Hvenær var ríkisábyrgð heimiluð?
14.7.2010 | 14:58
Nú er komið í ljós að ólögleg lánastarfsemi Avant, sem leiddi til gjaldþrots fyrirtækisins, sem leiddi til gjaldþrots móðurbankans Askar Capital, hefur leitt til þess að skuldabréf þaðan sem notuð voru til að endurfjármagna Sjóvá eru nú orðin verðlaus. Þannig virðist það eina sem kemur í veg fyrir gjaldþrot Sjóvar í annað sinn, vera ríkisábyrgð sem sett var á skuldabréf Askar Capital sem notuð voru við endurfjármögnunina.
Bóluhagkerfið er greinilega enn við lýði, með krosstengslum og öllu. Hafa þessir sjálfskipuðu fjármálasnillingar aldrei heyrt talað um "dependency graph", einfalt verkfæri sem hjálpar mönnum að fyrirbyggja svona keðjuverkanir? Þeir hefðu kannski gott af því að fá endurmenntun um það í hverju raunveruleg verðmæti felast, þau er allavega ekki að finna í fjármálakerfinu!
En maður veltir því óhjákvæmilega fyrir sér á grundvelli hvaða heimilda var sett ríkisábyrgð á verðlausar skuldarviðurkenningar glæpamanna? Fjárveitingarvaldið er hjá Alþingi, og það eitt getur veitt slíka ábyrgð sem kallað gæti á fjárútlát úr ríkissjóði. Hafi slík ákvörðun verið tekin af öðrum en Alþingi er það klárlega stjórnarskrárbort og kann eftir atvikum að varða við lög um ráðherraábyrgð líka.
Þetta er allt saman helvítis fokking fokked, Kevin Bacon hagfræði sem stenst ekki í raunveruleikanum. Mistökin liggja öðru fremur í því að fólk sem kunni ekki til verka reyndi að endurreisa gamla öfugsnúna kerfið með öllum sínum innbyggðu göllum. Við þurfum að fá nýtt fjármálakerfi byggt á heilbrigðum rekstrargrundveli og haldbærum verðmætum sem þjónar hagsmunum almennings en ekki fjármagnsins!
Áfram Ísland !
Skuldabréf Aska tryggð með ábyrgð ríkissjóðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Gengistrygging, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:05 | Facebook
Athugasemdir
Sæll annað hrun er komið.
Sigurður Haraldsson, 15.7.2010 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.