Guð blessi Írland
12.4.2011 | 10:56
Allied Irish Bank sem írska ríkið bjargaði árið 2009, tapaði 10,4 milljörðum evra eða 1.700 milljörðum króna á síðasta ári. Til samanburðar er þjóðarframleiðsla Íslands um 1.500 milljarðar króna, sem þýðir að þetta er svipað og ef írskum velferðarþegum hefði fjölgað um nokkur hundruð þúsund á árinu. Í þessu tilviki er velferðarþeginn reyndar aðeins einn, en er hinsvegar einn af mörgum bönkum sem írska ríkið hefur hlaupið undir bagga með á kostnað skattgreiðenda.
Það féll í skuggann af kosningabaráttunni hér heima en rúmri viku fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um IceSave kom upp svokallað "moment of truth" þegar það dagaði loksins upp fyrir Írum hverjar yrðu óhjákvæmilegar afleiðingar ótakmarkaðrar ábyrgðar á skuldbindingum bankakerfisins. Þeir virtust hafa skyndilega áttað sig á því að kerfið í heild væri líklega gjaldþrota, og þyrfti að þjóðnýta það eins og það leggur sig. Þetta eru líka óhjákvæmileg örlög allra fjármálakerfa sem byggja á brotaforðabönkum, eina spurningin er hversu lengi þau ná að lifa áður en þau falla saman.
Paper money eventually returns to its intrinsic value - zero. - Voltaire
Írar horfa nú af mikilli öfund til Íslands, sem hefur farið gjörólíka leið við endurskipulagningu fjármálakerfisins, og sem virðist muni enda talsvert betur.
Guð blessi Írland.
Mikið tap á írskum banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.