Breska fjármálaveldið skelfur á beinunum
27.2.2010 | 20:56
Þegar hluti samninganefndarinnar var ný lent á Keflavíkurflugvelli, höfðu Bretar samband - í afsökunartón...
Jafnframt var beðist afsökunar á fjölmiðlaleka sem hafði átt sér stað af hálfu Breta, og sögðust Bretarnir hafa leiðrétt fréttir af því að íslenska nefndin hafi gengið út. ...
Ráðgjafi Íslendinga í deilunni telur raunar að ástæða þess að Bretar hafi samband núna, sé sú að tilraun til að koma af stað ákveðinni fjölmiðlaumræðu hafi mistekist, en fjölmiðlaumfjöllun t.d. í mörgum virtum breskum fjölmiðlum var Íslendingum alls ekki óvinveitt eftir að viðræður fóru út um þúfur.
Bretar leggja áherslu á að fundirnir, sem hefjast í dag, fari leynt fram.
Fjármálakerfið snýst um völd og valdbeitingu. Engilsaxneska heimsveldið hefur lengi haldið um stjórnvölinn, ekki síst af sögulegum ástæðum. Nú nötra þeir á beinunum því þeir finna að þeir eru að missa völdin. Þetta er sögulegt tækifæri til að rísa upp gegn auðvaldinu, sem venjulegu fólki býðst ekki nema í mesta lagi einu sinni á öld.
Látum nú kné fylgja kviði!
Leynifundur um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Öryggis- og alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Lauk rétt nú er uppi einstakt tækifærið fyrir réttlætið til að sigra ranglátt auðvaldið. En því miður þá er pólitíkin og auðvaldið sitt hvor hliðin á sama peningi. Hér er því skrattinn að semja við ömmu sína.
Birgir (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 21:51
Bretarnir eru greinilega orðnir skíthræddir. Þeir ætla sér að þvinga fram samning til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan fari ekki fram.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.2.2010 kl. 23:16
Èg hélt ég hefði séð allt hér á bloggi MBL. en greinilega ekki.
"Nú nötra þeir á beinunum því þeir finna að þeir eru að missa völdin."
Já alveg örugglega, allir skíthræddir! Er ekki allt í lagi?
"Látum nú kné fylgja kviði!" Já mönnum byssuna á Ægi og gerum árás..
Heimskulegt blogg á sóða fjölmiðli.
Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 23:25
alveg sprenhlægilegar færslur hér. Eruð þið í alvöru svona vitlaus eða eruð þið að grínast? Haldið þið virkilega að Bretar séu hræddir við 300 þúsund manna örþjóð með allt niðrum sig í efnahagsmálum ? Hvort haldið þið að það sé mikilvægara fyrir okkur að leysa þetta mál eða Bretland?
Óskar, 27.2.2010 kl. 23:27
Bretar eru auðvitað ekki að óska eftir frekari umræðum ,nema af þvi að þeir eru hræddari við málin er herar i holu !!, ÞVI EF ÞEIR GETA EKKI kúgað Island núna til hlýðni gagnvart Isesave , þá eru heimveldin i stórhættu , gagnvart öllum þeim þjóðum sem þau hafa kúað og myndu risa upp , eins og Island það er mikilvægt Bretum að þeir nái yfirhöndinni og þvi er það þeim mikilvægara en nokkrum öðrum að Island beygi sig fyrir þeim núna !!! Svo nu er að berjast upp á lif og dauða og vinna málið og reka þá af höndum ser , með skottið á milli fóta eins og i þorskastriðinu forðum !!!!!!
Ragnh H. (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 23:55
Þó það sé nú vart hægt að svara svona ræfilsgreyum eins og Ragnari og Óskari, vil ég samt benda þeim á söguna. Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem við knésetjum Bretana, skal þar til dæmis minnt á þorskastríðin. Taktík Bretana er að tala hátt og ásaka þjóðir og reyna með því að vinna almenningsálitið á sitt band. Þegar það ekki tekst, verða þeir hræddir, ekki kannski við viðkomandi þjóð, heldur við að verða að athlægi á alþjóðavelli. Þetta hefur marg sannast, ekki bara í samskiptum við okkur Íslendinga.
Það lýsir best heigulshátt Breta, að setja á okkur hryðjuverkalög. Gjörningur sem Breskir dómstólar eru nú búnir að segja að sé ólögmætur.
Gunnar Heiðarsson, 28.2.2010 kl. 00:02
Ég hef þegar kært stórfyrirtækin, sem Max Keiser nefndi í Silfri Egils fyrir c.a. 3 vikum síðan. Lehmann Brothers (sem að vísu er gjaldþrota) og aðrir aðilar ætluðu að ráðast á ísland. Það varðar við hegningarlög.
Auðvitað er þetta Icesave mál rugl frá upphafi til enda. Þegar bankafallið verður á að skipta eignum og einnig því sem er inni í tryggingarsjóði þann dag sem fallið er.
Allt annað er rugl.
Við búum annars vegar við Gaukshreiðrið, sem er Valhöll með tilheyrandi siðblindu, hagsmunaklíkubrölti og sukki, sem hefur verið komið upp af Davíð Oddsyni og sykopötunum í Sjálfstæðisflokknum. Veruleikafirring Davíðs og siðleysið varðandi útgreiðslu á 350 milljörðum til bankana 2 dögum fyrir hrun er ekkert annað en landráð gegn þjóðinni. Siðan er peningunum stolið undan og færslurnar koma ekki fram í bókhaldi bankana.
Hvers vegna hafa menn talið sig svona örugga? Jú þeir réðu í Dómstólana, alla vinina, fyrrverandi Ríkissaksóknari Hallvarður Einvarðsson var gjaldþrota, og þannig var hægt að stjórna honum. Núverandi Ríkissaksóknari tengist m.a. Geirfinnsmálinu á óþægilegan hátt, og auk þess er hann sjálfur tengdur Bankafallinu beint. Samt hefur hann ekki rænu á því að segja af sér.
Núverandi formanni þykir ekkert tiltökumál að vera flæktur inn í nokkura tuga gjaldþrot, hvað þá varaformanninum. Þeim þykir ekkert tiltökumál að í miðstjórn sitji Kjartan Gunnarsson, sem er mest ábyrgur fyrir hinni gjörsamlega glórulausu siðlausu athöfn að fara í útrás með Landsbanka Íslands, með vitorði fv. Forsætisráðherra og fv. Seðlabankastjóra. Sömu aðilum þykir ekkert tiltökumál að hafa logið að þjóðinni varðandi sölu Búnaðarbankans, og Landsbanka Íslands, og notað Landsbanka Íslands sem peningaþvottastöð fyrir Rússnesku mafíuna. Síðan er Davíð Oddson í afneitun, nú og áróðursmeistarinn Hannes Hólmsteinn, sem margsagði að hér væri spilling næst minnst á byggðu bóli, þó að hann hafi auðvitað að því væri öfugt farið. Sem kunnugt er Hannesi umhugað um fátækir drengir í heiminum hljóti framgang hvort sem þeir eru í Thailandi eða Brasilíu.
Nú formaður Framsóknarflokksins, er kominn út af innherjaþjófi, sem sölsaði undir sig milljarða, eins og fv. stjórnendur þess flokks, Finnur Ingsólfsson, Ólafur Ólafsson og Halldór Ásgrímsson ásamt fleiri siðleysingjum.
Á hinum vængnum er svo ríkisstjórn, sem er að rugla í því að ganga í Evrópusambandið, sem er glórulaus stefna fyrir Ísland. Einnig virðast þau hvorki skilja vel að heimilin í landinu eru að blæða út, og athafnalífið er að stöðvast.
Mín skoðun er sú að Íslenska þjóðin hefur ekkert í ESB að gera, við höfum fjölmarga eldhuga og fólk í nýsköpun. Margar frábærar hugmyndir, hins vegar er kerfið í kringum þær afleitt. Það þarf ekkert svo mikið fjármagn, en kerfið í kringum nýsköpun hér er pólitískt hryðjuverk gagnvart hugvitsfólki.
Erlingur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 08:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.