Hentugt eftir jólaösina
13.12.2010 | 09:56
Embætti Umboðsmanns Skuldara er flutt, frá sendiskrifstofu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við Hverfisgötu, í Kringluna 1 þar sem Morgunblaðið var áður til húsa. Þetta er vel til fundið svona í sjálfum jólamánuðinum, að færa starfsemina einfaldlega inn í höfuðvígi eyðslugleðinnar, enda væri annars hætt við að fólk fresti því að leita sér aðstoðar sökum anna við jólainnkaupin. Svo eftir jól þá hefur fólk líka einhverja ástæðu til að fara aftur í Kringluna, þ.e.a.s. til að fá kreditkortareikninginn fyrir jólahaldinu felldan niður. Þá verður líka hægt að taka upp þráðinn á janúarútsölunum eins og ekkert hafi í skorist, sem skapar veltu í smásöluverslun á annars dauðum tíma og a.m.k. 5 splunkuný afgreiðslustörf á lægstu mögulegum launum með sígópásu á tveggja tíma fresti. Þetta eru gríðarleg snjallræði í efnahagsmálum sem okkur standa til boða!
Umboðsmaður skuldara í Kringluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:10 | Facebook
Athugasemdir
Ég hélt reyndar þegar ég las fyrirsögnina "umboðsmaður skuldara í Kringluna" þá væri hún annað hvort að fara með umboðsmönnum sínum að versla eða bara að fara sjálf að kaupa fyrir þá þær jólagjafir sem samþykkt hefði verið að fólkið fengi að kaupa þessi jólin. En sennilega hafa Jóhanna og Steingrímur nú þegar gefið fyrirmæli um að umboðsmenn þessir fái hvorki leyfi til kaupa á jólagjöfum né jólamat, enda geta þeir fengið afhentan mat frá fjölskylduhjálpinni og jólapakka frá þeim landsmönnum sem ekki eru enn orðnir umboðsmenn skuldara. Jól 2011 ættu að líta betur út, þá verða skötuhjúin farin frá.
assa (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 11:59
það væri fróðlegt að vita hvað þetta embætti skuldara kostar þjóðina... Hvað var húsaleigan á Hverfisgötunni? Hvað er húsaleigan í Kringlunni? Og launakostnaðinn, og risnuna og bitlingana og allt sem svona embættum fylgir...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.12.2010 kl. 01:53
Umboðsmaður skuldara? Um hvað snýst jobbið? Að segja skuldugu fólki hvað það eigi að gera til að koma sér út úr skuldunum? Sé svo þá er um einfaldasta jobb í heimi að ræða sem krefst örugglega ekki mikils rýmis.
Hörður Sigurðsson Diego, 14.12.2010 kl. 03:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.