Lin Yu Chun - I Will Always Love You

Þessi strákur frá Taiwan sló í gegn í þarlendum sjónvarpsþætti nýverið þegar hann gerði sér lítið fyrir og hermdi óaðfinnanlega eftir sjálfri Whitney Huston:

Honum hefur jafnvel verið líkt við aðra, álíka ólíklega söngstjörnu:

Og fyrst þetta er á rómantískum nótum þá endum við með atriði úr Family Guy.

"Ladies and gentlement, Mr. Conway Twitty:"

Þetta er svo sætt að maður gæti grátið! Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér finnst þetta lag miklu skemmtilegra en þetta síðasta sem þú birtir. ->  http://www.youtube.com/watch?v=ofCoIWMbbvc   Hale and Pace eru uppáhalds skemmtikraftar mínir...  Hér er annað frábært lag með þeim. ->  http://www.youtube.com/watch?v=Z3c57Ac_xrc   :)

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.4.2010 kl. 02:08

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

http://www.youtube.com/watch?v=zyYLICrgbTo&feature=related   Þetta er líka alveg frábært. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.4.2010 kl. 02:10

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jóna Kolbrún: takk fyrir þetta innlegg, mér finnst þeir félagar líka skemmtilegir.

Málið með Conway Twitty er að til að skilja húmorinn í nútímalegu samhengi þarf maður helst að hafa horft talsvert á Family Guy, en þar hefur hann fest sig í sessi sem "running joke" eða brandari sem kemur fyrir aftur og aftur. Þegar annaðhvort grínið er komið út fyrir skynsemismörk og þarf að vinda ofan af því, eða persónurnar lenda í vandræðalegum aðstæðum sem eru betur leiddar til lykta með ímyndaraflinu en á myndfletinum, þá er innslag með Conway Twitty að syngja eitthvað svakalega væmið lag gjarnan notað til að brjóta alveg upp flæðið í söguþræðinum. Þetta er oft mjög fyndið einmitt út af því hvað það passar engan veginn inn í þáttinn, en mig grunar að þetta sé líka gert í virðingarskyni við hinn látna meistara því undurfögur tónlist hans fær jafnan að njóta sín í dágóða stund grínlaust. Á meðan hann syngur gleymir maður því líka að höfundarnir eru með þessu að nota mjög ódýra brellu til að redda sér úr ógöngum og gera það jafnvel viljandi því það virkar svo skrambi vel. Þeir hafa meira að segja viðurkennt að á einn þáttinn tókst þeim ekki að finna neinn endi sem gekk upp nema á mjög kjánalegan hátt og fyrst svo var ákváðu þeir að enda bara á lagi með Conway.

Bendi á næstu færslu á eftir þessari með meiri tónlist úr Family Guy.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.4.2010 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband