Meinlegar rangfærslur um IceSave

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var flutt óstaðfest frétt af því að samningsdrög liggi fyrir um greiðslur til Breta og Hollendinga vegna Icesave reikninga Landsbankans. Enn fremur var haft eftir ónafngreindum heimildum að samkomulagsdrögin hafi verið kynnt hagsmunaaðilum, og eru þar á meðal nefnd stjórnarandstaðan og aðilar vinnumarkaðarins.

En hafa drögin verið kynnt fyrir íslenskum skattgreiðendum?

Hafa brezk og hollensk stjórnvöld útskýrt fyrir kjósendum sínum hvers vegna þau eru að krefja íslenska skattgreiðendur um meira en 10% af þjóðarframleiðslu?

Hafi það ekki verið gert hefur helstu hagsmunaaðilum einmitt ekki verið kynnt málið, og fréttin er því einfaldlega röng! Allavega hef ég ekki fengið að sjá þennan samning, en samt virðist vera ætlast til að ég taki þátt í að borga hann.

Svo er líka fullyrt í fréttinni að 40-60 milljarðar kr. muni falla á íslenska ríkið. Ég yrði nú hissa ef ég ætti eftir að sjá það gerast... alveg eins og næstum allir hinir sem mættu til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta mál átti þar með að vera úr sögunni og meintar afturgöngur þess verða kveðnar niður af hörku.

GETRAUN

Ég ætla svo að ljúka þessu í dag með skemmtilegri getraun. Vinningshafi telst sá sem er fyrstur að skrifa rétt svar í athugasemd, og fær að launum lífstíðaráskrift að blogginu mínu, sem er ókeypis. Gátan er svohljóðandi:

Miðað við ofangreinda umfjöllun mætti draga þá ályktun að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins (fyrirtæki) væru að rotta sig saman um að láta almenning borga fyrir IceSave, hvort sem það er nákvæm lýsing á stöðu mála eða ekki. En hvað er annað heiti yfir stjórnarfar, þar sem stjórnvöld og einkafyrirtæki véla saman um þjóðarhagsmuni án þess að leyfa aðkomu almennings?


mbl.is Vextir 3% í Icesave-samkomulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Landráð!

Sigurður Haraldsson, 16.11.2010 kl. 01:07

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Valdnýðsla....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.11.2010 kl. 01:14

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Landráð!

Eyjólfur G Svavarsson, 16.11.2010 kl. 01:24

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Lögbrot...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.11.2010 kl. 01:28

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þöggun...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.11.2010 kl. 01:29

6 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

herforingjastjórn

Hreinn Sigurðsson, 16.11.2010 kl. 01:38

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Enginn hefur ennþá skrifað nákvæmlega það svar sem ég er að leita eftir. Vissulega má færa rök fyrir því að umrædd vinnubrögð feli í sér margt af því sem nefnt hefur verið. Ég er hinsvegar að fiska eftir hugtaki sem lýsir ákveðinni tegund stjórnarfars. (Vísbending: það er ekki kommúnismi.)

Guðmundur Ásgeirsson, 16.11.2010 kl. 01:44

8 identicon

Það mun vera national socalism (nasismi/fasismi)

kristjan (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 02:00

9 identicon

Fasismi, en hver er munurinn á fasisma og kommúnisma. Fasistar vinna með einkageiranum(stórfyrirtækjum)kommúnistar nenna ekki svoleiðis afskiptasemi,heldur þjóðnýta einkafyrirtækin og fullkomna þar með fasismann.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 02:14

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fasismi er rétt svar. (fascism) Og skilgreiningin er frá benna sjálfum.

Ef ég skil þig rétt kristjan þá lítur þú á þjóðernissósíalisma sem fasisma. Það má reyndar líta svo á að dolli og félagar hafi átt lítið skylt við sósíalisma og hafi aðeins notað þjóðernisraus sem yfirbreiðslu. Algengt er að flokka fasisma sem öfgahægristefnu og sem slík á hún ekkert skylt við sósíalisma, hvað þá þjóðernisvitund sem að mínu mati er allt annað fyrirbæri.

Burtséð frá hártogunum um rétta hugtakanotkun, þá tek ég svarið þannig að meiningin sé sú rétta og útfnefni því kristjan sem sigurvegara. Gjörðu svo vel, sigurlaunin eru lífstíðaráskrift að blogginu mínu þér að kostnaðarlausu. Lífstíð á við um þann tíma þessi bloggsíða mun lifa, daglegt eintak má nálgast slóðinni blofs.blog.is. Ef þú vilt kvittun fyrir þessu ýttu þá núna á Ctrl+P.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.11.2010 kl. 02:30

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Guðmundur Ingi: Undir fasisma verða fyrirtækin eins og ríki í ríkinu þar til þau í reynd hafa yfirtekið allt. Undir kommúnisma eru engin fyrirtæki, því ríkið er allt. Útkoman er kannski svipuð en leiðin þangað er önnur. Flest ríki sem við þekkjum, þar með talið öll svokölluð "lýðræðisríki" eru í raun mismunandi blanda af þessu tvennu. Þriðja leiðin, og sú eina sem ég veit um þar sem ekki er annaðhvort ríkið, fyrirtækin, eða bæði að ráðskast með hagsmuni almennings, er hreinræktaður anarkó-kapítalismi sem getur verið jafn grimmur og hann er skilvirkur.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.11.2010 kl. 02:44

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Upphafsmaðurinn Mussolini kallaði þetta first Corporativism, en breytti svo nafnini í Fasismi með tilvísun í fornrómverkst tákn fascio, eða knyppi, klasi etc,

Nafnið gefur til kynna samráð og sérhagsmuni, ekkert ósvipað og uppbygging glæpahringja á borð við mafíuna.

Þetta er nákvæmlega orðið yfir það sem þu ert að lýsa.

Það er ekki óvitlaust, sem kemur fram hér fyrir ofan að það sé aðeins stigsmunur á kommúnisma og þessu.   Hann reyndist þó hamlandi á framleiðni og við fall hans í sovét var nómenkladíunni (dekuraðallinn) úthlutað  kommúnunum og iðnaðinum. Lífsgæðin versnuðu hjá almenningi fremur en annað en margir urðu ofdaríkir á dílnum. 

Hér er verið að framvæma þetta án viðkomu í sósíalismanum, en plan B verður náttúrlega að gera það þannig í gegnum ESB.

Mörg hugtök eru annars yfir þetta sem varla er stigsmunur á Cleptocracy eða ránræði er eitt og ég held að við getum flokkast undir það blæbrigði nú. 

Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2010 kl. 02:45

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Despotismi, átókrasía og óligarkí flýgur að sjálfsögðu einnig í hugann.  Allt eru þetta andhverfur lýðræðis.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2010 kl. 02:50

14 identicon

Hver er munurinn á kúk og skít þegar báðir rúlla.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 02:50

15 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Corporatism er nafnið sem er notað yfir þetta í Bandaríkjunum, því þar eru margir of viðkvæmir fyrir hugtakinu fasisma, en það er samt rétt lýsing á stjórnarfarinu þar. Cleptocracy eða rányrkja er hinsvegar ekkert sérstaklega bundin við kommúnisma eða fasisma heldur getur þrifist í báðum kerfum sem og öllum formum alræðis. Um leið og einhver annar en þú sjálfur kemst yfir peningana þína er alltaf hætta á að hann steli þeim, að lögleiða fyrri hlutann af því ferli (t.d. í formi skattheimtu) gerir eftirleikinn aðeins auðveldari.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.11.2010 kl. 02:54

16 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Guðmundur Ingi: það fer eftir hvort hann er harður og fellur í hausinn á þér úr mikilli hæð þannig að þú rotast, eða mjúkur og blautur þannig að hann smýgur inn um hálsmálið og ermarnar með óbærilega lykt þannig að líður yfir þig. Sá síðarnefndi rúllar jafnvel ekki svo auðveldlega, en hann lekur þá e.t.v.

Góða nótt gott fólk.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.11.2010 kl. 02:58

17 identicon

Hvað kemur þeim arðrænda það við hvað arðránið er kallað hann situr eftir sem áður í súpunni. Að nota mörg orð yfir sama hlutinn þjónar bara arðræningjanum  sem réttlætir arðránið með þvi að segja þeim arðrænda að þetta arðrán sé ekki þetta heldur hitt eins og það bæti arðránið. Ég er jafn dauður hvor heldur ég var hengndur eða skotinn.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 03:09

18 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Á götumáli kallast þetta einfaldlega "bananalýðveldi".

