Bandaríkjadalur lækkar niður fyrir 0,74 Evrur
27.9.2010 | 14:45
"Evran hefur hækkað gagnvart Bandaríkjadal og er komin yfir 1,35 Bandaríkjadali á gjaldeyrismörkuðum."
Fréttin gæti líka verið svona án þess að merking hennar breytist: "Bandaríkjadalur hefur lækkað gagnvart Evru og er kominn niður fyrir 0,74 Evrur á gjaldeyrismörkuðum."
Það vill nefninlega því miður oft gleymast að gengi gjaldmiðla, sem eru ekkert nema pappír og ekki ávísun á neitt nema meiri pappír, eru afstæðar breytur. Það er ekki Evran sem er að styrkjast núna, enda engin tilefni til þess heldur þvert á móti, það er dalurinn sem er að veikjast. Gagnvart krónunni hefur Evran meira að segja veikst örlítið í dag frá því fyrir helgi, en sé litið á heildarmyndina eru raunverulega allir pappírsgjaldmiðlar í frjálsu falli um þessar mundir.
Evran komin yfir 1,35 dali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:49 | Facebook
Athugasemdir
"gengi gjaldmiðla, sem eru ekkert nema pappír og ekki ávísun á neitt nema meiri pappír"
Ég er að mestu leiti sammála þessari færslu, ef að undan er skilið þetta.
Gjaldmiðill er skuldabréf, útgefið af Ríki, sem að hefur enga loka-dagsetningu og ber enga vexti. Verðmæti hans ræðst því af þjóðarframleiðslu, viðskiptajöfnuði, hagstjórn og framtíðarhorfum viðkomandi Ríkis.
Að mínu mati er besta viðmiðið Olía sem er á milli 60% og 70% allra milliríkjaviðskipta og svo verð á Kopar og Járngríti.
Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 20:17
Þetta átti að sjálfsögðu að vera Járngrýti.
Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 20:48
"Ber enga vexti..." Þorsteinn? Þarna snertirðu nú á enn einni afstæðninni. Þú getur ekki fullyrt þetta um eðli gjaldmiðla frekar en Guðmundur. Raunar held ég að hann sé nærri lagi, allavega þegar litið er til dollars.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.9.2010 kl. 23:53
Svo er það líka spurning, ef við höldum áfram með dollarinn, hvort það er ríkið, sem gefur seðla út sem skuldabréf. Federal Reserve er ekki ríkið, heldur aflimað frá því og afhendir einmitt ríkinu þennan pappír gegn beinhörðum ríkiskuldabréfum. Mesta racket og scam sögunnar, ef þú spyrð mig.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.9.2010 kl. 23:56
"Evran hefur hækkað gagnvart Bandaríkjadal og er komin yfir 1,35 Bandaríkjadali á gjaldeyrismörkuðum."
Þú segir: ,,Fréttin gæti líka verið svona án þess að merking hennar breytist: "Bandaríkjadalur hefur lækkað gagnvart Evru og er kominn niður fyrir 0,74 Evrur á gjaldeyrismörkuðum."
Þetta er ekki rétt hjá þér. Ef evran hefur hækkað verðgildi sitt gagnvart dollar sem staðið hefur í stað, þá getur fyrirsögnin aldrei orðið sú að dollar hafi lækkað gagnvart evru og þess vegna hafi evran hækkað.
Valsól (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 07:37
Valsól: Það er einmitt málið að dollarinn hefur ekkert verið að standa í stað heldur lækka, á meðan Evran hefur hinsvegar staðið í stað. Þar sem gengi eins gjaldmiðils gagnvart öðrum er aðeins afstæð breyta, þá er ég að reyna að benda á með færslunni að báðar eftirfarandi fullyrðingar eru réttar:
Þar sem um afstæðar stærðir er að ræða þá þýða báðar þessar fullyrðingar í raun það sama, ef samhengið er aðeins gengismunur þessara tveggja gjaldmiðla. Sé hinsvegar litið til fleiri afstæðra breyta eins og verðs á hlutabréfum, olíu, gulli, áli, o.fl. sem er verðlagt í dollurum, þá hefur það allt verið að hækka sem þýðir að fleiri dollara þarf til að kaupa það sama og áður. Gagnvart þeim sem hefur tekjur sínar í dollurum jafngildir það lækkun kaupmáttar. Kaupmáttur evrunnar í þessu dæmi hefur hinsvegar haldist óbreyttur, þ.e. getur keypt jafn mikið af olíu eða áli o.fl. og áður.
Tilgangurinn með því að benda á þetta er að vekja fólk til umhugsunar um hvernig ólík framsetning frétta getur haft áróðurskennd áhrif. Það virkar jú allt öðruvísi á þann sem ekki veit og skilur að lesa um "styrkingu evru" heldur en "veikingu dollars", jafnvel þó að merkingin sé í raun sú sama
Jón Steinar: Hjartanlega sammála þér um "Alríkis Varasjóðinn" (Federal Reserve), stofnunin sú er ekki í eigu alríkisins og hefur enga varasjóði, heldur er einhver mesta svikamylla samtímans.
Þorsteinn Jónsson: Reyndar eru mestallir peningar á vesturlöndum gefnir út á vöxtum (búnir til með vaxtaberandi útlánum). Vextina af gjaldmiðlinum sjálfum greiðir þú hinsvegar ekki á hefðbundinn hátt, heldur með leyndum hætti sem kallast verðbólga og rýrir sífellt kaupmátt gjaldmiðilsins. Hér á Íslandi hefur slík kaupmáttarrýrnun upp á 2,5% á ári verið yfirlýst markmið peningastefnu seðlabankans undanfarin ár. Þegar húsnæðislán landsmanna eru í allt öðrum gjaldmiðli (verðtryggðum krónum) sem tapar ekki verðgildi sínu með sama hætti, þá er voðinn vís því áhrifin verða þau sömu og á gengislán þegar gengið fellur. Þetta er allt afstætt, látið aldrei blekkjast af föstum krónutölum því sama krónutala er oftast minna virði þegar þú notar peningana þína heldur en þegar þú aflaðir þeirra.
Guðmundur Ásgeirsson, 28.9.2010 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.