Ískyggileg þróun jarðhræringa (uppfært)

Í gær skrifaði ég um það sem virðist vera aukinn styrkur jarðskjálfta í heiminum að undanförnu. Ég birti hér færsluna aftur með viðbótarefni:

George Ure, UrbanSurvival bendir á að spá sem unnin er upp úr greiningu á breytingum í málfarsnotkun á netinu, að það sé eins og fólk finni á sér að enn eigi eftir að verða nokkrir stórir skjálftar áður en árið er á enda. Þetta sama spálíkan hefur reynst gefa, að því er virðist, vísbendingar um yfirvofandi jarðskjálfta, án þess að það hafi verið útskýrt nákvæmlega hvernig, en er t.d. sagt hafa spáð fyrir um áðurnefndan skjálfta við Indónesíu 2004. Sama líkan hefur nú talsvert lengi verið að spá hræringum af stærri gráðu en er í manna minnum, eða jafnvel breytingum á jarðskorpunni eða braut jarðar í himingeiminum, og nú er það hugsanlega byrjað að rætast. Lítum á tölfræði yfir þróun á styrkleika jarðskjálfta síðustu 40 árin.

Á meðan heildarfjöldi skjálfta af stærð 3 og yfir hefur skyndilega minnkað á síðustu tveimur árum...

... þá hefur meðalstyrkur þeirra AUKIST á sama tíma!

En mesta áhyggjuefnið er samt fjöldi stórra skjálfta (6 og yfir) sem valdið geta manntjóni, sem stefnir hvert???

En að mati George, höfundar þessara myndrita, þá er stóra spurningin sú hversu mörg lönd mega þola svona harkalegan hristing áður en það fer að bitna á efnahagslífi heimsins, sem er í besta falli á viðkvæmum batavegi.

Dyggur lesandi daglegra pistla George sendi honum svo eftirfarandi myndrit, sem setur þetta í enn athyglisverðara samhengi með því að skoða heildarorkuna sem losnar í skjálftum af stærð 3 og yfir:

Og sést enn betur ef tekið er saman í heilum árum:

Við færsluna í gær skrifaði ég athugasemd þar sem ég minntist á Eyjafjallajökul:

Og viti menn, í dag var fundað hjá Almannavörnum vegna óróa undir fjallinu.


mbl.is Funda vegna skjálfta undir Eyjafjallajökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugavert. Meira svona.

Birgir (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 22:23

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það er verst við þessi gögn að þau ná ekki út fyrir kaffibollann þegar um er að ræða jarðsögu. Ekki einu sinni aftur að skjálftanum mikla í San Fransisco um þar síðustu aldamót.

Því miður jafn áreiðanlegt og veðurfarsgögnin sem segja að dómsdagur sé í nánd.

Sindri Karl Sigurðsson, 5.3.2010 kl. 01:04

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sindri: þó að gögnin nái ekki langt aftur í tíma þá þýðir það ekki að þau séu röng, þessi myndrit eru unnin upp úr gögnum bandarísku jarðfræðistofnunarinnar (USGS). Hinsvegar er það rétt að í jarðsögulegu samhengi er þetta mjög stuttur tími, og enginn er að halda því fram að þetta hafi forspárgildi. Hér er verið að greina ákveðnar tilhneigingar "("trend") á svipaðan hátt og gert er við sveiflur á verði hlutabréfa á mörkuðum o.þ.h. til að reyna að sjá í hvaða átt hlutirnir eru að þróast í augnablikinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.3.2010 kl. 10:06

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Guðmundur:

Þau ná samt ekki út fyrir kaffibollann, þetta eru fílósóferingar um hluti sem kannski mögulega væri hægt að tengja við tíma sem talin væri í 100 ára bilum. Það er útilokað að fáeinir tugir ára geti búið til eitthvað trend eins og íað er að. Það er ástæðan fyrir því að ég segi að þessi gögn séu jafngóð og veðurfarsdómsdagsgögnin sem haldið er á lofti daginn út og inn.

Ég sé fyrir mér tvo sagnfræðinga yfir kaffibolla að spá í það hvað þeir gætu mögulega skrifað um eftir 50 ár...

Sindri Karl Sigurðsson, 5.3.2010 kl. 22:38

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sindir: það er hárrétt hjá þér að fáeinir tugir ára búa ekki til trend. Enda er það tölfræðilegt fyrirbæri sem er búið til af stærðfræðingum eða öðrum sem leggja stund á slíka iðju með því að taka gögn í tímaröð og skoða þau í ákveðinni upplausn yfir ákveðið tímabil til þess að kanna hver breytingin hafi orðið á hreyfanlegu meðatali yfir viðkomandi tímabil.

Slíkri úrvinnsla á umræddum gögnum (fjölda jarðskjálfta yfir tilteknum styrkleika og meðaltal þeirra skv. USGS) á umræddu tímabili (undanförnum tveimur árum) leiðir tvímælalaust í ljós að um aukningu er að ræða.

