Hvenær fáum við reikninginn?
21.4.2010 | 05:05
Fjármálakreppan kostaði að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 2,3 billjónir dala, jafnvirði 291 billjónar króna.
Úff, hvenær kemur reikningurinn? Hr. Strauss-Kahn hlýtur að senda hann beint til Steingríms og Jóhönnu, þau eru svo viljug að taka að sér að borga allskonar drasl fyrir aðra. Svo sagði Gordon Brown líka að þetta sé allt saman Íslendingunum að kenna.
Fjármálakreppan kostaði 291.000.000.000.000 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 05:28 | Facebook
Athugasemdir
Það verður þá væntanlega nefnt Kahnsave
Gunnar Heiðarsson, 21.4.2010 kl. 06:22
Gleðilegt sumar
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 02:05
Gleðilegt sumar, ég er hrædd um það að áróðurinn sem sitjandi stjórn notar sé að virka, það virðist allt vera að blómstra vegna AGS og IceSlave, við virðumst vera ótrúlega heppin að fá að borga Bretum og Hollendingum skatta næstu áratugina. þannig virkar áróðurinn á mig, þetta er algjör viðbjóður.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.4.2010 kl. 02:38
Já gleðilegt sumar gott fólk!
Guðmundur Ásgeirsson, 22.4.2010 kl. 13:31
Í gær tóku Staksteinar Morgunblaðsins sama brandarann og yfirfærðu hann á kostnað flugfélaganna vegna eldgossins, eða svo vitnað sé í blaðið:
Hættuástand
Flugfélög í Evrópu telja sig hafa tapað háum fjárhæðum vegna ösku frá Eyjafjallajökli. Nefndir hafa verið 300 til 400 milljarðar króna.
Við þessar aðstæður er nauðsynlegt að hafa auga með þeim Jóhönnu og Steingrími J.
Viðbúið er að fram verði settar kröfur um að Íslendingar, sem beri ábyrgð á Eyjafjallajökli, greiði þennan kostnað.
Steingrímur og Jóhanna munu samviskusamlega taka fram að Íslendingar beri að sjálfsögðu enga ábyrgð á þessari framgöngu eldfjallsins og enn síður þeim vindum sem feyktu öskunni til Evrópu.
Í framhaldinu munu þau þó undirstrika að Íslendingar muni að sjálfsögðu standa við sínar skuldbindingar. Spurningin hljóti því að snúast um greiðslutíma og vaxtakjör.
Því næst munu þau snúa sér til Alþingis og þjóðarinnar og segja að ákvörðun um ríkisábyrgð á þessum skuldbindingum þoli enga bið, því það skaði samstarfið við AGS og setji í hættu endurreisnina, sem þau hafi unnið svo vel að og séu svo ofboðslega þreytt eftir.
Rithöfundar Baugs og Samfylkingarinnar munu fara mikinn í kjölfarið.
Þetta er fúlasta alvara.
Guðmundur Ásgeirsson, 24.4.2010 kl. 22:08
...eða "cAshSave" skuldin...
Óskar Arnórsson, 25.4.2010 kl. 14:35
Hvað kostar svona gos?
Eyjólfur G Svavarsson, 25.4.2010 kl. 15:54
10 þús. milljarða ef það er borgað strax...
Óskar Arnórsson, 25.4.2010 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.