Bankahrun #2 að hefjast

Ég hef á tilfinningunni að þau mistök að gera ekki ráð fyrir ólögmæti gengistryggingar við flutning lánasafna yfir í nýju bankana, muni valda öðru bankahruni sem nú sé hafið. Avant, eitt af þremur eignaleigufyrirtækjum er farið niður og tekur móðurbankann Askar Capital með sér í fallinu. Örlög fyrirtækisins hljóta nú að vera í höndum kröfuhafa, þar á meðal margra sem eru fyrrverandi lánþegar og eiga endurkröfu vegna ofgreiddra afborgana. Ég er búinn að vera að reyna að vara fólk við þessu lengi, því nú er hætta á að heimturnar verði rýrar og jafnvel engar.

Við gjaldþrotaskipti Lýsingar munu veðkröfur Deutsche Bank líklega njóta forgangs og ekkert verður afgangs fyrir aðra kröfuhafa, þ.e. lánþega sem hafa þegar ofgreitt sín lán. Stærsti aðilinn á þessum markaði og mesta glæpahreiðrið er hinsvegar SP Fjármögnun, og þegar það fer niður þá er sá möguleiki fyrir hendi að það taki móðurfélagið Landsbankann með sér. Tala ekki um þegar farið verður að endurmeta gengistryggð fasteigna- og fyrirtækjalán sem voru flest lánuð beint frá bankanum sjálfum, og það sama gæti átt við hina stóru bankana tvo líka áður en yfir lýkur.

Mikil er ábyrgð þeirra sem hunsuðu viðvaranir í rúmt ár um að svona kynni þetta að fara. Persónulega myndi ég ekki borga krónu til neins þessara fyrirtækja á meðan ég teldi mig ennþá eiga eitthvað inni þar vegna gengistryggingar, heldur halda greiðslunum eftir sem tryggingu þar til að endanlegu uppgjöri kemur, sem eins og í þessu tilviki gæti endað í gjaldþrotameðferð. Sjá einnig tilmæli Hagsmunasamtaka Heimilanna til lántaka.

Bankahrun #2 er að hefjast. Vinsamlegast náið í poppkornið og fáið ykkur sæti.

Guð blessi Ísland!


mbl.is Askar óska eftir slitameðferð - bráðabirgðastjórn skipuð í Avant
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það eru margir mánuðir síðan ég bloggaði um að annað bankahrun væri á leiðinni, ekki gat ég tímasett það nákvæmlega en gef því tímann frá haustinu og til áramóta.  Þetta lá nokkuð ljóst fyrir þegar það var ljóst hvernig "ríkisstjórn fólksins" ætlaði að taka á málefnum bankanna, það var einungis sett fjármagn inn í þá til að þeir gætu starfað til skamms tíma.  Það er engin breytin að færa tómann kassa frá einum stað til annars.

Jóhann Elíasson, 13.7.2010 kl. 17:47

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Góð grein og þörf.

Sigurður Sigurðsson, 13.7.2010 kl. 18:03

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta hrun núna er algerlega í boði núverandi stjórnar. Stjórnvöld voru vöruð við, en kusu að hlusta ekki á þær aðvaranir.

Gunnar Heiðarsson, 13.7.2010 kl. 19:33

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Við vorum og erum með of stórt bankakerfi. Það ætti því að sameina eitthvað í þessum geira og leyfa öðru að fara veg allrar veraldra. Það eru jú erlendir lánveitendur gömlu bankanna sem eiga stærstan hlut í þeim. Fjárfestingar tapast - þannig er það. Ef þessir erlendu lánadrottnar eru að tapa hér peningum þá var það bara þeirra áhætta frá upphafi.

En orðið á götunni er samt það að "góðar fjárfestingar" þ.e. önnur lán en gengistryggðu lánin hafi verið færð annað fyrir löngu síðan og að það hafi verið búist við að þessar kennitölur yrðu gjaldþrota.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 13.7.2010 kl. 21:50

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er nákvæmlega að gerast það sem ég varaði við þegar bankarnir voru endurreistir að það hefði verið gert á fáránlegum forsendum og fólkið ekki haft með í ráðum, skuldirnar voru metnar sem eign þótt þær hefðu verið stökkbreyttar og fæstir getað borgað! Hvernig átti það að fara öðruvísi en bankakerfið færi beina leið á hausinn aftur! Og það er ekki einu sinni búið að borga okkur krónu til baka af ólögmætu lánunum margir flúnir land og sumir tekið líf sitt stjórnvöld sitja enn þetta er brjálæði

Sigurður Haraldsson, 13.7.2010 kl. 23:47

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég get lofað ykkur því að þetta fólk í forsvari fyrirtækjanna sem eru að fara undir hafa gert sína heimavinnu og komið "hagstæðum lánum" undan. Bankakerfið er ekkert að fara að hrynja aftur - það er hræðsluáróður. Ríkið "þarf" ekki að setja meira fé í það, nema undan þrýstingi AGS. Nú er kominn tími til að draga saman í bankakerfinu, fremur en hjá ríkinu. Við þurfum ekki að halda uppi þessu allt of stóra bankakerfi - það er fásinna.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.7.2010 kl. 00:26

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Lísa það er rétt hjá þér við þurfum ekki þetta stóra bankakerfi en það er bara of seint að stöðva seinna hrunið það er orðið að veruleika vegna þess að stjórnvöld hlustuðu ekki á almenning ætluðu bara að láta hann borga!

Sigurður Haraldsson, 14.7.2010 kl. 01:30

8 identicon

Maður skilur ekki enn hvers vegna SBÍ og FME ákváðu að reyna að vernda lögbrjótana. Ekki jók það traustið í þjóðfélaginu. Nú er flestum sama þótt þetta færi allt til andskotans því flestum finnst þetta þegar vera farið þangað.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 01:39

9 Smámynd: Hafþór Baldvinsson

Er það ekki alltaf þannig að fjármagnið finnur sér undankomuleið? Að láta fjármögnunarfyrirtækin sem lánuðu s.k. gegnistryggð lán falla hvert af öðru og láta síðan slitastjórnir um skítverkið?

Ég er sammála Lísu um að bankakerfið sé of stórt. Áður en bankarnir voru einkavæddir rembust þeir við að fækka útibúum, fækka starfsfólki og draga úr öllum kostnaði, nema auðvitað laxveiðikostnaðinum.

Guðmundur ég er ekki viss um að það verði annað hrun. Ég held að það sem er að gerast er að þessi fyrirtæki eru að aðlaga sig að raunvirði og það verður aðeins gert með falli þeirra eins ótrúlegt og það kann að virðast.

Kröfurnar verða áfram til en eins og þú minnist á þá er spurning um forgangskröfur og mér segir svo hugur um að lántakendur sem eiga hugsanlega inni hjá þessum fyrirtækjum muni fá heldur rýrar ef nokkrar greiðslur. 

Sjá tilmæli Hagsmunasamtaka Heimilanna til lántaka mætti standa víðar.

Hafþór Baldvinsson, 14.7.2010 kl. 02:04

10 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Mér finnst Grefillinn Sjálfur einmitt hafa rekið naglann á höfuðið í síðustu málsgrein ath. # 9 : " Nú er flestum sama ..............o.frx. "

Með kv. , KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 14.7.2010 kl. 10:56

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég er sammála því Kristján. Þetta er allt á leiðinni aftur til andskotans, vegna þess að í stað þess að byggja upp nýtt heilbrigt fjármálakerfi, þá var hamast við það af einhverjum óskiljanlegum hvötum að endurreisa gamla kerfið með öllum sínum göllum, þar á meðal þeim sömu og orsökuðu fyrra hrunið.

Dæmi: Nú er komið í ljós að þegar Sjóvá var bjargað af ríkinu var fyrirtækið endurfjármagnað að stóru leyti með skuldabréfum frá Askar Capital, sem eru núna verðlaus vegna þess að Askar eru gjaldþrota, sem er vegna þess að dótturfyrirtækið Avant er gjaldþrota, sem er vegna þess að þar voru aðallega veitt bílalán með ólöglegri gengistryggingu sem nú er búið að dæma gegn. Það eina sem heldur Sjóvá uppi er að því virðist ríkisábyrgð á þessum verðlausu skuldabréfum, sem ég set þó spurningamerki við hvort standist stjórnarskrá því aðeins Alþingi er heimilt að veita slíka ábyrgð. Þannig eru það enn á ný lögbrot, krosstengsl og bólu"verðmæti" sem verða kerfinu að falli í annað sinn.

Þetta er alltsaman helvítis fokking fokked!

Við þurfum nýtt fjármálakerfi byggt á heilbrigðum rekstragrundvelli sem þjónar hagsmunum almennings en ekki fjármagnsins. Það fáum við ekki með því að reyna að endurreisa gamla öfugsnúna kerfið.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.7.2010 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband