Skynet með greiðslukortanúmerin?
27.4.2011 | 19:49
Samkvæmt sjónvarpsþáttunum Tortímandinn (Sarah Connor sögurnar), vaknaði gervigreindin Skynet til sjálfsvitundar 19. apríl 2011 sem var á þriðjudaginn í síðustu viku. Daginn eftir var brotist inn í netkerfi Sony fyrir Playstation leikjatölvur og þaðan stolið mesta magni notendaupplýsinga sem um getur í sögunni.
Ef þú átt Playstation 3 þá er Skynet hugsanlega með greiðslukortanúmerið þitt!
Ég spila ekki netleiki og á ekki einu sinni greiðslukort. Farsímanotkun takmarkast við gamalt símtæki án staðsetningarbúnaðar og þessi vefsíða er vistuð í göngufæri við heimili mitt. Á legsteininn minn verður letrað: "Hann var aldrei á facebook". Núna ætti að vera ljóst hvers vegna.
Ég er hinsvegar ennþá að leita að ókeypis lausn fyrir vefpóst sem fellur undir íslenska lögsögu og utan áhrifasviðs tortryggilegra fyrirtækja. Einhverjar uppástungur?
Notendur fylgist með greiðslukortanotkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Menning og listir, Tölvur og tækni, Öryggis- og alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:59 | Facebook
Athugasemdir
Það veit ég ekki, en hins vegar get ég sagt að SkyNet er hér og er með aðalbækistöðvar á Sölvhólsgötu 7 í Reykjavík.
Che, 27.4.2011 kl. 20:37
Fínt, þá vitum við hvert á að senda flugskeyti ef vart verður við krómuð vélmenni með sjálfvirk skotvopn í miðbænum. ;)
Guðmundur Ásgeirsson, 27.4.2011 kl. 21:56
OK. Bara muna að taka kjarnaoddana úr áður, annars verður Inferno Dantes í Þjóðleikhúsinu að veruleika.
Che, 27.4.2011 kl. 23:14
Já að sjálfsögðu, enda viljum við engin kjarnavopn á Íslandi eða hvað?
Guðmundur Ásgeirsson, 27.4.2011 kl. 23:27
Nei, það er rétt. Við þurfum engin kjarnavopn til að orsaka Doomsday. Ríkisstjórnin sér ágætlega um það.
Che, 28.4.2011 kl. 00:01
Mer er farið að finnast ég sjá hverja si-fi myndina raungerast fyrir framan trínið á mér nær daglega..Manstu eftir Dark Angels? sem fjkallaði um future soldiers..taggaðir með strikamerki..glasabörn alin upp í gerfi legi og með x þetta eða hitta dýr gen spliseð saman við sitt eigið..og allir þættir undanfarið hafa fjallað um svona jaðar stöff..eiins og Fringe, V alien sem vilja taka yfir hér..Hiros sem kunna sko öll þvílíku tæknibrellurnar..Þannig..allt sem maður er búinn að sjá í imbanum eða hvíta tjaldinu raungerist..en Pentagon eða Holliwood klanið..þó svo sama liðið ráði á b´ðum stöðum ..
Agný, 28.4.2011 kl. 05:20
Og ef þú hefur ekki kjarnorkuvopn, hvernig ætlarðu þá að standast þvinganir frá SkyNet & Co. ?
Kanski svona?
Þú nærð þér í "amatör radio", setur það upp á heimili þínu, með tilheirandi loftneti. Síðan nærðu þér í vind kraftverk, og setur það upp við hliðina svo þú getir átt rafmagn sjálfur. Síðan notarðu "morse" til að tala við aðra úti í heimi, og sendir tölvupóst í morse kóðuðum skeitum, sem er á milli "radío amatöra". Þú setur upp lítið birgi í kjallaranum, með fullt af dósamat til nokkurra ára vistar, ef í harðbakkan slær.
Síðan singir þú "î kjallarum, dúa" ... horfir á "Terminator" á kvöldin, og "Blast from the Past" á kvöldin
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 12:57
"blast from the past" á morgnanna ... átti það að vera.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 12:58
Agný: Fyrir utan Terminator- og Matrix-myndirnar og svo myndirnar Space Odyssey 2001 og War Games, þá hafa komið mjög fáar myndir frá Hollywood sem fjalla um fullkomin tölvukerfi (correct me if I'm wrong).
