Orsök eða afleiðing?
20.7.2010 | 19:16
"Matsfyrirtækið Fitch Ratings telur dóma Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána ógna stöðugleika íslenska fjármálakerfisins"
Með þessum ummælum hefur matsfyrirtækið skipað sér með afgerandi hætti í gæslusveit annarlegra sjónarmiða. Paul Rawkins framkvæmdastjóri Fitch virðist ekki gera sér grein fyrir þeirri einföldu staðreynd að niðurstöður dómsmála eru ekki orsök heldur afleiðing lögbrota. Ef leiðrétting ólögmætra lána felur í sér erfiðleika fyrir fjármálafyrirtæki, þá er það bein afleiðing af lögbrotum í starfsemi fyrirtækjanna sem þau geta sjálfum sér um kennt. Rawkins bendir á dóminn sem vandamál, en það sem hann tekur ekki fram er að til leysa það "vandamál" væri eina leiðin að láta almenning eða stóran hluta hans (45.000 lánþega) bera tjónið af brotunum. Í sannleika sagt er það hinsvegar ekki dómurinn sjálfur sem er vandamálið, nema kannski í augum "fjármálasnillinga" sem vilja láta almenning borga brúsann fyrir lögbrot sín.
Dómar Hæstaréttar ógna stöðugleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Gengistrygging | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:00 | Facebook
Athugasemdir
Veðja fremur á mátt fjöldans til viðreisnar. Fitch hefur reynst okkur dýr með spádómum sínum
Huckabee, 21.7.2010 kl. 11:01
Hvenær breytast spádómar í kaupdóma ?
Haraldur Baldursson, 21.7.2010 kl. 12:10
Fitch Ratings er greinilega ekki búið að samþykkja það að lögbrot komi sér illa fyrir lögbrjótinn. Venjan er að sá sem fyrir lögbrotinu verður beri skaðann.
Árni Gunnarsson, 21.7.2010 kl. 16:39
Hárrétt Árni. Nú hafa bankarnir allir skilað talsverðum hagnaði þrátt fyrir hrunið, a.m.k. á pappírum. Hluti þess hagnaðar er afrakstur lögbrota, en ef þeir fá að halda þeim hlut væru skilaboðin þau að glæpir borga sig.
Guðmundur Ásgeirsson, 21.7.2010 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.