Beðið í ofvæni eftir ákvörðun forseta

Eins og fastagestir hér hafa líklega tekið eftir þá hef ég látið bloggið mestmegnis afskiptalaust undanfarna viku. Ástæðan er, eins og flestum er væntanlega ljóst, sú vinna sem staðið hefur yfir vegna undirskriftasöfnunar Samstöðu þjóðar gegn IceSave á vefsíðunni Kjósum.is, með áskorun á forseta Íslands að synja lögum um ríkisábyrgð vegna IceSave undirritun og vísa málinu þar með til þjóðarinnar.

Hlutirnir hafa gerst svo hratt á þessari rúmu viku sem liðin er síðan undirskriftasöfnunin hófst að maður hefur varla mátt vera að því að setjast niður og varpa öndinni. Ballið byrjaði á föstudagskvöldi fyrir viku og söfnuðust strax 10.000 undirskriftir þá um helgina. Á mánudegi kynntum við verkefnið og hópinn sem að því stendur á fréttamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu. Á þriðjudegi upphófst mikið kapphlaup við meirihluta Alþingis sem lagði á flótta undan lýðræðinu. Á miðvikudegi var atkvæðagreiðsla þar sem Alþingi samþykkti lög um ríkisábyrgð á IceSave-III samningunum eftir afbrigðilega og umdeilda málsmeðferð, sendi svo lögin volg úr prentaranum með hraðsendli til undirritunar forseta. Á fimmtudegi ætlaði svo allt að fara á límingunum þegar aðstandendur Samstöðu voru boðaðir í skyndi til fundar við forseta. Á föstudegi, tæpri viku eftir að undirskriftasöfnunin hófst var haldið til Bessastaða og forseta afhentar þær 37.488 undirskriftir sem þá höfðu safnast, en vefsíðan Kjósum.is hélt þó áfram að taka við undirskriftum og mun gera það þar til forseti tilkynnir um ákvörðun sína. Í gær var svo fyrsti dagurinn sem kom nálægt því að geta talist eðlilegur fyrir okkur sem höfum staðið í eldlínunni þessa viku.

Í morgun boðaði svo forsetaembættið til fréttamannafundar klukkan 15:00 í dag þar sem líklegt má telja að forsetinn muni tilkynna um ákvörðun sína. Þegar þetta er skrifað, tæpum stundarfjórðungi fyrir boðaðan fréttamannafund, höfðu 42.395 manns skráð nafn sitt á vefsíðunni Kjósum.is. Við bíðum nú spennt eftir að heyra ákvörðun forseta, og getum ekki annað en verið bjartsýn.

Hér verður opið fyrir athugasemdir og er öllum frjálst að tjá sig um þetta mál. Það eina sem ég vil fara fram á er að fólk haldi sig við málefnin. Gagnrýni er að sjálfsögðu leyfileg líka, ég minni á að aldrei hefur athugsemd verið eytt af þessari bloggsíðu. Góðar stundir, Áfram Ísland!


mbl.is Forsetinn kominn að niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

~ o ~ frelsiskveðja!

Vilborg Eggertsdóttir, 20.2.2011 kl. 15:21

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Í dag sigraði lýðræðið alræði.
Forseti vor er sverð okkar og skjöldur.

Rauða Ljónið, 20.2.2011 kl. 15:51

3 Smámynd: Vendetta

Lifi Ólafur Ragnar! Burt með IceSlave-samninginn! Ég er sannfærður um að meirihluti þjóðarinnar hafni þessum samningi, þrátt fyrir lygaáróður ríkisstjórnarinnar og Sjallanna, sem létu múta sér með 300.000.000.000 silfurpeningum.

Vendetta, 20.2.2011 kl. 17:00

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég er á bleiku skýi núna...

Þakka öllum fyrir stuðninginn við undirskriftasöfnunina. Þetta hefði ekki tekist án þeirra rúmlega 40.000 einstaklinga sem tóku þátt. Sigurinn er ykkar og þjóðarinnar allrar.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.2.2011 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband