Meirihluti vill afturkalla ESB umsókn
6.5.2010 | 21:16
Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni birti í dag niðurstöður vefkönnunar þar sem spurt var: "Á Ísland að draga umsókn um inngöngu í ESB til baka?" Skýr meirihluti þáttakenda vildi draga umsóknina til baka eða 62%, og 13% að auki sögðust vilja fresta henni. Samtals eru það 75% sem virðast vera sammála um að aðildarumsóknin sé a.m.k. ótímabær að svo stöddu.
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkur: Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 21:17 | Facebook
Athugasemdir
Þessi niðurstaða er í samræmi við skoðanakannanir. Þjóðin vill ekki inn í ESB og við eigum að draga umsóknina tilbaka ekki seinna en strax.
Páll Vilhjálmsson, 6.5.2010 kl. 21:37
Hvenær ætli Jóhanna og Steingrímur átti sig á því að við þjóðin ætlum ekki að ganga inn í ESB? Á næstu árum, eða vonandi aldrei. Það virðast vera til endalausir peningar í þessar könnunarviðræður, sem eru víst bara aðlögun laga að lögum ESB að því sem ég skil. Ég er vonandi að misskilja þetta, annars er okkur hætta búin.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.5.2010 kl. 02:40
Ég hef alltaf verið á móti ESB..Við verðum gleypt ef við förum þarna inn...Okkar eld og eimyrju spúandi land býr nefnilega yfir fleiri kostum fyrir ESB en við kanski gerum okkur grein fyrir...fínt ef við værum nu búin að afreka að koma rafmagni til Evrópu via sæstreng...það þarf ekki annað en að koma með nokkur tanksip reglulega og tappa af ánum okkar til að ná sér í vatn..og hvað með ef að er olía á Drekasvæðinu?
Við 300.000 hræður höfum ekkert að segja og svo eru náttúrulega ekki allar þessar hræður með kosningarétt..
Svo má ekki gleyma að Ísland væri ákjósnlegt sem nuclear vaste pyt...einöngruð eyja...
Kanski er ég svartsýn..eða er ég svona hrikalega raunsæ..
Það er stóra spurningin...
Agný, 7.5.2010 kl. 04:10
súrrealismi = ofurraunsæi !
Guðmundur Ásgeirsson, 7.5.2010 kl. 04:22
Guðmundur - ég vil frábiðja mér það að þurfa að lesa ( verð alltaf að lesa það sem þú skrifar ) svona lagað. Þetta gengur þvert á vilja Jóhönnu sem er líka vilji Steingríms nema þegar vilji Steingríms er vilji Jóhönnu eða vilji G.Brown er vilji þeirra beggja - sem er yfirleitt.
Þessi samsuða mín er slík þvæla að hún gæti verið ættuð frá einhverju þeirra þriggja.
En semsagt - ekki svona - ég vil endilega að Jóhanna gangi í ESB - og fari þangað.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 7.5.2010 kl. 06:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.