Neikvæðar lánshæfishorfur USA

Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur sett bandarískar ríkisskuldir á athugunarlista með neikvæðum horfum, en núverandi einkunn er AAA/A-1+. Í skýrslu um ákvörðunina er útskýrt að þetta feli í sér að taldar séu a.m.k. þriðjungslíkur á lækkun lánshæfis Bandaríkjanna á þessu ári eða því næsta. Þetta eru hinsvegar engar fréttir fyrir þá sem fylgst hafa með fjármálamörkuðum undanfarin misseri. Það er fyrir löngu síðan ljóst að ef fram heldur sem horfir er útilokað að bandaríska ríkið muni geta staðið undir skuldbindingum sínum.

Hér má sjá einn helsta mælikvarðann á skuldastöðu bandaríska ríkisins:Skuldastaða bandaríska ríkisins

Hér má sjá viðbrögð eins helsta mælikvarðans á kaupmátt Bandaríkjadals:Gullverð 18.4.2011

 

Þess má geta að bandaríska ríkið hefur haft AAA einkunn sína hjá S&P frá árinu 1941 þegar fyrirtækið varð til við samruna Standard og Poor's, en þar áður höfðu bæði fyrirtækin ávallt gefið hæstu einkunn. Núna hefur verið upplýst að bandarísk stjórnvöld fengu veður af þessu á föstudaginn og höfðu því tíma til að undirbúa spunavélarnar. Meti það hver fyrir sig hvort slík vinnubrögð séu ásættanleg eða eigi yfir höfuð nokkuð skylt við hugtakið "frjáls markaður".

Í nóvember síðastliðnum lækkaði kínverska matsfyrirtækið Dagong lánshæfismat bandaríska ríkisins úr AA niður í A+. Kína er stærsti handhafi bandarískra ríkisskuldabréfa og má því segja að með þessu hafi verið send ákveðin viðvörun til bandarískra stjórnvalda. Ef lánshæfismatið lækkar frekar fer það niður í B-flokk sem hefði í för með sér að kínverskar fjármálastofnanir þyrftu að selja bréfin til að uppfylla skilyrði um takmörkun útlánaáhættu. Þessi atburðarás er samskonar og sú sem felldi íslensku bankana haustið 2008, og ef hún raungerist er spilið búið fyrir dollarahagkerfið.


mbl.is Neikvæðar horfur fyrir bandaríska lánshæfiseinkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þá er bara að fá sér AMERO.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.4.2011 kl. 19:24

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eða kWh (kílówattstundir), eða Ag (silfur).

Það eru ýmsir möguleikar fyrir hendi ef hugsað er út fyrir rammann.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.4.2011 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband