sem lokaverk á mörgum tónleikum Sinfóníunnar, þar sem kór kemur við sögu við flutning annarra klassískra verka.

Jón Valur Jensson, 9.5.2011 kl. 02:06

50 identicon

Það er nú ekki í lagi hérna hjá ykkur. Þessi sinfónía var samin af Beethoven, og er eitt glæsilegasta verk sem nokkur maður hefur skilið eftir sig. Að tengja þessu á þennann hátt við evrópusambandið er ekkert annað en móðgun.

Njáll Skarphéðinsson (IP-tala skráð) 13.5.2011 kl. 19:43

51 Smámynd: Che

Njáll Skarphéðinsson eða Skarphéðinn Njálsson eða hvað þú nú heitir: Við höfum ekki tengt Ode to Joy við ESB, heldur hefur ESB gert Ode to Joy að þjóðsöng sínum. Óverðskuldað.

Ef ESB á að hafa þjóðsöng, þá ætti hann að heita Ode to Oppression.

Che, 13.5.2011 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband