Ég sagði ykkur það...

...fyrir löngu síðan.

Lög um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 [úrdráttur af vef Alþingis]

14. gr. Heimilt er að verðtryggja sparifé og lánsfé skv. 13. gr. sé grundvöllur verðtryggingarinnar vísitala neysluverðs [Innskot: gengistrygging er hinsvegar hvergi heimiluð!]

Úr athugasemdum við frumvarpið:

Um 13. og 14. gr.

Í 13. gr. frumvarpsins er fjallað um gildissvið kafla um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár. 

Í 1. mgr. er lagt til að heimildir til að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla verði felldar niður. Frá 1960 var almennt óheimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla. ...

Samkvæmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. frumvarpsins verður ekki heimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Er talið rétt að taka af allan vafa þar að lútandi.

Í dag 12. febrúar 2010 féll svo tímamótadómur í héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem sömu sjónarmið koma fram í úrskurði Áslaugar Björgvinsdóttur héraðsdómara, en þar segir:

Samkvæmt vaxtalögum nr. 25/1987, sbr. lög nr. 13/1995, náði „verðtrygging“ einnig til tengingar við erlenda gjaldmiðla. Núgildandi vaxtalögum var ekki ætlað að þrengja það hugtak og auka heimildir til tengingar við erlenda gjaldmiðla. Lögunum var þvert á móti ætlað að útiloka að skuldbindingar í íslenskum krónum væru tengdar erlendum gjaldmiðlum. Tenging skuldbindinga við gengi erlendra gjaldmiðla telst því verðtrygging í skilningi VI. kafla laga nr. 38/2001. Enda þótt lögin kveði ekki beinlínis á um bann við því að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlenda gjaldmiðla þá þykir samkvæmt framanrituðu sýnt að með þeim hafi verið felld úr gildi heimild til að tengja skuldbindingar í íslenskum krónum við erlenda gjaldmiðla. Óhjákvæmilegt er að líta til vilja löggjafans við túlkun laganna. Grundvöllur verðtryggingar samkvæmt samningi aðila, þ.e. ákvæði 4. og 7. gr. samningsins um gengistryggingu, er því í andstöðu við VI. kafla laga 38/2001 og því ógild.

WizardWizardWizard


mbl.is Gengislánin dæmd óheimil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

 Við skulum hafa það á hreinu að SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN á eftir að verja þetta með kjaft og klóm í hæstarétti. Þar verður dómurum BEINLÍNIS skipað að dæma rétt, líkt og kaupmennirnir forðum þegar þeir sögðu afgreiðslufólkinu að vigta rétta (þ.e svindla). Og svo skulum við ekki gleyma því að þessir karlar eru með helming allra húsnæðislána undir líka. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Á MILLJARÐA TUGI EÐA ÞÚSUNDIR SEM ÞEIR ÆTLA EKKI UNDIR NEINUM KRINGUMSTÆÐUM AÐ TAPA.

Þorbjorn Olafsson (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 08:51

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fyrir mér er þetta ekki spurning um flokkapólitík heldur réttlæti, en auðvitað eiga fulltrúar fjármagnseigenda eftir að reyna að verja sína hagsmuni fyrir hæstarétti. Þeir eru eru hinsvegar víðar en í Sjálfstæðisflokknum, einn slíkur gegnir t.d. embætti félagsmálaráðherra fyrir hönd sósíaldemókrata. Það breytir samt engu um fögnuð minn yfir þessum dómi, þó áfangasigur sé.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2010 kl. 13:25

3 Smámynd: Erlingur Þorsteinsson

Auðvitað er þetta rétt hjá þér.

Erlingur Þorsteinsson, 13.2.2010 kl. 20:30

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er hrædd um það að SjálftökuFLokkurinn kalli inn alla greiðana sem þeir eiga hjá Hæstarétti, og biðji um að rétt niðurstaða fáist fyrir fjármagnseigendurna.  Því miður. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.2.2010 kl. 00:24

5 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Gjaldeyrislán í hópmálssókn !

http://isleifur.blog.is/blog/isleifur/entry/1018131/

Ísleifur Gíslason, 14.2.2010 kl. 00:27

6 Smámynd: Erlingur Þorsteinsson

Það þarf enga málssókn, þetta er allt saman ólöglegt.

Erlingur Þorsteinsson, 14.2.2010 kl. 15:41

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Spurning hvort maður á ekki bara að hætta að borga og láta ÞÁ draga mann fyrir dóm, ef þeir þora þ.e.a.s. Ég myndi gera mótkröfu um leiðréttingu á láninu auk skaðabóta, hiklaust!

Hér er svo smá saga sem er innlegg í þetta:

Ég fór síðasta sumar niður í SP-fjármögnun með skjal sem ég hafði gert með samantekt úr lögum um vexti og verðtryggingu, sem var í grunnatriðum samhljóða þeim tilvísunum sem komu fram í héraðsdómi nú fyrir helgi. Á grundvelli þessara ákvæða hélt ég því fram að kaupleigusamningur sem SP hefði gert við mig væri ólöglegur og skoraði á þá að ganga til samninga við mig um endurskoðun samningsins. Tekið var afrit af plagginu og það sent áfram til lögfræðisviðs fyrirtækisins og lofað að haft yrði samband við mig. Svarið sem ég fékk svo skömmu síðar var á þá leið að álit lögfræðinga fyrirtækisins væri að þrátt fyrir umrædd lagaákvæði teldu þeir samninginn löglegan og yrði hann innheimtur að fullu.

Ef SP-fjármögnun reynir að spila sig heimska í fjölmiðlum og þykjast ekki hafa vitað betur, þá er ég semsagt til vitnis um að það er bull. Það var einfaldlega meðvituð ákvörðun innan fyrirtækisins að snúa út úr lögunum í þágu eigin hagsmuna, sem ber vott um nokkuð einbeittan brotavilja. Þess má geta að brautryðjendur í því að beita fyrir sig lögfræðingum til að fara á svig við lög og reglu, er fjölþjóðlegur "mótórhjólaklúbbur" sem hefur verið talsvert í fréttum að undanförnu. Skondin samlíking, ekki satt?

Guðmundur Ásgeirsson, 15.2.2010 kl. 03:38

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég vil benda hér á frábæran pistil Marinó G. Njálssonar, þar sem hann útskýrir nákvæmlega og rökstyður með tilvísunum í lagagreinar, hvað teljist vera "erlent lán" og hvað ekki. Meginniðurstaðan er sú að það fer eftir búsetu lánveitandans en ekki þeirri mynt sem er tilgreind til viðmiðunar. Lán veitt af íslenskum fyrirtækjum teljast lögum samkvæmt vera "innlend lán". Sama gildir meira að segja um útibú erlendra fyrirtækja sem hafa starfsemi hér á landi, þau teljast líka til innlendra aðila samkvæmt lögum um gjaldeyrismál. Lögeyrir á Íslandi er króna, og bifreiðar keyptar af íslenskum bílaumboðum má því eingöngu greiða með krónum samkvæmt lögum. Þannig er vandséð annað en að svokölluð myntkörfulán til bílakaupa teljist vera "innlend krónulán" hvernig sem menn reyna að teygja það og toga.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.2.2010 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband