Til hamingju með daginn + kosningaspá
9.4.2011 | 22:06
Í dag gengu Íslendingar til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort veita skuli ríkisábyrgð á lántöku Tryggingasjóðs innstæðueigenda til að bæta Bretum og Hollendingum að fullu innstæður sem þeir ákváðu að greiða viðskiptavinum IceSave hjá Landsbankanum.
Upphaf þessarar viðureignar í varnarbaráttunni fyrir hagsmunum almennings má rekja til þess þegar nokkrir góðir félagar hittust á fundi í miðbæ Reykjavíkur til að taka stöðuna á málinu og leggja á ráðin um framhaldið. Það sem á eftir fylgdi mun líklega verða skráð á spjöld sögunnar, og það er gríðarlega ánægjulegt að sjá þetta stóra verkefni ná þeim góða árangri sem þegar hefur náðst.
Ég er bjartsýnn á niðurstöðuna og ætla að spá eftirfarandi niðurstöðu. Hún er órökstudd og byggir á engu, nema eigin kviðtilfinningu.
JÁ 35%
NEI 65%
Ásamt talsverðum fjölda auðra og ógildra.
Ég óska Íslendingum nær og fjær til hamingju með daginn, lýðræði er ekki sjálfgefið heldur hefur verið barist fyrir því með blóði víðast hvar. Ísland er líklega ein af fáum undantekningum, við tókum okkur valdið einfaldlega mótspyrnulaust þegar tækifæri gafst til þess, en þann feng megum við aldrei gefa frá okkur.
Betri kjörsókn en í fyrra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: IceSave | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:13 | Facebook
Athugasemdir
Guðmundur. Ég býð betur. Mín tilfinning er
70% Nei
Kristinn M (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 22:13
72% NEI 20%J'A 8%ógilt,og Jóhanna og Steingrímur J verða leita eftir áfallahjálp,hjá Bjarna Ben.
Vilhjálmur Stefánsson, 9.4.2011 kl. 22:20
Ég segi 54% Nei og 46% Já af þeim sem afstöðu taka. Þetta verður tæpt.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.4.2011 kl. 22:34
Giska á 60% hugprúð NEI og 40% skjálfandi já
Kristinn Snævar Jónsson, 9.4.2011 kl. 22:45
Tölurnar af landsbyggðinni virðast styðja ykkar væntingar, en ég er ekki jafn viss um að hlutfallið verði jafn hagstætt í Reykjavík og á Akureyri. Háskólaaðallinn er sterkur. Hann þyrstir í ESB og alla styrkina.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.4.2011 kl. 23:30
Þessi frétt er hinsvegar gersamlega óskiljanleg.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.4.2011 kl. 23:34
Þetta liggur núna í góðum meirihluta fyrir NEI.
Mér líst vel á það, meira síðar og góða nótt kærir Íslendingar.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.4.2011 kl. 07:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.