Áskorun til Marinó G. Njálssonar

Marinó G. Njálsson hefur sagt sig úr stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna vegna umfjöllunar Fréttatímans um skuldastöðu hans og konu hans í blaðinu sem kemur út á morgun. Marinó segir að þessi umfjöllun sé frekleg innrás í einkalíf sitt.

Þessu gæti ég ekki verið meira sammála, og hef ég þó ekki enn séð neinar upplýsingar um málið, annað en að til standi að birta persónulegar fjárhagsupplýsingar þeirra hjóna í umræddu helgarblaði á morgun. Ekki verður betur séð en að um sé að ræða lítt dulbúna atlögu að góðum manni. Allt sem hann hefur gert í nafni Hagsmunasamtaka Heimilanna hefur verið í þágu hagsmuna almennings og í ágætu samræmi við veruleika félagsmanna í samtökunum.

Nú veit ég ekki til þess að Marinó hafi gert neitt af sér, annað en að taka lán fyrir húsnæðiskaupum, og verða fyrir samskonar forsendubresti á þeim gjörningum eins og þúsundir annara Íslendinga. Ef það verður eina innihaldið í umfjöllun Fréttatímans á morgun, þá hefur sá nýji fjölmiðill á undraskömmum tíma stimplað sig inn sem lágkúrulegt sorprit, strax á aðeins áttunda tölublaði frá upphafi útgáfunnar.

Lykilatriðið er samt að það skiptir engu máli hvað einhver maður úti í bæ skuldar mikið, það breytir engu um þann veruleika sem er til staðar. Vandlega rökstuddur málflutningur hlýtur að standa og falla með sjálfum sér en ekki hversu skuldugur flutningsmaðurinn er. Eða afhverju ættu þá ekki fleiri að fá sömu meðferð í umræddum fjölmiðli? Afhverju birta þeir frétt um skuldir Marinós, en ekki t.d. Finns Ingólfssonar eða Davíðs Oddssonar og hver borgaði fyrir einbýlishúsið hans í Skerjafirðinum?

Um leið og ég votta Marinó virðingu mína og skilning á þeirri ákvörðun sem hann tekur, þá langar að mig samt að skora á hann að endurskoða úrsögn sína úr stjórn Hagsmunasamtaka Heimilanna. Það er mikilvægt fyrir okkur sem höfum áhuga á að taka þátt í baráttunni gegn skuldaokri, sem ég vil kalla hina nýju kjarabaráttu, að láta ekki hendur fallast þó að auðvaldsstéttin reyni að senda okkur einhverjar eiturpillur. Þær bíta nefninlega ekki nema við tökum mark á þeim.

mbl.is Segir sig úr stjórn vegna umfjöllunar Fréttatímans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég mun ekki borga flata niðurfellingu hjá lánasukkurunum! Ekki lifði ég hátt á lánuðum peningum í gróðærinu, þó aðrir hafi gert það. Ég er ekkert að fara að borga afskriftir á mönnum eins og marinó!

ari (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 21:50

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Í hvað heldur þú að mútufé ESB fari???

Marínó er ógn við ríkisstjórnina, og ESB vill okkur inn.  Af því verður ekki ef núverandi stjórn fellur, því kverkataka hennar á þjóðinni er eina skýring þess að við erum í innlimunarferlinu.

Þess vegna er málaliðum sigað á Marínó, það þarf bara að þekkja hagsmunina, þá veistu hver borgar hitmönnunum.

Það eru engin takmörk á skítlegu eðli þessa fólks.

Takk fyrir góðan pistil til stuðnings heiðursmanni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.11.2010 kl. 21:54

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég vil nú síður bendla þetta við evrópumálin. Ég held meira að segja að Marinó sé evrusinnaður. Hinsvegar hefur það ekkert með hagsmunabaráttu heimilanna að gera, á þeim vettvangi hefur Marinó staðið sig mjög vel.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.11.2010 kl. 21:58

4 identicon

Tek heilshugar undir áskorunina með þér Guðmundur.  Ekki er ótrúlegt, meira að segja mjög líklegt,  að enn séu spillingarforkólfar á ferðinni hjá Fréttatímanum og reyna að koma Marinó út af borðinu. Helst að sverta hann eins og kostur er og gera hann ótrúverðungan  Það hefur tíðkast hér á landi undan farin ár svo skelfilegt er. Marinó er heilsteyptur í því sem hann er að gera og hann hefur átt aðdáun mín allar götur síðan hann byrjaði fyrir HH. 

