Er evrópski seðlabankinn gjaldþrota?

Seðlabanki Evrópu (ECB) þarf að fá nýtt eiginfjárframlag upp á 5 milljarða EUR til að styrkja stöðu sína vegna fyrirsjáanlegs taps af skuldabréfum gjaldþrota Evrópuríkja.

Eigið fé hans var áður 5,76 milljarðar, sem þýðir að í rauninni er um 87% endurfjármögnun að ræða.

Heitir þetta ekki á mannamáli gjaldþrot? Eða að minnsta kosti næsti bær við það...


mbl.is Eigið fé Evrópska seðlabankans styrkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þú ert að grísnast er það ekki? Bendi þér á að  Seðlabanki Evrópu er banki margra af öflugustu ríkja heims. Og eins og þú lest í fréttinni eru uppi áætlanir um að hann styrki skuldugar þjóðir enn meira.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.12.2010 kl. 00:25

2 identicon

Nei, það þýðir það ekki.  Eigið fé bankans hefur ekki verið aukið síðan að hann tók til starfa fyrir 12 árum síðan.

Seðlabanki Evrópu þarf í raun ekkert eigið fé.  

Hér er þetta betur útskýrt í frétt á www.faz.net.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 00:48

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Maggi, ertu sjálfur að grínast? Öflugustu ríka heims? Kannski Þýskaland megi teljast í þeim hópi, en restin er meira og minna gjaldþrota.

Og mér sýnist að þú sért eitthvað að misskilja þetta sjálfur, því fréttin snýst ekki um að ECB styrki ríki Evrópu, heldur að þau styrki seðlabankann.

Það sem ég er að benda á er að samkvæmt tölum í fréttinni virðist þurfa að leggja ECB til nýtt eigið fé, sem nemur næstum öllu stofnfé hans. Á bankamáli heitir það endurfjármögnun og er oftast til að forða banka frá gjaldþroti.

Svo er spurning hvað það þýðir að Evrópuríkin ætli að leggja til nýtt eigið fé. Leggja þau til einhverja raunverulega fjármuni, eða gefa þau ECB bara leyfi til að prenta nýja peninga? Eins og Stefán bendir á þá ætti ECB ekki að þurfa eigið fé, enda hefur hann valdið til að gefa það út.

Stefán: Ég er því miður ekki nógu góður í þýzku til að lesa greinina en takk samt fyrir tengilinn

Guðmundur Ásgeirsson, 18.12.2010 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband