Selja meira?

Hvers vegna eru Íslendingar svona óðfúsir að innleiða siðvenjur annara menningarsvæða? Í ljósi þess hverjir það eru sem eru hvað duglegastir að auglýsa slíkt (kaupmenn) er eina skýringin sem mér dettur í hug sú sem kemur fram í fyrirsögn þessarar færslu. Hættan er hinsvegar sú að til lengri tíma geti það orðið á kostnað íslenskrar þjóðmenningar, sem eins og allir vita sem orðnir eru tvævetra er ein sú merkilegasta meðal núlifandi þjóða í heiminum og okkur ber því að standa vörð um.

Hrekkjavaka er ekki íslensk hátíð frekar en þakkargjörðarhátíð eða ramadan. Í mínu ungdæmi tíðkaðist það að ungmenni klæddu sig í heimatilbúna grímubúninga og gengu í hús að safna sælgæti á öskudaginn. Þá var hrekkjavaka eitthvað sem við þekktum aðeins úr bandarískum bíómyndum sem sýndar voru í sjónvarpi, grasker fengust ekki í Kaupfélaginu og engum heilvita kaupmanni datt í hug að bjóða til sölu verksmiðjuframleidda grímubúninga, því allir bjuggu til sína eigin búninga heima og það var meira að segja stór hluti af skemmtuninni. Látum ekki valta yfir góða og gilda þjóðlega siði með erlendum tökuhátíðum, því þá verður menning okkar fátækari fyrir vikið. Jafnvel í peningum talið líka!


mbl.is Skera út grasker í Kringlunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Gæti ekki verið meira sammála Guðmundur. Við þurfum að skera upp herör gegn þessari neyzluhyggju sem kaupmenn vilja koma hér á. Halloween og valentine og hvað þetta heitir eru erlendir siðir og engin ástæða til að festa þá í sessi í íslenskri menningu.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.10.2010 kl. 03:03

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vel á minnst, Valentínusardagur dregur nafn sitt af kaþólskum dýrlingi.

Síðast þegar ég vissi er það hin tegundin af kristni sem er ríkistrú á Íslandi.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.10.2010 kl. 08:30

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mikið sammála þessu. Ótrúlegt að þetta skuli koma frá manni á þínum aldri. Hefði ég sagt þetta er ég viss um að allir sem lásu hefðu bara brosað góðlátlega að þessu blessaða gamalmenni sem ennþá lifði í þeirri trú að Hannes Hafstein væri ráðherra.

Árni Gunnarsson, 28.10.2010 kl. 13:48

4 Smámynd: Ómar Gíslason

Alveg hjartanlega sammála þér Guðmundur og mér hefur alltaf fundist þetta allt of mikil neysluhyggja eins og Jóhannes segir. Við eigum að kveikja lífi í okka siði en ekki taka allt að utan og láta þá festast í sessi.  

Ómar Gíslason, 28.10.2010 kl. 13:52

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Árni: Ég hef nú stundum verið álitinn gömul sál þó skrokkurinn sé ungur.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.10.2010 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband