Facebook: er ekki allt sem sýnist ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þulan mætti alveg læra líflega framsögn, en það er mikið til í þessu. Ég hef verið að reyna að vara fólk við snjáldursskinnunni. Það er ljóst að enginn heldur úti vef fyrir hundruðir milljóna notenda af góðmennskunni einni saman.

Þú átt ekki myndirnar þínar lengur eftir að hafa sett þær á Facebook.  Ekki heldur aðrar persónulegar upplýsingar. Stutt síðan umræður voru um að eigandinn myndi selja gagnagrunninn dýrum dómum, sem er gullnáma fyrir markaðsrannsóknarfyrirtæki.

Skyldi CIA ekki liggja yfir fésbókinni, kannski íslensk lögregluyfirvöld? Leyniþjónusta BB? Hér segir einn að Facebook sé gróðarstía fyrir njósnaforrit, veirur og Trjójuhesta.

Tek eftir þegar ég fer á DV-bloggin að ég sé ekki athugasemdir nema slökkva á NoScript (stýrir umferð á Javascript skipunum) og CS Lite, sem ég nota til að loka á smákökur. Það þarf tvær skipanir til að hleypa þeim inn og þær koma eftir hálfa mínútu.

Loks áhugaverð færsla í svipuðum dúr.

Theódór Norðkvist, 23.3.2010 kl. 02:39

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Afsakið, þarf ekki að slökkva á CS Lite, en þetta er samt vesen og hefur orðið til að ég er að mestu hættur að skoða DV-blogg.

Theódór Norðkvist, 23.3.2010 kl. 02:41

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

FBI og CIA hvetja til notkunar Facebook, það eitt þykir mér varhugavert. En þar fyrir utan þá hefur NSA hvort sem er bakdyr inn í flestan algengan hugbúnað sem framleiddur er í Bandaríkjunum. Treystið því engu fyrirfram.

Ég nota líka blokkera, allavega á þeim tölvum sem ég ræð yfir sjálfur. Maður veltir því hinsvegar fyrir sér hversu mikið það hefur að segja því það er hægt að komast framhjá slíkum vörnum líka ef brotaviljinn er einbeittur.

Sem kerfisfræðingur hafði ég áhyggjur af þessari þróun mörgum árum áður en facebook sló í gegn á Íslandi. Hvort sem maður vill trúa einhverjum samsæriskenningum eða ekki, þá er það bara staðreynd að gagnagrunnur eins og sá sem facbook hefur safnað um notendur sína er blautur draumur fyrir njósnastofnanir, glæpasamtök og aðra sem kynnu að hafa áhuga á viðkvæmum persónuupplýsingum. Og þessu safna þeir öllu saman á einn stað sem er málaður eins og stórt skotmark fyrir árásir, það skiptir ekki máli hversu góð öryggismálin eru hjá þeim það verða alltaf einhverjar gloppur.

Ég ætla ekki að ráðleggja fólki sem vill nota facebook að hætta því, en vara hins vegar við því að setja upplýsingar þangað inn umhugsunarlaust. Þarna eru allskonar leikir og kannanir sífellt í gangi sem sumar virðast beinlínis hannaðar fyrir "profiling", þ.e.a.s. að skipa fólki í hópa eftir skoðunum þess og hegðunarmynstrum. Þar fyrir utan þá er pottþétt að hver einasti músarsmellur og lyklaborðsinnsláttur er skrásettur, það er mjög algengt að gera það til að safna upplýsingum sem geta nýst við að betrumbæta hugbúnaðinn sjálfan og hönnunina á notendaviðmótinu. Þetta er kannski ekkert óeðlilegt út af fyrir sig, en getur líka flokkast undir persónulegar upplýsingar sem eru hugsanlega verðmætar í augum þriðja aðila.

Meginreglan ætti að vera þessi: ekki setja á netið eitthvað um þig sem ekki mætti birtast í hefðbundnum fjölmiðlum eins og blöðum eða sjónvarpi.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.3.2010 kl. 14:59

4 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Já, mér finnst þetta scary.  Var að velta þessu fyrir mér sl. sumar og hætti á fésinu í vetur.  Er kannski ekki að missa mig þarna en nota samt leitarvélina sem vistar EKKI allar upplýsingarnar í sölu og markaðsskyni:
http://startpage.com/    - mæli með henni. 

Ragnar Kristján Gestsson, 23.3.2010 kl. 20:47

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir ábendinguna. Ég nota sjálfur mest g00gle, aðallega af vana.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.3.2010 kl. 21:25

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þessi leitarvél er líka ágæt og skráir ekki IP-tölur (svo segja þeir a.m.k.)

http://ixquick.com/

Tók reyndar eftir að hún fann miklu færri niðurstöður á ákveðnum leitarorðum en Google, en kemur kannski að sök. Flestir nota bara fyrstu 10 niðurstöður.

Theódór Norðkvist, 23.3.2010 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband