Stunda líka njósnir í Reykjavík!

Það hefur nú verið upplýst að útsendarar bandarísku leyniþjónustunnar CIA í sendiráðum Bandaríkjanna í Kaupmannahöfn og Osló, hafa stundað leynilegt eftirlit með dönskum og norskum ríkisborgurum. Þeir hafa veitt einstaklingum sem þeir telja grunsamlega eftirför, njósnað um þá, og fært nöfn þeirra ásamt persónulegum upplýsingum inn í bandarískan gagnagrunn.

Nú skyldi fólk ekki halda eitt augnablik að stöðvarstjórn CIA í bandaríska sendiráðinu á Íslandi hegði sér eitthvað öðruvísi. Að minnsta kosti er óhætt að gera ráð fyrir því þar til sýnt hefur verið fram á annað, og það er ekki samsæriskenning heldur einfaldlega raunsæ tilgáta sem byggir á fordæmum. Ég varð sjálfur t.d. nýlega vitni að borgaralega klæddum starfsmanni bandaríska sendiráðsins á Íslandi við eftirlit með mótmælendum í miðbæ Reykjavíkur. Ætli það hafi verið með vitund og vilja íslenskra stjórnvalda? Ég get allavega fullyrt að það er ekki með vitund og vilja íslensks almennings!


mbl.is Eftirlit nauðsynlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bandaríkjamenn stoppa njósnastarfsemi sína í Osló

Hópurinn hafði aðsetur á leynilegum skrifstofum í byggingu við hlið bandaríska sendiráðsins og öllum upplýsingum sem hópurinn aflaði var komið í hendur öryggisdeildar sendiráðsins.

Það sem einkum hefur farið fyrir brjóstið á Norðmönnum er að stór hluti njósnahópsins voru landar þeirra og þá einkum fyrrum lögreglumenn og starfsmenn norska varnarmálaráðuneytisins.

Þá hefur komið fram að norska lögreglan vissi af starfsemi njósnahópsins og þurfti raunar nokkrum sinnum að minna hópinn á að aðeins lögreglan hefði lögregluvald í Noregi.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.11.2010 kl. 12:10

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bandarísk stjórnvöld hafa fullvissað Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs um að njósnastarfsemi þeirra í Osló hafi verið stöðvuð.

Segjast ekki njósna um Norðmenn

Segja Bandaríkjamenn fréttaflutninginn rangan og að eftirlitinu hafi ekki verið beint gegn Noregi eða Norðmönnum.

Utanríkisráðuneytið á Íslandi sagði í gær að kannað yrði hvort bandaríska sendiráðið á Íslandi hafi haft sambærilegt eftirlit með íslenskum þegnum og þá hvort það hafi verið gert í samráði við íslensk stjórnvöld. Laura Gritz, talsmaður bandaríska sendiráðsins á Íslandi, sagði í yfirlýsingu í gær að bandarísk yfirvöld veiti ekki nákvæmar upplýsingar um hvernig staðið sé að öryggismálum.

Bandaríkjamenn segjast ekki gefa upplýsingar um hvernig staðið sé að öryggismálum. Samt segjast þeir ekki hafa njósnað um Norðmenn. En segjast líka vera hættir því. Einkennilegur tvískinnungur, hvernig er hægt að hætta einhverju ef það var aldrei gert, og hversu mikið er að marka þetta þegar það er viðurkennt að sannleikurinn er ekki gefinn upp?

Hverju á maður að trúa? Ekki svona fyrirslætti a.m.k.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.11.2010 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband