Slembiúrtak betra en flokkalýðræði
11.3.2011 | 22:10
Þegar fólk verður pirrað á vanhæfum stjórnmálamönnum er stundum sagt í hálfu gríni, að þjóðfélaginu væri líklega betur stjórnað ef til þess veldust 63 einstaklingar af handahófi úr símaskránni, heldur en með núverandi fyrirkomulagi.
Núna hafa hinsvegar Alessandro Pluchino og félagar við háskólann í Catania á Ítalíu gengið skrefinu lengra og lagt fram vísindalega sönnun þess að fulltrúalýðræði virki betur ef sumir fulltrúarnir eru valdir með slembiúrtaki frekar en flokkslínum.
Accidental Politicians:
How Randomly Selected Legislators Can Improve Parliament Efficiency
A. Pluchino, C. Garofalo, A. Rapisarda, S. Spagano, M. Caserta
We study a prototypical model of a Parliament with two Parties or two Political Coalitions and we show how the introduction of a variable percentage of randomly selected independent legislators can increase the global efficiency of a Legislature, in terms of both number of laws passed and average social welfare obtained. We also analytically find an "efficiency golden rule" which allows to fix the optimal number of legislators to be selected at random after that regular elections have established the relative proportion of the two Parties or Coalitions. These results are in line with both the ancient Greek democratic system and the recent discovery that the adoption of random strategies can improve the efficiency of hierarchical organizations.
PDF: arXiv:1103.1224v1
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | Breytt 12.3.2011 kl. 00:07 | Facebook
Athugasemdir
Hef lengi talið þetta augljóst en auðvitað ágætt að sjá þetta staðfest með rannsókn. Brátt verða kosningar og þá ber maður þá von í brjósti að flokkslínurnar riðlist og alþingi verði meiri þverskurður af þjóðinni en nú er.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 23:25
Já, ég hef alltaf verið þess fullviss að ef ég yrði valinn af handahófi, þá myndi ég gera mikið gagn í þinginu. Hvers vegna? Jú, af því að ég er strangheiðarlegasti maður, sem ég þekki og óspillanlegur. Þannig að ég myndi setja spurningarmerki við allt, og ekki vera vel liðinn af öðrum þingmönnum. Sérstaklega myndi ég gagnrýna öll lög sem styddu forræðishyggju og ofríki af hálfu hins opinbera.
Hins vegar lízt mér ekkert á að þurfa að lesa tugi blaðsíðna af leiðinlegu þrugli, svo að ég myndi sennilega ráða aðstoðarmann í það verk. Ég á nefnilega erfitt með að lesa skjöl nema að það sé a.m.k. tvær stærðfræðijöfnur eða rökyrðingar á hverri blaðsíðu. Sem er ástæðan fyrir því að ég varð verkfræðingur og ekki þingmaður til að byrja með.
Gleymdu þessu bara.
Vendetta, 12.3.2011 kl. 02:40
Fáum apa eða páfagauka. Þeir stjórnast af eigin vilja - ekki annarra.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 12.3.2011 kl. 07:47
Það er töluvert til í þessari kenningu en hún mun brjóta upp flokksræði og ef við færum út í eingöngu persónukjör og myndum banna stjórnmálaflokka þá þufum við ekki meira en 16 til 32 þingmenn með ráðherrum. Látum aldursforseta vera ráðherra. ?
Valdimar Samúelsson, 12.3.2011 kl. 10:05
Í persónukjörskerfi þá verðum við að hafa lágmarksmenntun og einhveja skólagöngu í þingmennsku svo að við fáum ekki bara einhverja heldur fólk með þingpróf. Við setjum mörkin með svo sem meira þingpróf fyrir væntanlega ráðherra sem yrði aldrei fyrr en eftir fjögra ára setu.
Valdimar Samúelsson, 12.3.2011 kl. 10:10
Hvaða þingpróf ertu að tala um, Valdimar? Þó ekki stjórnmálafræði, sem stór hluti núverandi þingmanna hefur og sem hefur ekki gert þá betri löggjafa eða ráðherra. Eða ertu að tala um hálfs mánaðar námskeið í þingsköpum?