Gunnar Heiðarsson, 16.11.2010 kl. 07:16

19 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Fasismi er hrörnandi kapitalismi.

    - Lenin

Axel Þór Kolbeinsson, 16.11.2010 kl. 10:33

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Iceland is obliged to ensure payment of the minimum compensation to Icesave depositors in the United Kingdom and the Netherlands, according to the Deposit Guarantee Directive.[1] This is the conclusion in a letter of formal notice the Authority sent to Iceland today.

The EFTA Surveillance Authority has the task to ensure that Iceland, Norway and Liechtenstein comply with the terms of the EEA Agreement. The Deposit Guarantee Directive forms part of that agreement. According to the Directive, Iceland was obliged to guarantee for EUR 20.000 per depositor after Landsbanki and its Dutch and British branches, called Icesave, collapsed in October 2008.
http://www.eftasurv.int/press--publications/press-releases/internal-market/nr/1253

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.11.2010 kl. 12:20

21 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Guðmundur Ingi: Ég get svosem alveg tekið undir það að arðrán er arðrán, sama hvaða nafni það nefnist. Burtséð frá hugtakanotkun, þá er alltaf hætta á því þegar einhver annar kemst yfir peningana þína, að hann misnoti þá aðstöðu til að stela frá þér.

Ómar Bjarki: Ég þekki vel þína afstöðu og þú ert ekki að segja mér neinar fréttir með því að vitna í álit eftirlitsstofnunar EFTA, við höfum svosem tekið þá umræðu áður. Í þessum pistli hér er ég hinsvegar ekkert að fjalla um meinta ábyrgð Íslands vegna IceSave eða hvort hún sé yfir höfuð til staðar, heldur að benda á ákveðnar villur í umræddri frétt. Þar er fullyrt að samkomulagsdrögin hafi verið kynnt fyrir hagsmunaaðilum, þegar staðreyndin er sú að þau hafa aðeins verið kynnt fyrir sumum hagsmunaaðilum en alls ekki stærsta hópnum sem á hagsmuni í þessu máli: skattgreiðendum.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.11.2010 kl. 15:55

22 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Góður

Sigurður Sigurðsson, 16.11.2010 kl. 16:35

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jæja vinur, það er gott þið dabbi eruð búnir að fallast á að borga icesaskuldina.  Það er framför.

þetta með greiðslufyrirkomulag umræddrar skuldar þá er það nú þess eðlis að hægt er að deila um til eilífðarnóns - á meðan upp hleðst skaðakostnaður.

Td. er skaðakostnaðurinn núna orðinn amk. ein icesaveskuld vegna fíflagangs og hálfvitaháttar svokallaðra ,,hagsmunaaðila".

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.11.2010 kl. 17:16

24 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hvaða skaðakostnaður er það Ómar. Er ekki ljóst að samningurinn sem gerður var í upphafi var argasta bull.

Sigurður Sigurðsson, 16.11.2010 kl. 18:21

25 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sigurður: Passaðu þig að æsa ekki upp tröllið, það er greinilega að reyna að lokka þig inn í rifrildi um hvort eigi að borga eða ekki. Tilgangleysi slíkrar "rökræðu" kemur best fram í athugasemd #23 þar sem reynt er að leggja mér til skoðanir og kalla það framför, og svo reynt að staðsetja mig í pólitík á allt öðrum stað en raun ber vitni. Endar svo á því að gera lítið úr þeim sem eiga hagsmuna að gæta með tilvísun til almennings undir rós, og kallar þá fífl og hálfvita. Að reyna að rökræða við þannig tröll er bara gildra því það nærist á ósætti, en best leiðin til að forðast gildruna er að hunsa tröllið og láta eins og það sé ekki til því þá fær það ekki næringu, gefst upp og lætur sig hverfa.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.11.2010 kl. 17:22

26 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Já ég veit það er ekki gáfulegt að skrattyrðast við nátttröll.

Sigurður Sigurðsson, 18.11.2010 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband