Barroso: ESB er mótvægi við lýðræðisleg stjórnvöld

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, José Manuel Durrão Barroso, hefur sett fram ein af fáum algerlega heiðarlegum rökum fyrir sameiningu Evrópu. Hann gefur í skyn að ESB sé mikilvægt, einmitt vegna þessþað er ekki lýðræðislegt. Fengju lýðræðislega kjörnar ríkisstjórnir að vaða uppi gætu þar tekið upp á allskonar vitleysu, bara til að þóknast kjósendum sínum:

"Governments are not always right. If governments were always right we would not have the situation that we have today. Decisions taken by the most democratic institutions in the world are very often wrong."

Eða í lauslegri þýðingu: "Ríkisstjórnir hafa ekki alltaf rétt fyrir sér. Ef svo væri stæðum við ekki frammi fyrir þeim veruleika sem nú er uppi. Jafnvel lýðræðislegustu stofnanir í heiminum taka oft rangar ákvarðanir."

Meira um það hérna: The EU is an antidote to democratic governments, argues President Barroso

Svipað viðhorf birtist í málflutningi Herman van Rompuy, forseta ESB. Hann vill koma á reglu um eitthvað sem kallast "öfugur meirihluti" til þess að komast í kringum neitunarvald einstakra þjóðríkja.

Meira um það hér: Herman Van Rompuy announces a new 'reverse majority rule' to get around the national veto


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Vonandi berum við gæfu til þess að ganga aldrei inn í ESB. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.10.2010 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband