Skylduáhorf: Max Keiser
31.1.2010 | 17:42
Hér er algjört skylduáhorf fyrir Íslendinga, stuttmyndin Money Geyser úr þáttaröðinni People & Power með Max Keiser sem arabíska sjónvarpsstöðin AlJazeera frumsýndi í ágúst 2007. Max heimsækir Ísland til að skoða áhrif svokallaðra vaxtamunarviðskipta (carry trade) og kemst að eindreginni niðurstöðu: þetta hlýtur að enda með skelli!
Þessu var svo fylgt eftir með upprifjun í október 2008 á hápunkti hrunsins:
Í Nóvember 2008, þegar byltingin var í uppsiglingu á Íslandi, skrifaði Keiser grein í Huffington Post um ástandið:
Huffington Post: Who Could Have Predicted Revolution in Iceland?
Í þessari grein vísar Keiser á merkilega skýrslu sem Ásgeir Jónsson, þáverandi forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings skrifaði árið 2006 um íslenska efnahagsundrið,. Skýrslan er vægast sagt mettuð af "kaupthinking" hugsunarhætti eins og þá var normið:
The Icelandic Economic Miracle: Where Does the Money Come From?
Keiser hefur tekið harða afstöðu með Íslandi í IceSave málinu, og hér er samantekt á umfjöllun hans um það:
7.1.2010 Jóhannes Skúlason (InDefence) í þætti Max Keiser á RT (YouTube):
13.1.2010 Birgitta Jónsdóttir í þætti Max Keiser á RT (YouTube):
15.1.2010 Jóhannes Skúlason (InDefence) í þættinum On the Edge with Max á Press TV:
31.1.2010 Max Keiser í Silfri Egils á RÚV (Myndstraumur):
Í viðtalinu sagði Keiser að Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands og Gordon Brown, forsætisráðherra, hafi beinlínis framið hryðjuverk gegn Íslandi með aðgerðum sínum og yfirlýsingum. Einnig sagði hann frá samtölum sem hann átti við starfsmenn erlendra banka á 101 hóteli Jóns Ásgeirs fyrir nokkrum árum þar sem þeir lýstu því hvernig þeir tækju stöðu gegn krónunni og myndu stórgræða á því að leggja efnahagslífið í rúst! Væri ekki rétt að sérstakur saksóknari tæki a.m.k. af honum skýrslu um það? Skemmtilegust fannst mér samt eftirfarandi ummæli Keisers:
"Það er ekkert stjórnmálaafl í heiminum sem býður fjármála-hermdarverkamönnunum birgin núna, með einni undantekningu, Íslandi."
31.1.2010 Grein mbl.is um viðtalið við Max Keiser í Silfri Egils:
Segir Darling og Brown vera hryðjuverkamenn
Aðrir erlendir fjölmiðlamenn og álitsgjafar sem hafa tekið málstað Íslands:
Að lokum minni ég á samantekt mína frá í fyrradag með erlendri umfjöllun um málstað Íslands, sem ég er enn að uppfæra og bæta við tenglum. (Tengill hér.)
Segir Darling og Brown vera hryðjuverkamenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: IceSave, Öryggis- og alþjóðamál | Breytt 9.3.2010 kl. 17:40 | Facebook
Athugasemdir
Undirskriftasöfnun www.afram-island.is ...beintengt við þjóðskrá...skráið ykkur og látið alla vita....við viljum dómstólaleiðina
sandkassi (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 18:29
Takk fyrir að láta vita af þessu Gunnar.
Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2010 kl. 18:46
Það má líka skoða bakgrunn mannsins áður en maður fellur í stafi. En óneitanlega hressilegt
Finnur Bárðarson, 31.1.2010 kl. 19:26
Finnur: ég veit vel að þetta er skrautlegur náungi, en það er líka það sem gerir hann svo skemmtilegan. Verð reyndar að viðurkenna að ég þekki ekki þennan "bakgrunn" sem þú ert að gefa í skyn að sé eitthvað vafasamur, viltu kannski deila vitneskju þinni með okkur?
Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2010 kl. 20:25
GDP Þjóðartekjur á haus frá 1994 til 2007 í samanburði við Breta og Dani hafa haldist fastar. Þetta eru alþjóðalegar staðreyndir.
Þetta merkir að engin tekjuaukning varð hér. Allir sem halda öðru fram eru falsfræðingar. Þess getum við ekki hafa fjármagnað eitt eða neitt utan Íslands nema skerða almennar tekjur innlands. Ísland var notað sem öryggisventill fyrir gegnumflæði alþjóða fjármagns. Sökudólgarnir flestir sem eru ekki búnar að fela sporin síðan 2004-2005, eru nú komnir úr felum [Dularfullu erlendu fjárfesta ASÍ og VSÍ], aðal hluthafar nýju bankanna.
It takes to one. Við köllumst Masterbrain innbyrðis. Við er talin af fjöldanum skrítin sjá odd-ur stendur upp úr og hefur heildar yfirsýn. GDP samanburður er allt sem þarf hann er samþykktur af Ríkisstjórnun allra landa.
Allt sem gerðist gátu aðilar gert sér grein fyrir 2002. Þá hefði verið hægt að stoppa þetta allt saman.
Í öllum ríkjum siðmenningar frá upphafi er framfærslu kostnaður fjöldans alltaf ákveðið hlutfall af heildarþjóðartekjum Einvaldanna [ sem hata þjóðaratkvæðagreiðslur eins og pestina]. Í þeirra augum heitir þetta rekstrarkostnaður [sem þeir hata eins og pestina].
Þessu fasta rekstrakostnaði, nauðsynlegt til að gera langtíma áætlanir er skipt í tvo megin [lána]flokka. Húsnæði og upphald. Fasteignaverð og Neysluverði. Þjóðir eins og Frakkar og Þjóðverja eru mjög nákvæmir á þessu sviði en launþegin er af stétt 1. þá er húsnæðiskostnaður 30% og annað 70%, stétt 2. þá er húsnæðis kostnaður 50% og annað[neyslan] 50%. Aðalatriðið til að halda stöðugleika er að fastur heildar kostnaður allra stétta fari aldrei yfir heildarekstrarkostnað einvaldanna. Til að halda um þennan stöðugleika beita til dæmi evruhæf Ríki tveimur vísum annar byggir fasteignaverði[kostnaði í augum einvalda] á hýbýlum fjöldans og hinn á neyslu verði sama fjölda. Þetta var grunnurinn að langtímalána flokkum fasteigna vísis og skammtímalánaflokkum neyslu vísis.
Undirliggjandi verðbólga 2,5% að meðaltali er fínt með hámarki 5%.
Ef engin verðbólga er stoppa græðgi kauphallir sem vinna eins og happdrætti margir tapa og fáir vinna þegar upp er staðið. Það eru oftar en ekki eigendur kauphallana [eða ráðandi aðilar]. Þetta eru hernaðarleyndar mál þeirra ríkja sem búa við stöðugar háar þjóðartekjur og lága verðbólgu.
EU vill ekki Tyrki stjórnarskráin talar um kirkjur en ekki moskur. [skiptir miklu máli lesa hvað stendur ekki: alls ekki almennur lestrar skilningur] þessi skilningur helst oft í ættum.
Tyrkir falla fyrir því að tengja híbýlalánin við launavísi en allir vita ef neysluverð hækkar þá eykst þrýstingur á almennar launakröfur. Tengin tryggir híbýlahækkun. Þannig þegar Þýskalandi sýnir 5% verðbólgu sýna Tyrkir 10%: verða aldrei evru hæfir.
Málið er ef almennur neyslukostnaður vex þá minnkar kaupmáttur til almennra hýbýla og eftirspurn lækkar fasteignaverð fasteignavísir [halli ferilsins]bendir niður. launakröfur verða hverfandi. Svo virkar þessi víxlverkun að stöðugleika.
Ég myndi reka alla Íslenska hagstjórnarfræðinga í þjónustu almennings þeir hljóta að fá vinnu í Tyrklandi eða Mexío. Eða einhverstaðar þar sem auðlindaskortur og stórborgafjöldi er vandmálið. Allir viðurkenndir hagstjórnargrunnar og Nóbels verðlaunahafar hingað til byggja sín fræði og ályktanir á þessu aðal vandmáli.
Við getum því miður sökum fólksfæðar og auðlinda alls ekki fjármagnað þetta áhugmál oftast úr græðgifjölskyldum.
Alhæfingar sem byggja á almennum staðreyndum eru alltaf bestu rökin því undantekningarnar styrkja þær.
Ég er mjög sáttur við að hafa fengið 10 í endanlegri stærðfræði [hrein rökhryggja] við H.Í . næsti fékk 7 og allir hinir 5 eða minna 183 í samkeppni. Enda hef ég engan áhuga á sérfræði sem er komin út fyrir efnislegan grunn með ég byggi tilvist mína á jörðinni.
Ég var ekki mjög sáttur við athyglina sem sönnum mína á sukkinu fékk á blogginu um daginn.
Græðigisvakinn sem var leystur úr læðingi.
Max er Max að mínu mati og jarðtengdur með tilfinningu fyrir umhverfinu.
Júlíus Björnsson, 1.2.2010 kl. 04:11
UPPFÆRT: Ég skeytti inn viðtalinu við Max Keiser í Silfri Egils fyrst það er komið inn á YouTube (Max setti það sjálfur inn á sína eigin "rás", MaxKeiserTV).
Guðmundur Ásgeirsson, 1.2.2010 kl. 05:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.