Munurinn á Íslandi og Írlandi
21.12.2010 | 11:28
Willie McAteer, fjármálastjóri írska bankans Anglo Irish Bank, fékk lán að jafnvirði 1,2 milljarða króna til að endurfjármagna hlutabréfakaup í bankanum. Alveg eins og hjá gamla Kaupþingi var lánið aðeins tryggt með veði í bréfunum sjálfum, og þegar þau lækkuðu í verði var honum uppálagt að selja þau ekki. Kostnaður vegna gjaldþrots Anglo Irish stefnir nú í að vera af svipaðri stærðargráðu og kostnaðurinn af falli Kaupþings.
Þó margt sé líkt með þessu tvennu er þó einn grundvallarmunur, íslensku bönkunum var ekki bjargað og kostnaðurinn af því lendir að stærstu leyti á erlendum kröfuhöfum. Írsk stjórnvöld gengust hinsvegar í ábyrgð fyrir sína banka í tilraun til að bjarga þeim sem á enn eftir að koma í ljós hvort heppnist, og kostnaðurinn lendir að mestu leyti á Írum sjálfum sem voru þvingaðir af Evrópusambandinu til að taka á sig skuldbindingar sem þeir vildu ekki, til þess að vernda ósjálfbært bankakerfi álfunnar.
Nú stendur yfir þriðja tilraunin til þess að þröngva ríkisábyrgð vegna bankastarfsemi upp á íslenska skattgreiðendur. Er því vel við hæfi að líta til Írlands nú og spyrja sig hversu heppilegt væri að fara sömu leið, eftir allt sem á undan er gengið.
Munurinn á Íslandi og Írlandi: tvö ár og ríkisábyrgð (ennþá).
Írskt bankalán vekur reiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:32 | Facebook
Athugasemdir
er ekki skíturinn bara rétt að byrja að vella upp þarna yfir almenning
eiga Írar ekki eftir að fá helling af svona fréttum um hvernig menn höguðu sér en allavega verða þær ekki sami viðbjóðurinn og hérna þar sem sumir flokkarnir voru í eigu bankaræningjana
Magnús Ágústsson, 21.12.2010 kl. 12:26
Nei Magnús sumir flokksgæðingar Írskra stjórnmála voru á kafi í spillingunni með bankaglæponunum það hefur þegar komið í ljós og á enn betur eftir að koma í ljós !
Gunnlaugur I., 21.12.2010 kl. 19:02
Ég held nefninlega að þetta sé voða svipað allsstaðar þar sem mannlegt eðli spilar inn í. Það er bara smásálarháttur okkar Íslendinga sem fær okkur stundum til að halda að við séum eitthvað öðruvísi en aðrir vesturlandabúar.
Guðmundur Ásgeirsson, 22.12.2010 kl. 00:20
Heyr, heyr... Ég óska þér gleðilegra jóla og farsæls komandi árs
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.12.2010 kl. 01:56
Takk fyrir og sömuleiðis Jóna Kolbrún.
Guðmundur Ásgeirsson, 24.12.2010 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.