Hins vegar man ég eftir mynd sem hét The Net 2.0 að mig minnir, þar sem tölvukerfi fyrirtækis var matað með fölskum upplýsingum um eina konu og hún þar með rænd sinni eigin persónu, þar eð tölvukerfið var tengt opinberum gagnagrunnum. Skyndilega uppgötvar hún, að andlitsmynd hennar og fingraför passaði við allt annað nafn, sem tengt var langri sakaskrá. Þá hafði önnur kona stolið persónu hennar og ferilskrá (identity theft).
Skv. myndinni virðist þetta vera leikur einn fyrir starfsmenn bandarískra fyrirtækja, sem vinna fyrir ríkið og hafa þannig aðgang að opinberum gagnagrunnum. Þótt misnotkun á persónuupplýsingum virðast ekki hafa gerzt í miklum mæli hér á landi, væri það örugglega ekki erfitt, þar eð öryggi varðandi þetta hér á landi er mjög ábótavant, eins og allir vita. Hér þarf enga hátækni til að fá persónuupplýsingar um annað fólk. Og sennilega ekki neitt hærra en Tölvuinnbrot 103 til að breyta upplýsingum i opinberum tölvukerfum.
Þú veizt kannski eitthvað um það, Guðmundur?
Che, 28.4.2011 kl. 13:31
Sæll,
Nú veit ég ekki nógu mikið um hvað er geymt hvar (og þ.a.l. hvort það uppfyllir skilgreiningu þína um ákjósanlega vefpóstlausn) en er ekki einhver hluti þjónstu Opera hýstur suður í Hafnarfirði...?
Svo langar mig að benda áhugasömum á að kynna sér Scroogle - sem býr til "huliðshjúp" gagnvart Google - en maður verður þá í staðinn að treysta þessari "útgerð" í staðinn.
Kveðja,
Þórarinn
Þórarinn (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 16:07
Che: Nýlega var farið fýsískt inn á eina æðstu valdastofnun landsins með aðskotatölvu og hún fékk að vera þar nettengd og óáreitt svo vikum skipti. Þegar bókstaflegt innbrot er jafn auðvelt og raun ber vitni eru stafræn innbrot minnsta áhyggjuefnið. Veikasti þátturinn í öllum öryggiskerfum er sá mannlegi, en því miður eru Íslendingar gjarnan grunlausir gagnvart svona löguðu.
Guðmundur Ásgeirsson, 28.4.2011 kl. 16:37
Agný, nei ég hef ekki horft á Dark Angel en ég fylgist núna spenntur með The Event. Pólitísk samsæri í innsta hring Bandaríkjastjórnar, njósnarar, black-ops, cover-ups, erfðavísindi, farsóttir, þjóðarmorð, framandi tækni, "aðkomufólk" og allez. Meira að segja vönduð framleiðsla.
Stundum er sagt að skáldskapur sé bara skáldskapur, en það gerist samt grunsamlega oft að einhverjir svona fyrirboðar rætist. Kannski eru þetta allt saman tilviljanir, en hver veit? Tökum dæmi úr dægurmenningu liðinna ára:
Terminator 2: Judgement Day (dómsdagur) 1991, í einu atriðinu sést þessu bregða fyrir rétt áður en T-1000 vélmennið ekur stórum dráttarbíl á brúarstólpann og springur í loft upp:
Super Mario Bros, 1993. Merkilegt atriði í kvikmynd sem ég hef ekki séð:
Illuminati: New World Order, safnkortaspil þar sem þemað er samsæriskenningar. Eitt spilið lítur svona út, en það sem er hvað merkilegast er að þetta var framleitt árið 1995:
Gott og vel, sumir myndu kannski segja að það væri ekki svo langsótt að ímynda sér fyrirfram að hryðjuverkmenn gætu haft áhuga á tvíburaturnunum sem skotmarki. Það sem gerir þetta hinsvegar þeim mun merkilegri tilviljun er annað spil í sama setti:
The City of New York vs. Homer Simpson, þáttur frá árinu 1997 þar sem Simpson fjölskyldan heimsækir New York. Hér er skjáskot:
Armageddon, kvikmynd frá árinu 1998:
Matrix, kvikmyndin kom út árið 1999. Í einu atriði má sjá vegabréfi aðalsöguhetjunnar bregða fyrir, athugið gildistímann:
The Lone Gunmen, afleggjari frá X-Files þáttunum. Sá fyrsti var frumsýndur 4. mars 2001 og fjallaði um samsæri þar sem stjórnvöld ræna flugvél, fljúga henni á World Trade Center, og kenna svo hryðjuverkamönnum um verknaðinn til að afla stuðnings við stríðrekstur í hagnaðarskyni. Sex mánuðum seinna gerðist nokkurnveginn það sama í alvöru.