Sigurður R. Þórarinsson (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 22:02

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ari: Það er enginn að biðja þig um að borga neitt fyrir aðra. En hvað með hundruðir milljarða sem fyrirtækin hafa fengið niðurfellt, viltu borga það eða hvað? Skuldavandi heimilanna er dropi í hafið samanborið við það sem þegar hefur verið afskrifað til fyrirtækja. Ef heimilin fá ekki heldur neinar leiðréttingar eiga þau þá að standa ein undir leiðréttingum til fyrirtækja? Það sem ekki er hægt að borga verður afskrifað hvort sem þú vilt það eða ekki, spurningin er bara hvort það er gert strax eða eftir að fólk hefur verið keyrt í gjaldþrot og borið út á götuna. Ef þú heldur að það muni reynast samfélagi okkar ódýrt að tugþúsundir verði gerðar heimilislausar, þá þarftu að endurskoða það kostnaðarmat.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.11.2010 kl. 22:11

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur, ég var ekki heldur að spá í evrumálum eða bendla HH við þau, ég var aðeins að benda á uppsprettu þeirra fjármuna sem kosta Fréttatímann.

Eða með öðrum orðum á hagsmunatengslin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.11.2010 kl. 22:17

7 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Nú bíður maður "spenntur" eftir að sjá hve langt Fréttatíminn gengur á morgun. Ef þetta er eingöngu gert til að koma höggi á manninn og engin málefnaleg réttlæting fylgir með þá ætti blaðamannafélagið að grípa inn í.

Hörður Sigurðsson Diego, 18.11.2010 kl. 22:38

8 identicon

Mér finnast þetta sorgleg tíðindi.

Og ef einhverjir eru að koma höggi á hann til að koma HH til að hætta baráttunni, þá vil ég gjarnan vita hverjir það eru.

En Marinó, við höfum treyst á þig. Ég skil samt að þú viljir efna loforð þitt við konu og fjölskyldu. En viljið þið tvö, ekki endurskoða málið.

Þetta gera bara þeir sem eru orðnir hræddir við að HH fái einhverju breytt fyrir almenning.

Svo íhugið málið og takið svo afstöðu til Hagsmunar Heimilunum í landinu

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 23:25

9 identicon

Algerlega sammála, Guðmundur. 

Marinó er einn af örfáum Íslendingum sem eru málefnalegir, hafa 100% tök á þeim málum sem þeir fjalla um, og hafa þor og kjark til að hafa sig í frammi. Ef menn eins og Marínó geta verið rakkaðir niður og settir úr leik með bleyðu- og bolabrögðum þá er engin von fyrir okkur hin.

Marinó þarf að komast á þing, eða á Bessastaði. Sú væri hefndin sæt. Mér er fúlasta alvara.

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 05:31

10 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Mér finnst starf Marinós fyrir HH vera frábært og er fyrir almenning í landinu.

Ari sem skrifar hér að ofan virðist vera brandARI...

Birgir Viðar Halldórsson, 19.11.2010 kl. 09:47

11 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það er sorglegt ef vönduð og málefnaleg barátta Marinós verður drepin með því að fjölmiðlar velti sér upp úr hans persónulegu málum.  Hvort hann skuldar milljón eða milljarð kemur hvorki fjölmiðlum né öðrum við, ég hef lesið talsvert af pistlum hans og aldrei séð að hann blandaði sínum málum í málflutninginn.  Ég tek undir með þeim sem skora á Marinó að láta þetta ekki trufla sig í baráttunni, og ef gerður verður listi með áskorendum óska ég eftir að fá að vera á þeim lista.  Þakka þér fyrir baráttuna Marinó, haltu henni endilega áfram, betri málsvara á ekki alþýða Íslands.

