Tölvuhakkarar gegn fjármálaelítunni

Stafrænir aðgerðasinnar sem kalla sig Anonymous hafa að undanförnu beint spjótum sínum í auknum mæli að fjármálageiranum. Á vefsíðunni ZeroHedge er fjallað um einn þeirra sem gengur undir nafninu OperationLeakS, og hann sagður hafa undir höndum skjöl frá WikiLeaks um fjármálarisann Bank of America. Enn fremur að skjölin, sem sögð eru bera vott um saknæmt athæfi bankans, verði hugsanlega birt á morgun á vefsíðunni BankOfAmericaSuck.com

Nýlega sendi þessi hópur líka frá sér tilkynningu þar sem spjótum er beint að kauphöllinni í New York (NYSE), með aðgerð sem gengur undir nafinu Operation Icarus. Þessi hópur hefur sýnt fram á getu sína og er því full ástæða fyrir þá sem eiga hagsmuni á fjármálamörkuðum að hafa áhyggjur.

Í dag birtist svo "útsending #1" vegna nýjasta verkefnis þeirra: Operation Empire State Rebellion. Í myndbandinu er þess meðal annars krafist að seðlabankastjórinn Ben Bernanke verði settur af og starfsemi stærstu og spilltustu bankanna innan kerfisins verði stöðvuð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Athyglisvert. Búin að deila þessari færlu  þinni á fésinu því þetta er eitthvað sem við ættum  svo sannarlega að fylgjast með  næstu daga

Helga Þórðardóttir, 13.3.2011 kl. 21:54

2 identicon

http://file.wikileaks.info/leak/sandstorm-bcci-report-1881.pdf BCCI "Sandstorm" report. This previously released, partly redacted, confidential investigative report was commissioned by the Bank of England The Sandstorm report was the name of the secret report submitted on June 22, 1991 by financial consultants Price Waterhouse to the Bank of England, showing that the Bank of Credit and Commerce International (BCCI) had engaged in widespread fraud, and that organizations regarded as terrorist groups had maintained several accounts in BCCI in London, with the apparent knowledge of the British and American intelligence community. 

2011. March 12 - Mr Darling former chancellor requests the Treasury release details of the inquiry into liquidised bank in an attempt to publicise the affair and show the Bank of England's previous errors
http://www.ft.com/cms/s/0/7f6d5df8-4c0c-11e0-82df-00144feab49a.html#axzz1GV2XbpSg

BCCI Britain's biggest banking scandal
http://news.bbc.co.uk/2/hi/business/3383461.stm

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 22:12

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir þetta innlegg Hólmsteinn.

Þetta er angi af sama skrímslinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.3.2011 kl. 23:56

4 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Gott mál,enda löngu kominn tími á wake up and smell the .........

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 14.3.2011 kl. 20:20

5 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

~ o ~

http://www.youtube.com/watch?v=bjNUYvDK99E&feature=player_embedded

Vilborg Eggertsdóttir, 15.3.2011 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband