FME og SÍ vanvirða hæstarétt og vernda glæpamenn
1.7.2010 | 00:15
Fyrir utan að taka stöðu með glæpasamtökum gegn almenningi, hafa Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið gerst sek um að hvetja til lögbrota eins og Hagsmunasamtök Heimilanna og Samtök Lánþega hafa útlistað í gagnrýni sinni sbr. tengda frétt. Fyrir utan þær röksemdir sem nefndar hafa verið varðandi rétt neytenda skv. 36. grein laga nr. 7/1936 og neytendaverndartilskipun Evrópusambandsins 93/13/EBE, þá er alltaf eitthvað sem fer fyrir ofan garð og neðan í öllum hasarnum. Það virðist til dæmis enginn hafa tekið eftir því að líka er hvatt til þess að dómar hæstaréttar verði hafðir að engu.
Í tilmælum SÍ og FME segir: "með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum óverðtryggðum útlánum eða ef verðtrygging er valin lægstu vöxtum á nýjum almennum verðtryggðum útlánum"
Í dómi héraðdóms í máli NBI gegn Þráni ehf. sem var staðfestur af hæstarétti segir hinsvegar: "miða verði við upphaflegan höfuðstól auk áfallinna vaxta, en að ekki sé heimilt að reikna annars konar verðtryggingu í stað gengisviðmiðunar."
Þarna er ekki bara hvatt til lögbrota heldur einnig að dómsvaldið sé beinlínis virt að vettugi, en slík íhlutun af hálfu framkvæmdavalds er lögbrot í sjálfu sér, sem Seðlabankinn og FME hafa nú framið og er skjalfest á vefsíðum þeirra. Ekki nóg með að þessar stofnanir verndi glæpasamtök í fjármálageiranum heldur hafa þær nú slegist í hóp þeirra!
Hverskonar bananalýðveldi er þetta eiginlega orðið?!
Segir hvatt til lögbrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Gengistrygging | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Í menningarríkjunum væri þetta kallað valdarán.
Einar Guðjónsson, 1.7.2010 kl. 00:23
Fólk ætti að debonera í stórum stíl.. Þetta er orðið skrípaleikur, allar aðgerðir sitjandi stjórnar frá stofnun hennar.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.7.2010 kl. 00:52
Debonera? Hvað með að reikna bara lánin sjálfur upp á nýtt og greiða samkvæmt því. Þá mun koma í ljós að flestir eiga inneign og eiga því ekkert að borga þar til inneignin hefur verið greidd út eða gerð upp með öðrum hætti. Eftir það greiði fólk eingöngu samkvæmt gildandi skilmálum. Glæpafyrirtækin munu líklega ekki þola það nema í mesta lagi fram á haust áður fer að þrengja verulega að lausafjárstöðu þeirra og þá gæti orðið erfitt fyrir fólk að ná út þeirri inneign sem það á nema hreinlega að beita fullnustuaðgerðum. Kaldhæðni örlaganna mun ná hámarki þegar glæpamennirnir falla á eigin bragði.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.7.2010 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.