Mótmælirðu þeirri niðurstöðu? Vegna þess að það er það eina sem hér er fullyrt, en þær ályktanir sem þú dregur af því eru hinsvegar þínar eigin.

Ef það dytti stór lofsteinn á morgun sem myndi þurrka út Ísland, myndi það þá að þínu mati ekki "ná út fyrir kaffibollann" vegna þess að dagurinn á morgun er svo stutt tímabil í jarðsögulegu samhengi, eða hvað? Staðreyndin er sú að jarðsögulegar breytingar eiga sér að mestu leyti stað í öfgakenndum atburðum sem standa stutt yfir, og náttúruleg ferli eru mjög sjaldan línuleg.

Gott dæmi er forsögulegt hlaup í Jökulsá á Fjöllum sem er talið hafa sorfið bæði Ásbyrgi og Hljóðakletta í einu vetfangi þegar áin braust úr sínum venjulega farvegi nokkuð austar þar sem hún rennur undir venjulegum kringumstæðum og hefur gert um þúsundir ára fyrir utan þetta eina skipti.

Annað dæmi er íshellan sem slitnaði frá Suðurskautslandinu á dögunum, það tók ekki árþúsundir heldur gerðist einn tveir og bingó, eina stundina var hún landföst en þá næstu komin á flot. Haldi menn annað er það hugsanlega afleiðing af bjöguðu skynbragði á tölfræði sem hrjáir því miður allt of marga. Þó að oft sé talað um breytingar á borð við "1cm á ári" í 100.000 þúsund ár í jarðfræði þá er það bara meðaltal, heildarbreytingin gæti allt eins hafa verið heill kílómetri á einu ári en núll á öllum hinum.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.3.2010 kl. 05:21

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Afsakaðu Sindri, ég ætlaði ekki að misrita nafnið þitt.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.3.2010 kl. 05:22

7 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég er ekki að mótmæla þessu, einungis að benda á að það er verið að nota allt of fábrotin gögn til að geta alhæft um þessa hluti.

Tilhneigingin er sú að ef fræðimenn eiga mæligögn þá hefjast þeir handa við að túlka þau. Í þessu tilfelli er verið að túlka mæligögn sem ná 30 - 40 ár aftur í tímann. Þau er verið að reyna að tengja við atburði líðandi stundar án þess að hafa hugmynd um hvort um er að ræða mögulegan endurtekningafasa eða leiðréttingu á orkuvægi sem skekkti myndina fyrir öldum síðan.

Það tekur enginn eftir túlkun vísindamanna nema að hún innihaldi eftirtektarverðar niðurstöður. Enda er reynt að tengja þetta við hagvöxt landa og jafnvel heimsins. Það er meira en algert bull.

Mér finnst þessar mælingar mjög áhugaverðar en þar við situr.

Sindri Karl Sigurðsson, 7.3.2010 kl. 13:13

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú ert greinilega að misskilja þetta á marga mismunandi vegu Sindri.

1. Fábrotin eða ekki, þá hygg ég að mæligögn frá USGS hljóti að vera með þeim bestu sem eru fyrirliggjandi á þessum tímapunkti.

2. Það er enginn að alhæfa neitt um hvað framtíðin beri í skauti í sér. Það eina sem er fullyrt er hvert ákveðin tölfræðileg þróun stefnir NÚNA, en hún gæti allt eins snúist við á morgun, eða ekki. Ef þú skilur hinsvegar ekki tölfræði þá er ekki heldur við því að búast að þú skiljir hvaða merkingu tölfræðilegar niðurstöður hafa, eða ekki, eftir atvikum.

3. Þetta eru ekki fræðimenn heldur leikmenn, sem eru ekki að túlka neitt heldur aðeins að vinna ákveðna tölfræði upp úr gögnum vísindamanna bandarísku jarðfræðistofnunarinnar. Til þess nota þeir fyrirliggjandi verkfæri eins og töflureikniforrit sem krefjast engrar sérkunnáttu í stærðfræði og venjulegt fólk notar daglega við störf sín um allan heim.

4. Það er engin leið að greina breytingar nema að bera það sem er að gerast "á líðandi stundu" saman við það sem áður var. Svo má deila um það hversu langt aftur þarf að fara svo það sé tölfræðilega marktækt og hver sé ástæða breytinganna. Hér er eingöngu verið að bera kennsl á breytingarnar en alls ekki reynt að útskýra hvað veldur þeim. Aukning á meðalstyrk stórra jarðskjálfta undanfarin tvö ár er staðreynd, burtséð frá því hvort það eru endurtekningarfasar, leiðréttingar orkuvægis, eða bara karlinn í tunglinu sem hafa áhrif á þessa þróun.

5. Þér má finnast það bull að vera að blanda hagfræðilegum vangaveltum við þetta. Það gefur hinsvegar auga leið að þegar margir deyja á einu bretti og mikið tjón verður þá er það mikill fórnarkostnaður fyrir hvaða þjóðfélag sem er. Ef það þjóðfélag stendur fjárhagslega höllum fæti fyrir, þá er ekki við öðru að búast en að það versni við slíkt áfall. Hvað myndi t.d. gerast ef næsti hamfaraskjálfti yrði í Kaliforníu sem er áttunda stærsta hagkerfi veraldar og nú þegar orðið tæknilega gjaldþrota, það myndi t.d. strax hafa áhrif í Kína sem er næststærsta hagkerfi veraldar, að missa einn stærsta "viðskiptavin" útflutningsverslunarinnar. Bara núna í vetur hafa tvær þjóðir með samanlagðan mannfjölda hátt í 30 milljónir orðið fyrir hamfaraskjálftum af því tagi sem átt er við. Í tilviki Chile, svo dæmi sé tekið, voru margar þjóðir búnar að lofa þeim aðstoð við björgun og endurreisnarstarf, en núna neyðast sumar þeirra til að hætta við vegna þess að þær hafa ekki efni á því út af sínum eigin efnahagsvanda. Viltu ennþá að halda því fram að samspil heimskreppu og náttúruhamfara geti ekki verið skaðleg blanda?

P.S. Ég er hjartanlega sammála því að þetta er mjög áhugavert.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.3.2010 kl. 00:51

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í tilefni af umræðu hér um hvort öflugir jarðskjálftar kunni að hafa áhrif á efnahagslíf á heimsvísu, þá vek ég athygli á eftirfarandi grein á visir.is í dag:

Jarðskjálftinn í Chile veldur gjaldþrotum hjá vínbændum

Jarðskjálftinn í Chile, sá öflugasti í 50 ár, mun hafa þær afleiðingar að margir smærri vínbændur og framleiðendur landsins horfa nú fram á gjaldþrot. Víngarðar skemmdust, víntunnur og tankar brotnuðu og milljónir lítra af vínum fóru til spillis í jarðskjálftanum.

Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni er m.a. rætt við Jose Manuel Ortega sem á víngarð meðfram Loncomilla ánni. Víngarðurinn stórskaddaðist í jarðskjálftanum og stærsta húsið hrundi til grunna. „Eitt hundrað og fimmtíu ára saga er horfin," segir Ortega.

Vín er fimmta stærsta útflutningsvara Chile en landið er tíundi stærsti vínframleiðandi heimsins. Árið 2008 flutti Chile út vín fyrir 1,4 milljarða dollara.

Talið er að 125 milljónir lítra af víni hafa farið til spillis þegar víntunnur og tankar brotnuðu í jarðskjálftanum. Þetta tjón er metið á um 250 milljónir dollara. Renato Guerra sem á tvo víngarða í Maule dalnum segir að öll uppskera sín frá síðasta ári hafi glatast er tankarnir sem geymdu hana löskuðust í skjálftanum.

Athugið: Tjónið mun ekki einangrast við þær birgðir sem töpuðust í skjálftanum, heldur mun yfirvofandi gjaldþrotahrina vínbænda hafa keðjuverkandi áhrif á aðra atvinnuvegi sem þjónusta þennan iðnað, s.s. áburðarframleiðslu, sölu landbúnaðartækja, flutningaþjónustu og fleira.

Þetta er nákvæmlega það sem átt er við þegar spurt er: Hversu mörg lönd geta þolað svona mikinn hristing áður en það fer að hafa tilfinnanleg áhrif fyrir efnahagslega þróun á heimsvísu?

Guðmundur Ásgeirsson, 10.3.2010 kl. 17:05

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

P.S. Ég reiknaði til fróðleiks að metið tjón víniðnaðarins í Chile er ca. 17% af ársútflutningi greinarinnar eða 0,3% af samanlögðu verðmæti útflutningsvara landsins, miðað við tölur ársins 2008 frá seðlabankanum þeirra. Sem betur fer fyrir þjóðina er það ekki hátt hlutfall, en því miður hafa fleiri atvinnugreinar líklega orðið fyrir tjóni, t.d. vitum við að skipasmíðastöðvar fóru mjög illa en það er stór atvinnuvegur í Chile sem á eina lengstu strandlengjuna við Kyrrahafið.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.3.2010 kl. 17:17

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og meira um efnahagslegar hliðar þessara náttúruhamfara:

Kostnaður tryggingafélaga 7 milljarðar dala í Chile

Endurtryggingafélagið Swiss Re hefur áætlað að jarðskjálftinn sem reið yfir Chile í lok febrúar kosti tryggingafélög 7 milljarða Bandaríkjadala, 900 milljarða króna, í skaðabótakröfum. ...

Þarna er semsagt kostnaður hærri en IceSave pakkinn, sem mun skella að talsverðu leyti á vestrænum endurtryggjendum á borð við þann svissneska.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.3.2010 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband