Hriktir í stoðum evruhagkerfisins
27.11.2010 | 17:55
Evrópuþingmaðurinn Nigel Farage, sem er framarlega í flokki lýðræðissinna heldur hér ræðu þar sem hann talar yfir hausamótunum á van Rompuy forseta og Barroso framkvæmdastjóra. Burtséð frá eindreginni afstöðu hans (eurosceptic) þá setur hann hér fram á mannamáli nokkuð greinargóða samantekt á ástandinu.
Þúsundir mótmæla á Írlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Heyr, heyr
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.11.2010 kl. 00:26
Spurning dagsins hlýtur að vera, hversvegna vilja Jóhanna og Össur endilega fara inn í þetta samstarf? Um evruna og ESB? Var stjórnlagaþingið aðeins til þess að létta fullveldiskröfunni úr stjórnarskránni? Og hefur þeim tekist það, með kosningaráróðri eða með öðrum leiðum?
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.11.2010 kl. 00:31
Nú vill Pútín taka þátt í evrunni og semja um fríverslun og fleira við ESB.
Hvað sér Pútín sem andstæðingar ESB sjá ekki?
http://diepresse.com/home/wirtschaft/international/613585/Putin_Russland-koennte-Teil-der-EuroZone-werden?_vl_backlink=/home/wirtschaft/609810/index.do&direct=609810
http://www.sueddeutsche.de/wirtschaft/wladimir-putin-in-berlin-der-euro-ist-notwendig-fuer-die-weltwirtschaft-1.1028853Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 01:29
Putin segir bara það sem Þjóðverjar vilja heyra eins og allir stjórnmálamenn sem eru í opinberri heimsókn einhvers staðar koma með fagurgala og yfirlýsingar. Þetta með að taka upp evruna án þess að ganga í ESB er ekki hægt (þótt stjórnin í Montenegro gerði það án stuðnings frá ECB og sem þar af leiðandi er ekki raunhæf lausn, þar eð þeir verða að kaupa evrur með öðrum gjaldmiðli).
Rússar geta í bezta (eða versta) falli bundið rúbluna við evruna, amk. tímabundið. Eða sérð þú fyrir þér, Stefán, Rússland með 142 milljónir íbúa og 17 milljón ferkílómetra í tveim heimsálfum sem meðlim í ESB? Þá yrði enn minni ástæða fyrir íslenzkri aðild.
Hins vegar ætla Rússar sér að gerast meðlimir að World Trade Organization fljótlega og það er ekkert leyndarmál að þeir hafa alltaf haft áhuga á tvíhliða viðskiptasamningum við ESB. En það þýðir ekki að þeir geti tekið upp evruna bara sisona. Enda er Angela ekki hrifin af hugmyndum Putins um evrasískt evrusvæði skv. Yahoo News.
En þú mátt gjarnan þýða þessar greinar sem þú vitnar í yfir á ensku eða annað aðgengilegt tungumál. Ég á dálítið erfitt með þýzku, sérstaklega blanda ég oft saman orðunum Dummkopf, Schweinhund og Sauerkraut. Svo ég tali nú ekki um orð eins og Gazkammer og Endlösung, sem láta svo tamt í munni Þjóðverja.
Vendetta, 28.11.2010 kl. 04:44
Vendetta: Það er árið 2010. En alltaf þarf að koma nasistum að.
Rússar vilja heldur ekki taka evruna einhliða upp. Þeir vilja taka þátt í evrusamstarfinu.
Heldur þú virkilega að Pútín, einn áhrifamest maður í heimi, segir það sem menn vilja heyra?
Hefur hann gert það hingað til?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 06:49
Ræða mannsinns er snilld
Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.11.2010 kl. 09:30
Pútín þessi valdagírugi og gamli Kommúnisti og fyrrverandi forstjóri KGB á Sovétttímanum, sér náttúrulega að ESB apparatið er svona miðstýrt kerfisapparat þar sem hinir stóru ráða öllu og því fengi hann mikil völd áfram og jafnvel endalaust, jafnvel allt til æviloka.
Hann þyrfti ekkert að vera að velta fyrir sér einhverjum kosningum þegar hann væri orðinn einn æðsti Commízar í ESB elítunni og hefði hlunnindi eins og aðalsmenn höfðu í den !
ESB = Back to the USSR
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 11:27
Gunnlaugur - rétt hjá þér - svo heldur fólk sem vill okkur inn í klúbbinn með bretum og fleiri "stuðningsþjóðum" okkar að í þeirri ánauð felist ekkert framsal á sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.11.2010 kl. 07:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.