Party Music, hljómplata rappsveitarinnar The Coup (valdarán) átti að koma í verslanir í byrjun september 2001 en útgáfunni var seinkað um mánuð á meðan unnið var að gerð nýs plötuumslags. Það upprunalega sem var hannað fjórum mánuðum áður þótti augljóslega ekki lengur við hæfi:
Live Scenes From New York (í beinni frá New York), þessi plata hljómsveitarinnar Dream Theater (draumaleikhús) var beinlínis útgefin þann 11. september 2001. Útgefandinn neyddist þó fljótlega til að innkalla hana og breyta umslaginu, hér má sjá upprunalegu framhliðina:
Tilviljun? Kannski... lítum á fleiri Illuminati spil. Mexíkóflói í fyrra?:
Japan á þessu ári?:
Samanlegt gerir þetta:
Hægra megin á myndinni er klukkuturninn á verslunarhúsi Wako Ginza í Tokyo. Það vill svo merkilega til að jarðskjálftinn mikli þann 11. mars síðastliðinn varð klukkan nákvæmlega 2:46 eftir hádegi að staðartíma.
Gleymum því ekki heldur að spilin eru 16 ára gömul og innihéldu flest hluti sem þá voru aðeins samsæriskenningar og margar ansi langsóttar, jafnvel bara upp á grínið. Sumar þeirra hafa þó reynst vera skuggalegt nálægt staðreyndum sem komið hafa í ljós og atburðum sem hafa gerst.
Þessir voru með 7,900 m² skrifstofu í byggingu WTC 7:
Þessir hleruðu símann hjá Osama o.fl., stundum án leyfis:
Hryðjuverkastríðið (smellið á myndirnar til að fá skýringar):
Nauðsynlegt sálfræðivopn í hryðjuverkastríði (sjá tengil á mynd):
Fugla- og svínaflensufár eru líka öflug sálfræðivopn:
Einhverjir með djúpa vasa hafa þetta beinlínis að markmiði:
Það er ekki lengur álitin þjóðsaga að menn stjórni veðrinu:
Fjármálakreppa og svikamyllur:
Bretarnir eru auðvitað aldrei langt undan:
Og þetta er einfaldlega það sem er yfirstandandi núna:
Mér finnst alltaf jafn skondið að hugsa til þess að þegar þessi spil komu út voru þeir sem tóku jafnvel bara hæfilega alvarlega, umsvifalaust kallaðir vænisjúkir furðufuglar. Eftir á að hyggja þá vorum við aðeins vakandi.
Guðmundur Ásgeirsson, 28.4.2011 kl. 18:36
Che, fyrst þú spyrð:
Og sennilega ekki neitt hærra en Tölvuinnbrot 103 til að breyta upplýsingum i opinberum tölvukerfum. Þú veizt kannski eitthvað um það, Guðmundur?
Þá vill reyndar svo til að ég bý einmitt yfir sönnunargögnum sem sýna hvernig mikilvægar upplýsingar um fjármálageirann árið 2007 "hurfu" skyndilega af vefnum eftir að upp komst um afdrifaríka vanrækslu ákveðinnar stofnunar. Eftir að ég hafði beint ítrekuðum fyrirspurnum til starfsmanna stofnunarinnar var svo ákveðinn hluti þeirra birtur á ný, að því er virðist til að hylma yfir fyrri hylminguna. Mikilvægasta hluta þeirra er hinsvegar enn haldið leyndum hjá stofnuninni, jafnvel þó afrit af þeim séu nú aðgengileg hverjum sem er annarsstaðar á netinu.
Þarna guggnaði keisarinn og ætlaði að hysja upp um sig buxurnar, en tókst ekki betur til en svo að það voru ósýnilegu buxurnar, og þorpsbúarnir voru byrjaðir að kasta eplum. Það sorglega er að enginn hefur þurft að svo mikið sem taka pokann sinn fyrir þessa yfirhylmingu upplýsinga sem hafa stórfellda þýðingu fyrir almannahagsmuni, allavega ekki svo ég viti.
Þannig að já, ég veit ýmislegt um það hvernig upplýsingar geta breystí opinberum tölvukerfum. Ég fékk líka einu sinni bréf frá Féló um að mér hefði verið synjað um leiguíbúð sem ég sótti aldrei um. Það gæti mögulega hafa orsakast af misnotkun persónuauðkenna, en líka bara einhverri villu...
Guðmundur Ásgeirsson, 28.4.2011 kl. 21:53
Var það Fjármálaeftirlitið? (Svona okkar á milli, ég skal ekki kjafta frá ).
Che, 28.4.2011 kl. 22:00
Ekki gera það þá.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.4.2011 kl. 04:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.