Matsfyrirtækin eru í ruslflokki

Haustið 2008 kallaði eftirlitsnefnd bandaríska þingsins á sinn fund alla forstjóra matsfyrirtækjanna þriggja, Moody's, Fitch og Standard & Poor's, sem hafa markaðsráðandi stöðu en þau deila með sér 94% markaðshlutdeild (cartel). Við vitnaleiðslur voru forstjórarnir meðal annars inntir eftir ábyrgð sinni á því að hafa gefið villandi upplýsingar um svokallaða undirmálsvafninga sem taldir eru meðal meginorsaka fjármálakreppunnar. Skemmst er frá því að segja að forstjórarnir afneituðu samtals þrisvar allri ábyrgð á afleiðingum gjörða sinna og þeirra fyrirtækja sem þeir stýra. Eins lesa má í handriti þingnefndarinnar lögðu þeir sérstaka áherslu á að lánshæfismat væri aðeins álit starfsmanna þeirra en fæli ekki í sér neina ráðgjöf um fjárfestingar eða ábyrgð á slíku:
  1. Deven Sharma, Standard & Poor's Credit Rating (bls. 142): "S&P’s ratings express our opinion about the ability of companies to repay their debt obligations, but they do not speak to the market value for the security, the volatility of its price, or its suitability as an investment."
  2. Raymond McDaniel, Moody's Corporation (bls. 174): "...they become more reliant on rating opinions - and they are just opinions"
  3. Stephen Joynt, Fitch Ratings (bls. 185): "I think we’re emphasizing the fact that our ratings are opinions... it’s better that we disclose the fact that they are opinions as clear as we can."

Einnig er afar upplýsandi að skoða opinbera notkunarskilmála um lánshæfismat eins og þeir eru birtir á vefsíðum fyrirtækjanna sjálfra:

Moody's: "The credit ratings and financial reporting analysis observations, if any, constituting part of the information contained herein are, and must be construed solely as, statements of opinion and not statements of fact or recommendations to purchase, sell or hold any securities. No warranty, express or implied, as to the accuracy, timeliness, completeness, merchantability or fitness for any particular purpose of any such rating or other opinion or information is given or made by Moody’s in any form or manner whatsoever."

Mannamál: Lánshæfismatið er aðeins ábyrgðarlaust álit eins aðila.

Standard & Poor's: "The ratings and credit related analyses of Standard & Poor's... are statements of opinion as of the date they are expressed and not statements of fact or recommendations to purchase, hold, or sell any securities or make any investment decisions. Users of the information provided through this Web Site should not rely on any of it in making any investment decision. Standard & Poor's opinions and analyses do not address the suitability of any security. Standard & Poor's does not act as a fiduciary or an investment advisor. While Standard & Poor's has obtained information from sources it believes to be reliable, Standard & Poor's does not perform an audit and undertakes no duty of due diligence or independent verification of any information it receives. Standard & Poor's keeps certain activities of its business units separate from each other in order to preserve the independence and objectivity of each of these activities. As a result, certain business units of Standard & Poor's may have information that is not available to other Standard & Poor's business units. Standard & Poor's has established policies and procedures to maintain the confidentiality of certain non-public information received in connection with each analytical process."

Mannamál: Ábyrgðarlaust álit frá aðila sem ræður manni sjálfur frá því að byggja ákvarðanatöku á áliti sínu, og framkvæmir sjálfur enga óháða athugun á þeim upplýsingum sem unnið er með. Starfsemin er svo kirfilega hólfuð niður að ekki er víst að matsskýrsla byggi á öllum fyrirliggjandi upplýsingum, auk þess sem sumar þeirra kunna að vera leyndarmál.

Fitch Ratings: "Each user of this website acknowledges that a Fitch rating is an opinion as to the creditworthiness of a security... ratings are the collective work product of Fitch and no individual, or group of individuals, is solely responsible for a rating. The rating does not address the risk of loss due to risks other than credit risk, unless such risk is specifically mentioned. ... A report providing a Fitch rating is neither a prospectus nor a substitute for the information assembled, verified and presented to investors by the issuer and its agents in connection with the sale of the securities. Ratings may be changed or withdrawn at anytime for any reason in the sole discretion of Fitch. Fitch does not provide investment advice of any sort. In issuing and/or maintaining a rating, Fitch is not making any recommendation or suggestion, directly or indirectly to you, or any other person, to buy, sell, make or hold any investment, loan or security or to undertake any investment strategy with respect to any investment, loan or security of any issuer... Any person or entity who uses a rating does so entirely at his, her or its own risk."

Mannamál: Lánshæfismat er aðeins álit eins aðila sem getur þar að auki breyst hvenær sem er eftir geðþótta viðkomandi. Fitch gefur sig ekki út fyrir að veita ráðgjöf um fjárfestingar, og hver sá sem treystir á upplýsingar um lánshæfismat gerir það af fullkomnu ábyrgðarleysi.

Síðast þegar ég las svona varfærnislega ábyrgðarfirringarskilmála voru þeir á flugeldatertu. En hún var líka beinlínis hönnuð til að brenna upp og springa, og vera hættuleg á fjölmarga mismunandi vegu. Þetta hefðu menn kannski átt að hafa í huga þegar íslensku bankarnir fengu hæstu lánshæfiseinkunn (AAA) en voru í raun að hrynja.

Þetta er útdráttur úr grein frá 6. apríl síðastliðnum


mbl.is Ömurleg frammistaða Moody's
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki hægt að skrautskrifa þetta og senda niður í stjórnarráð, svo þau geti haft þetta á veggnum?

Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2011 kl. 18:37

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

AGS segir nei engu breyta.

Sérfræðingur og ritari ESA segir engan grunn til málsóknar fyrr en jóst verður að tjón liggi fyrir.

Matsfyrirtækin hafa ekki lækkað lánshæfismatið.

Skuldatryggingarálag er óbreytt.

ESB segir nei ekki hafa nein áhrif á umsóknarferlið.

   Hvað er eftir til að hrella okkur með?

Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2011 kl. 18:40

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hollenskur þingmaður segir að fáum ekki að vera með í ESB...

OMG

Guðmundur Ásgeirsson, 12.4.2011 kl. 03:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband