Vantar bara 75 milljarða upp í lágmarkstryggingu?
24.2.2010 | 19:03
Gert er ráð fyrir að um 1.172 milljarðar fáist fyrir eignir Landsbanka Íslands hf... Áætlað er að hægt verði að úthluta um 89% upp í forgangskröfur...
Ef þetta nýjasta mat stenst, þá eru ekki nema ca. 75 milljarðar (89% af 680ma) sem standa út af vegna lágmarkstryggingar á IceSave, jafnvel þó Bretar og Hollendingar fái því framgengt að kröfur þeirra í búið séu jafn réttháar og íslenska tryggingasjóðsins.
Hvað eru þeir búnir að vera að æsa sig yfir svoleiðis smámunum?
Ég myndi samt hafa allan fyrirvara á því hversu raunsætt þetta mat reynist vera. Eignirnar eru jú ekki virði nema þess sem þær seljast á, sem er enn óljóst.
Auk þess verður fyrirsjáanlegur kostnaður skattgreiðenda vegna yfirtöku á innlendri starfsemi Landsbankans þrátt fyrir allt á bilinu 528-685 milljarðar samkvæmt nýjustu samantekt.
Það er hátt verð fyrir 85% hlut í ónýtu vörumerki!
Meira fæst upp í kröfur á LBI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: IceSave | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 9.3.2010 kl. 17:37 | Facebook
Athugasemdir
Krafa íslenska tryggingasjóðsins ætti að hafa allan forgang í bú Landsbankans og þannig myndi skuld hans greiðast fyrr og alveg að fullu.
Bretar og Hollendingar gætu síðan hirt afganginn upp í umframgreiðslur sínar til innistæðueigendanna.
Stæsta upphæðin, sem kúgararnir eru að reyna að pína Íslendinga til að borga, er vegna vaxta, sem verða nærri helmingi hærri, en ella, ef íslenski sjóðurinn fær ekki algeran forgang. Þar munar jafnvel 150 milljörðum, eða meira, allt eftir því, hve hratt tekst að gera upp þrotabú Landsbankans.
Axel Jóhann Axelsson, 25.2.2010 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.