Fjármagnaði FL Group skipulagða glæpastarfsemi?
15.10.2010 | 02:28
"er meðal annars haft eftir Tevfik Arif, stjórnarformanni Bayrock LLC, að mikil tilhlökkun sé fyrir hendi hjá forsvarsmönnum bandaríska félagsins að starfa með FL." ... "Sá hinn sami Arif var handtekinn fyrir um tveimur vikum í Tyrklandi og ákærður fyrir aðild að rekstri alþjóðlegra vændis- og mansalshringja."
Úff. Hverskonar vitleysu voru þeir eiginlega komnir út í þarna hjá FL Group? Nú er ég alls ekki að halda því fram að þeir hafi viljandi verið að taka þátt í svona löguðu, en hafi það verið óafvitandi hljóta þeir að hafa látið plata sig mjög illa ef svona er í pottinn búið. Maður yrði reyndar ekki mjög hissa ef í ljós kæmi að þetta hafi verið meðvitað og viljandi, miðað við það hvernig íslensk fjármálafyrirtæki hafa á undanförnum árum fengið að stunda skipulagða glæpastarfsemi lítt- eða óhindruð. En ég ætla ekki að dæma um það fyrirfram, vona bara að réttlætið nái fram að ganga í þessu máli sem og öðrum.
Hugsanleg fjársvik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.