Vendetta, 12.3.2011 kl. 13:23
Ertu virkilega að segja mér að fólkið á Alþingi séu stjórnmálafræðingar. Þá verður að bæta það á einhvern hátt. Kannski doktorsgráðu í stjórnmálafræði
Valdimar Samúelsson, 12.3.2011 kl. 16:30
Kannski ég hafi tekið of djúpt í árinni með að segja, að stór hluti aþingismanna væri með próf í stjórnmálafræði. En einhverjir eru það, aðrir eru viðskiptafræðingar, hagfræðingar og lögfræðingar af þeim sem hafa háskólamenntun. Enn aðrir hafa annars konar menntun. En þótt menntagráðan og flokkstengslin hafi komið þeim á þing, þá eru margir sem hvorki hafa migið í saltan sjó (þ.e. hafa reynslu frá atvinnulífinu) né nokkurn tíma þurft að líða skort. Þessir þingmenn geta ekki haft hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, því að þeir erú ekki í neinum tengslum við íslenzkan almenning.
En ég hef fullan hug á því að skrá alþingismenn og -konur með hliðsjón af annars vegar menntun og hins vegar alvöru reynslu (þ.e.a.s. reynslu frá atvinnulífinu) og bera það saman (í prósentum) við tölur hagstofunnar um það sem gildir fyrir alla þjóðina. Þá verður hægt að sjá, hversu mikið (eða lítið) alþingismenn eru í raun fulltrúar þjóðarinnar.
Það sem ég sæi helzt á Íslandi er alvöru lýðræði, eins og er í Sviss og San Marino. En til þess að það sé hægt, þarf þjóðin að upplýsast um hvað felst í raunverulegu lýðræði, því að svoleiðis hefur aldrei verið til á þessu landi. Hvorki raunverulegt lýðræði eða neitt sem kemst í námunda við það.
Vendetta, 12.3.2011 kl. 17:13
Valdimar, til að taka af hugsanleg tvímæli þá er alls ekki verið að tala um persónukjör í hefðbunnum skilningi þar sem greidd eru atkvæði um tiltekna frambjóðendur. Heldur aðferðina sem er notuð við að velja fulltrúana, þ.e. að tiltekinn fjöldi þeirra sé einfaldlega skipaður með hlutkesti.
Ég held að það væri alls ekki af hinu góða að gera sérstakar menntunarkröfur til Alþingismanna. Tilgangurinn með fjölskipaðri löggjafarsamkomu er að samsetning hennar endurspegli þverskurð þjóðarinnar, en það getur einsleitur hópur langskólagenginna sérfræðinga aldrei gert.
Það sem niðurstaða Pluchino og félaga felur hinsvegar í sér er að núverandi fyrirkomulag flokkalýðræði sé sömu annmörkum háð, því það sé beinlínis hannað til að draga fólk saman um ákveðnar meginstefnur sem verða ráðandi og jafnvel skoðanamótandi. Þannig séu fámennari jaðarhópar sem ekki tilheyra neinum flokki útilokaðir frá þáttöku. Þetta má auðveldlega heimfæra íslenska kerfið þar sem enginn kemst að nema með ca. 5% fylgi á landsvísu.
Væri tiltekinn hluti fulltrúanna valinn af handahófi úr þjóðskrá væri hinsvegar komið fram mjög beinu lýðræði í formi úrtakshóps í bland við hefðbundna kjörna fulltrúa. Með mismunandi fjölda slembivalinna fulltrúa er hægt að breyta því hversu mikið vægi jaðarhópar fái á löggjafarsamkomunni. Ýktasta dæmið um það mun eiga sér stað hér á Íslandi 9. apríl næstkomandi þegar gengið verður til þjóðaratkvæagreiðslu um tiltekið mál. Í því tilviki verður slembiúrtak reyndar óþarft því þá munu allir kjörgengir menn eiga kost á að taka þátt, og þannig fá jaðarhópar vægi sem samsvarar nákvæmlega stærð þeirra.
Þetta eru skemmtilegar pælingar, en mér sýnist meginniðurstaðan benda til þess að meira af beinu lýðræði sé af hinu góða.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.3.2011 kl. 19:58
Guðmundur, ég var alls ekki að segja, að það ætti að gera sérstakar menntunarkröfur til alþingismanna, ég var einungis að benda á að menntun þeirra og reynsla (eða skortur á reynslu) er allt önnur en meginþorri landsmanna hefur. Ég lít á þetta sem vandamál. Fulltrúalýðræðið er nauðsyn að einhverju leyti, öll þjóðin getur ekki verið á þingi, en það þarf meira til. Það sem þyrfti að vera hér er:
Ég læt þetta nægja, en hef, eins og aðrir hugmyndir um hvernig þetta má útfæra í smátriðum.
Vendetta, 13.3.2011 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.