Máttlaust yfirklór?
14.12.2010 | 21:46
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp til nýrra upplýsingalaga, sem málsmetandi aðilar segja þó að bæti í raun litlu við núgildandi upplýsingaskyldu stjórnvalda. Getur verið að tímasetningin sé ekki tilviljun, heldur liður í skipulagðri spunaherferð til að telja almenningi trú um að sú ríkisstjórn sem nú situr hafi opin vinnubrögð og sannleikan að leiðarljósi? Hvort sem er þá má ekki láta slíkt villa um fyrir sér því reynslan og staðreyndirnar sýna að veruleikinn er allt annar.
Drög að nýjum IceSave samningum við Breta og Hollendinga hafa verið birt á bloggsíðunni IceSave3 hjá WordPress sem virðist hafa verið stofnuð sérstaklega í þeim tilgangi. Hinsvegar er gjörsamlega óskiljanlegt hvers vegna samningsdrögin voru ekki birt um leið og þau lágu fyrir á vefsíðu fjármálaráðuneytis Steingríms J. Sigfússonar. Eina rökræna skýringin á því er að sem fyrr sé eitthvað sem liggur að baki, leyniskjöl eða hliðarsamningar, sem eru þess eðlis að stjórnvöld þora ekki að segja okkur allan sannleikann um málavöxtu. Hér er því um að ræða enn eitt tilvikið þar sem mikilvæg gögn fá ekki að líta dagsins ljós nema vegna þess að einhver ákveður að leka þeim út í skjóli nafnleysis.
Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms virðast því miður ekkert hafa lært af fyrri reynslu sinni af tilraunum til að halda upplýsingum leyndum fyrir þingi og þjóð. Það ber því að taka öll fyrirheit um ný upplýsingalög með stórum fyrirvara. Ef þau segja ekki að birta beri samninga um hagsmuni þjóðarinnar um leið og þeir liggja fyrir, þá fela þau ekki í sér þær breytingar sem mestu máli skipta.
Leggur fram frumvarp til upplýsingalaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er sammála. Þetta er hræsni af verstu tegund. Það versta er að Jóhanna sér það ekki sjálf og heldur að allir aðrir séu líka staurblindir.
Þegar stjórnmálamenn og -konur hafa vasazt eins lengi í íslenzkum stjórnmálum og Jóhanna og Steingrímur, verður þessi hræsni og blekkingaleikur þeim svo eðlislæg að þau upplifa hvers konar hreinskilni sem eitthvað framandi og ógnvekjandi.
Vendetta, 14.12.2010 kl. 23:59
Heyr, heyr
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.12.2010 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.