Kjartan Sigurgeirsson, 19.11.2010 kl. 10:38

12 Smámynd: Edda Karlsdóttir

Ari skrifar hér fyrir ofan að hann vilji ekki borga niðurfellingu hjá lánasukkurum! Hann er dæmigerður einstaklingur sem veit ekki alveg út á hvað þetta gengur. Hann virðist t.d. ekki vera með á hreinu að nýju bankarnir yfirtóku lánasafn gömlu bankanna með góðum afslætti. Hirða ágóðann sjálfir og rukka lántakendur samt sem áður að fullu!  Þjófnaður heitir þetta á góðri íslensku. Ari hefur sennilega aldrei tekið lán, hvorki til íbúðakaupa né annars og veit ekki að þegar maður tekur lán þá eru ýmsar forsendur fyrir hendi í sambandi við greiðslugetu og vaxtastig bankanna. Þegar aftur á móti kemur í ljós að bankarnir hafa verið rændir innanfrá og allt hrynur þá verður forsendubrestur í þessu öllu saman. Lántakendur er gert að greiða fyrir (banka)sukkið. Ef svo lántakendur eiga erfitt með að sætta sig við þetta þá eru eigurnar hirtar af lántakendum og færðar í hendur þeim sem ollu hruninu! Þjófnaður heitir þetta einnig á góðri íslensku. Stjórnvöld leggja blessun sína yfir þetta allt og vernda þjófnaðinn bak og fyrir. Það er þetta óréttlæti sem Marinó og HH hafa barist gegn. En Ari skilur þetta ekki því miður og svo er einnig um ýmsa aðra í þessu þjóðfélagi bæði hámenntaða hagfræðinga og stjórnvöld. Hvernig er það annars, var ekki dómur í fyrra eða árið þar áður um verktaka sem fékk afslátt af innkeyptu efni en rukkaði viðskiptavininn samt sem áður að fullu...var þetta ekki dæmt ólöglegt? Átti afslátturinn ekki að koma viðskiptavininum til góða?  Er einhver sem man þetta?

Edda Karlsdóttir, 19.11.2010 kl. 10:48

13 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Kallast þetta ekki einelti? Spyr sem ekki veit neitt um hans samskipti,en jesus grafa og skíta á manorð hans er lágkúralegt,því aðrir komast framhjá öllum ransóknum.Verð að seigja að hér er margt óheiðarlegt í gángi,og það er verið að telja hárinn í raskatinu( sorry þítt beint frá Ítölsku) en svona seigjum við contare i peli al culo.Ljótt og eftir 7 á sem ég hefið búið hér sé ég að lítil samfélög eru ömurleg, einángruð,og hatursöm.Þetta heitir að eyðileggja orðspor hans því hér ríkir stór Mafía,miklu stærri en við viljum viðurkenna.Hvem ær voknum við??

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 19.11.2010 kl. 16:50

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í Fréttatímanum í dag reyndist svo ekkert vera fjallað um persónulega skuldastöðu Marinós, heldur aðeins lítil frétt á bls. 4 um að hann hafi sagt sig úr stjórn HH vegna fyrirspurnar blaðsins þar að lútandi. Þá er einfaldlega spurning hvort það stóð yfir höfuð til að birta slíka frétt, eða hvort ritstjórn blaðsins hafi áttað sig á því í gærkvöldi áður en blaðið fór í prentun að sá fréttaflutningur myndi líklega gera út um orðspor þessa nýja blaðs? Það er eitthvað sem er erfitt að gera sér grein fyrir, en allavega gott að ekkert skyldi verða úr þessu. Nú er bara að vona að Marinó endurskoði úrsögnina.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.11.2010 kl. 17:04

15 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Guðmundur, ég er alveg sammála þér. Ég þekki Marínu af fornu fari og veit að hann er drengur góður.

Brynjólfur Þorvarðsson, 19.11.2010 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband