Klikkaðar hugmyndir um eftirlitsríki

Líklegast er talið að gjaldtakan verði sjálfvirk og síðar verði svo hægt að taka upp gjaldtöku með GPS tækni þar sem upplýsingar um akstur bíls á gjaldskyldum vegarkafla eru sendar til innheimtustöðva í gegnum gervihnetti. ... Verði vegtollarnir innheimtir með aðstoð gervihnattar má gera ráð fyrir að í öllum bílum verði tölvukubbur, staðsetningartæki, sem tengist gervihnettinum. Gervihnötturinn sendir gögn um staðsetningu í gegnum GPS staðsetningarkerfið.

Að ríkið fái semsagt að njósna um ferðir fólks með GPS tæki í gegnum gervihnött? Ég er vonandi ekki einn um að þykja slíkar hugmyndir stórhættulegar! Fyrir forræðishyggjukomma eins og þá sem sitja nú tímabundið á valdastólum hljómar þetta eflaust eins og blautur draumur. En bíllinn minn er hvorki með GPS tæki né fjarskiptatengingu, og ég mun aldrei, ég endurtek: aldrei, samþykkja slíkan búnað sem hægt er að nota til að njósna um ferðir manns.


mbl.is Veggjöld um GPS í stað eldsneytisskatta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mikid er eg samala ter en tetta med gps taeki er bara birjunin naest vilja teir setja microchip i hendina a ter

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 11:35

2 identicon

Það er albiluð hugmynd að láta sér detta í hug að setja njósnatæki í bílana.Það er morgunljóst að næst mun lögreglan krefjast aðgangss af svona tækni.Svona tæki fer aldrei í mína bíla

sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 12:39

3 Smámynd: kallpungur

Ekki skulum við fara halda því fram að Steinki hafi ekkert lært á námsárum sínum í Austur-Þýskalandi. STASI kunni líka að fylgjast með fólkinu. Þar fylgdist hálf þjóðin með hinum helmingnum. Draumaríki Steinka og hans fylgismanna er jú sæluríki Sósíalismans.

kallpungur, 4.10.2010 kl. 13:08

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jamm, og meðan allir eru uppteknir við að fylgjast með hvorum öðrum fylgist enginn með því hvað valdhafarnir eru að aðhafast. Slík aðferðafræði flokkast undir það sem kallast að "deila og drottna", og á líka margt sameiginlegt með svepparækt en sveppir eru aldir í myrkri og nærðir á skít.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.10.2010 kl. 13:12

5 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Þetta er sérstakt áhugamál einhvers í samgönguráðuneytinu eða tengdum stofnunum. Reglulega er reynt að troða þessu fjárans GPS sendum á bílana okkar. Þessi skerðing á lýðfrelsi er óhuggleg og ef ekki verður spyrnt við af krafti er hætta á að einhverjir ríkisforsjársinnar taki þessum hugmyndum fegins hendi sem nýju vopni til að berja á borgurum og frjálsri hugsun í landinu.

Helgi Kr. Sigmundsson, 4.10.2010 kl. 13:12

6 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Mætum á Austurvöll í kvöld og mótmælum þessum áformum!

Kjartan Sigurgeirsson, 4.10.2010 kl. 14:44

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já, ásamt mörgu öðru! Á Eyjunni var þetta haft eftir Steingrími J.:

"Látum heimili fólks í friði"

Ég legg til að það verði slagorð mótmælanna í kvöld.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.10.2010 kl. 15:42

8 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það gæti líka verið eitthvað á þá leið. "Látið okkur í friði og snautið heim"

Kjartan Sigurgeirsson, 4.10.2010 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband