Jákvæð umfjöllun fyrir málstað Íslands
29.1.2010 | 21:19
Í framhaldi af góðri frammistöðu þeirra sem haldið hafa málstað Íslands á lofti fyrir erlenda fjölmiðla að undanförnu er hér samantekt á nýjustu tíðundum af þeim vettvangi, og verður hún uppfærð eftir því sem fleiri tenglar berast:
31.1.2010 Max Keiser í Silfri Egils á RÚV (Myndstraumur):
Í viðtalinu sagði Keiser að Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands og Gordon Brown, forsætisráðherra, hafi beinlínis framið hryðjuverk gegn Íslandi með aðgerðum sínum og yfirlýsingum. Einnig sagði hann frá samtölum sem hann átti við starfsmenn erlendra banka á 101 hóteli fyrir nokkrum árum þar sem þeir lýstu því hvernig þeir tækju stöðu gegn krónunni og myndu stórgræða á því að leggja efnahagslífið í rúst.
31.1.2010 Grein mbl.is um viðtalið við Max Keiser í Silfri Egils:
Segir Darling og Brown vera hryðjuverkamenn
29.1.2010 Ólafur Ragnar Grímsson í viðtali á CNN frá ráðstefnu World Economic Forum í Davos, Sviss:
"We are being bullied. The British and the Dutch are using their influence within the IMF to prevent the IMF program from going forward," Grimsson told CNN's Richard Quest. ...
"...when I was faced with a decision between the financial concerns on the one hand, and democracy on the other, I decided to go with democracy." ...
"They put my country, on the official Web site, the British government Web site, side by side with al Qaeda and the Taliban. ... Gordon Brown in October and Alistair Darling went on global television, including CNN and stated that Iceland was a bankrupt country.... Which was utter nonsense at its best and financial terrorism on their part at its worst."
28.1.2010 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í viðtali hjá Reuters á ráðstefnu WEF í Davos:
27.1.2009 Ólafur Ragnar Grímsson í viðtali á CNBC:
24.1.2010 Birgitta Jónsdóttir í viðtali hjá Henrik Palmgren í netvarpi Red Ice:
Birgitta Jonsdottir - Financial War Against Iceland (MP3)
Vefritið Kryppa.com segir að í þessu viðtali komi fram sú sannfæring Birgittu að Ísland væri fórnarlamb efnahagsböðuls af því tagi sem lýst er í bókum John Perkins. Hún sagðist jafnframt telja sig hafa borið kennsl á slíka aðila á Íslandi, en sagðist þurfa hjálp við að safna meiri gögnum áður en hún upplýsir opinberlega hver eða hverjir það væru! Það verður spennandi að fylgjast með hvort þarna býr eitthvað meira að baki.
24.1.2010 Birgitta í þættinum Real Deal á írönsku sjónvarpsstöðinni Press TV:
24.1.2010 Grein Alex Jurshevski, sérfræðings í endurskipulagningu ríkisskulda, á vef fyrirtækis síns, Recovery Partners:
23.1.2010 Þórarinn Einarsson í þættinum World Crisis Radio með Webster Tarpley:
Niðurhalshlekkur á viðtalið (MP3)
15.1.2010 Jóhannes Skúlason (InDefence) í þættinum On the Edge with Max (Keiser) á Press TV:
14.1.2010 Birgitta Jóndóttir í þætti Alex Jones á PrisonPlanet (MP3):
13.1.2010 Birgitta Jónsdóttir í þætti Max Keiser á RT (YouTube):
10.1.2010 Símaviðtal vegna IceSave við Michael Hudson í Silfri Egils á RÚV:
8.1.2010 Ákall til Íslendinga frá Hans J. Lysglimt, ritstjóra norska viðskiptablaðsins Farmann:
7.1.2010 Grein Birgittu Jónsdóttur á óháðu fréttaveitunni Voltairenet.org:
7.1.2010 Jóhannes Skúlason (InDefence) í þætti Max Keiser á RT (YouTube):
6.1.2010 Stuðningsyfirlýsing samtakanna Jubilee Debt Campaign:
UK must take some responsibility for Iceland crisis
5.1.2010 Umfjöllun BBC News um IceSave, fréttaskýring og viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands í þættinum Newsnight 6.1.2010:
11.12.2009 John Perkins um efnahagslegar árásir og Ísland á málþingi hjá Commonwealth Club of California en það eru hvorki meira né minna en elstu og stærstu þjóðmálasamtök í Bandaríkjunum sem opin eru almenningi:
19.8.2009 Michael Hudson í bandaríska útvarpsþættinum Guns & Butter með Bonnie Faulkner:
Iceland Recovering From Neoliberal Disaster (MP3)
18.8.2009 Grein Michael Hudson á vef tímaritsins Counterpunch:
Why Iceland and Latvia Won't (and Can't) Pay for the Kleptocrats' Ripoffs
5.4.2009 Grein Michael Hudson á vef hugveitunnar Centre for Research on Globalization:
The Financial War Against Iceland
4.3.2009 Michael Hudson í þættinum Guns & Butter, fjallar um ofbeldi IMF gagnvart Íslandi:
The Way We Were and What We Are Becoming (MP3)
---
Svo er líklega best að ljúka þessu með því að benda fólki á skylduáhorf: stuttmyndina Money Geyser eftir snillinginn Max Keiser úr þáttaröðinni People & Power sem arabíska sjónvarpsstöðin AlJazeera frumsýndi í ágúst 2007. Max heimsækir Ísland til að grennslast fyrir um hið svokallaða "efnahagsundur" og að lokinni greiningu á fyrirbærinu spáir hann af skuggalegri nákvæmni fyrir um hrunið sem varð svo ári seinna. (Tengill hér á samantekt um þetta.)
Meginflokkur: Öryggis- og alþjóðamál | Aukaflokkar: IceSave, Viðskipti og fjármál | Breytt 9.3.2010 kl. 17:39 | Facebook
Athugasemdir
Frábær og viðamikil samantekt hjá þér, Guðmundur. Ég hef reyndar aðeins hlustað á 1. myndbandið með Birgittu og annað þarna með Hans J. Lysglimt, en hlakka til að skoða þetta allt og vil strax láta þess getið, að Birgitta kemur mér – sem þekkti hana þó fyrir úr félagsstarfi Tíbetvina – mjög á óvart, hún er svo fær í enskunni, með fínan framburð, réttar áherzlur, góða þekkingu á nauðsynlegum fagheitum, hugmyndarík að svara og í alla staði með mjög frambærilegar skýringar og málsvörn fyrir okkur Íslendinga. – Og nú stekk ég "heim" í mitt stjórnborð og mæli með þessari vefslóð þinni við alla mína bloggvini.
Jón Valur Jensson, 29.1.2010 kl. 22:08
Þetta er vissulega skemmtileg syrpa, en spurning er hvort þetta er fólk sem ætti að tala fyrir okkur núna, þegar gildir að koma málinu á byrjunarreit, eins og Eva Joly orðaði markmið okkar.
Ég hef bara hlutstað á Ólaf Ragnar og er þeirrar skoðunar að hans framganga skemmi fyrir, vegna þess að hann talar um að við ætlum að borga, sem við ætlum svo sannarlega ekki að gera. Hætt er við að baráttan verði langvinnari þegar forseti landsins er búinn að gefa svona afdráttarlausar yfirlýsingar.
Þessi framganga Ólafs er í hæsta máta pólitísk og hann hefði átt að vísa til þess að Alþingi og þjóðin færu með samninga um Icesave. Satt að segja verð ég reiðari Ólafi eftir því sem ég hugsa málið meira.
Loftur Altice Þorsteinsson, 29.1.2010 kl. 22:46
Ég tek undir með Jóni V. og þakka honum fyrir meðmælin.
Hinsvegar erum við 5 ríkasta þjóð í heimi miðað við höfðatölu: per captia. En mjög neðarlega hvað varðar heildar þjóðartekjur í hernaðarlegum samanburði.
Líka eru auðlindir okkar takmarkaðar og nauðsynlegar til að halda uppi mannsæmandi lífskjörum næstu aldirnar.
Nákvæmni er viðeigandi í þessum málum gagnvart umheiminum.
Hátt hreykir heimskur sér og við eigum að læra af reynslunni.
Í ljósið þess að útflutningur okkar er ekki fullvinnsla. Má fullyrða að við værum sú ríkasta per capita ef fullvinnsla væri hliðstæð þeirri í þýskalandi.
Við sökum fæðar getum notað gæða hagstjórnar grunn almennt hárra launa til auka þjóðartekjurnar. Hagstjórnargrunnur stórborga með fólksfjölda og auðlinda vandamál er aðalvandmálið og fræðingarnir hér sem honum fylgja af því þeir hafa ekki lært annað.
Júlíus Björnsson, 29.1.2010 kl. 23:02
Ég er sammála þér, Loftur. Forsetinn gengur allt of langt þarna. Hann hefði a.m.k. (ef hann er hræddur við að styggja ríkisstjórnina) getað vísað í það, sem þau sjálf sögðust "halda til haga" (ekki norður í Þistilfirði, heldur fyrir Breta og hvern sem vita vildi), að íslenzk stjórnvöld hafi ekki með lögunum viðurkennt neina lagaskyldu okkar (þ.e. skv. EES-reglum o.s.frv.) til að borga fyrir Icesave.
Hann hefði líka, án þess að hægt væri að ásaka hann fyrir að gera embættið [of] pólitískt, minnt á það, að margir lögfræðingar og þar á meðal okkar beztu og sérfróðustu hafi hafnað því, að nokkur lagaleg réttlæting fyrirfinnist fyrir gjaldskyldu íslenzka ríkisins eða þjóðarinnar í þessu máli.
Þessi fréttamaður í Kaiser Report segir einmitt beinlínis þetta sama: að það sé enginn 'legal basis' fyrir slíkum kröfum Breta og Hollendinga. Útlendingar sjá þetta (m.a. Mishcon de Reya-malflutningsstofan) – hvers vegna þumbast þá allmargir Íslendingar við að viðurkenna þetta?!
Jón Valur Jensson, 29.1.2010 kl. 23:26
Mjög áhugaverð samantekt hjá þér Guðmundur. Hvernig væri hin lýðræðislega og stjórnmálalega umræða án netssamfélagsins og bloggara?
Það er ljóst að Ólafur Ragnar forseti beitir sér í þágu Íslands af alefli til að útskýra þrönga stöðu þjóðarinnar. Á ögurstundi í sögu þjóðarinnar þarf forsetinn að beita sér hvar og hvenær sem er og það gerir hann svo sannanlega. Margir eiga eftir að gagnrýna hann fyrir þetta en ég bið nú fólk að skoða þetta í þessu ljósi. Oft var þörf en nú er nauðsyn.
Þáttur Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar, kemur skemmtilega á óvart. Hún kemur vel fyrir og er greinilega vel inn í málum - og tungumálinu. Það sem er athyglisvert er ,,þögn" íslenskra fjölmiðla bæði um framgöngu forsetans og alþjóðlega baráttu Birgittu í þágu Íslands.
Jón Baldur Lorange, 29.1.2010 kl. 23:45
Frábær samantekt Guðmundur, var að sjá fyrstu tvö viðtölin og flott að sjá George Galloway er enn í fullum gír. Er ekki í lagi að stela þessari færslu? Hef hlekk á þig
Kær kveðja og Lifi Byltingin gegn þeim sem telja okkur sína þræla!!
Alfreð Símonarson, 30.1.2010 kl. 03:44
Ég vil bara benda á það að eignarstéttin á meginlandinu, telur upp ekki upp auðlegð sína þegar hún er að fara fram á afslátt.
Ég myndi aldrei vefengja umráðarétt UK til hafa yfirumsjón með sínum samkeppni bankamarkaði. Reglugerðin 94 er sett til að koma í veg fyrir lokun útibúa, í ljósi skaðans sem fall eins útibús veldur alla ábyrgðaraðila sama einkatryggingakerfis og sama markaðar ef út í það er farið bankakerfis allrar Evrópsku Sameiningarinnar um einn út við við gagnvart Stóra-Alþjóða samfélaginu.
Ömurlegt að vera blanda almenningi í þessi mál sem allstaðar á að njóta verndar gegn mismunun og alls ekki að vera ábyrgð á annarra mistökum.
Bretar bera ábyrgð á sínum heimavelli.
Júlíus Björnsson, 30.1.2010 kl. 04:10
Takk fyrir undirtektirnar góðir gestir.
Nýjasta nýtt á CNN 29.1.2010 frá Davos:
Iceland president: We are being bullied
"We are being bullied. The British and the Dutch are using their influence within the IMF to prevent the IMF program from going forward," Grimsson told CNN's Richard Quest.
"They put my country, on the official Web site, the British government Web site, side by side with al Qaeda and the Taliban.
"And the second thing was that Gordon Brown in October and Alistair Darling went on global television, including CNN and stated that Iceland was a bankrupt country.
"Which was utter nonsense at its best and financial terrorism on their part at its worst."
Guðmundur Ásgeirsson, 30.1.2010 kl. 05:20
EU getur framkallað insolvency þökk mikill samþættingu síðan 1995 íokkar tilfelli. Insolvent is not necessarily bankrupt.
Ísland á mikið af gjaldeyri í Auðlindum og gæða prótín er af skornum skammti ekki bara hjá Litla-Alþjóðasamfélaginu 8% heimsins. Bankrupt ef við getum ekki selt öðrum en EU.
Júlíus Björnsson, 30.1.2010 kl. 05:46
Fín samantekt, takk fyrir. Ég hlustaði fyrst á Birgittu sem kom sterkt út hjá írunum (á örugglega að vera írar?). Hlakka til að skoða restina.
Ragnar Kristján Gestsson, 30.1.2010 kl. 09:05
Ragnar: ef þú ert að meina hjá Press TV, þá er sú stöð írönsk (frá Íran).
P.S. Það er komið myndskeið með viðtali forsetans á CNN í gær, sjá nýjustu færslu mína.
Guðmundur Ásgeirsson, 30.1.2010 kl. 13:18
Málflutningur Ólafs Ragnars er vandamál. Hann virðist vera talsmaður Icesave-stjórnarinnar þótt hann taki vissulega sterkar til orða en nokkurn tíma hefur heyrst úr þeim ranni.
Ólafur Ragnar talar um að við ætlum að greiða, sem er eðlilegt ef hann skilur ekki lagalegu stöðuna. Hann talar aldreigi um hinar lagalegu staðreyndir málsins, þannig að það er sjálfsagt rétt mat að hann skilur þetta ekki.
Ég vil taka fram að öðru leyti er framganga Ólafs Ragnars til mikillar fyrirmyndar og vekur vissulega mikla athygli. Þetta gefur Íslendskum bloggurum sérstaklega gott tækifæri til að koma þeim mikilvæga boðskap á framfæri, að lagalega er Icesave ekki okkar mál. Það er hinn mikilvægi boðskapur sem allir landsmenn ættu að láta hljóma.
Loftur Altice Þorsteinsson, 30.1.2010 kl. 15:18
Takk fyrir samantektina.
Jón Þór Ólafsson, 30.1.2010 kl. 16:28
Sæll félagi.
Takk fyrir þetta. Þú hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér.
Vilhjálmur Árnason (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 23:21
UPPFÆRT: Ég bætti við nokkrum myndskeiðum í tímaröðina. Þar á meðal viðtölum Max Keiser við Jóhannes Skúlason (InDefence), forsetanum á CNN og BBC Newsnight, og loks hinni frábæru stuttmynd Money Geyser frá 2007.
Guðmundur Ásgeirsson, 30.1.2010 kl. 23:30
Alfreð: þér er óhætt að tengja við þetta og 'stela' að vild, til þess er leikurinn gerður.
Guðmundur Ásgeirsson, 30.1.2010 kl. 23:31
Frábært hjá þér Boffs.... svalur...
Ég er stoltur af að vera bloggvinur þinn.
Bara ef alþingismenn mundu hlusta á Michael Hudson og Joseph Stiglits.
Vilhjálmur Árnason (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 00:37
ATHUGIÐ: Max Keiser snýr aftur til Íslands og verður gestur í Silfri Egils á morgun, sunnudaginn 31. janúar kl. 12:30 !!!
Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2010 kl. 01:21
frábær samantekt Guðmundur... þjóðin nýtur miklu meiri stuðnings en af er látið hérlendis, sér í lagi hjá breskum almenningi - hef fengið ótrúlega sterk viðbrögð
þá verður að segjast að ÓRG hefur staðið með þjóðinni sinni í þessu máli og mér er nokk sama hvaða forsendur honum er gefnar - hann er þó í það minnsta að útskýra málstað okkar á mannamáli með mjög sannfærandi hætti.
hlakka til að horfa og hlusta á Max Keiser á eftir... það er búið að vera mjög sérstök upplifun að vera í viðtölum hjá þessum sérstæðu kvistum:)
Birgitta Jónsdóttir, 31.1.2010 kl. 09:16
Þakka góðar undirtektir Vilhjálmur.
Takk fyrir innlitið Birgitta, og kærar þakkir fyrir þín afrek í þessari samantekt, þú stendur þig mjög vel í þessu "áróðursstríði".
Ég er sammála því að ÓRG er að standa sig vel burtséð frá skoðunum manna á því hvort við eigum að borga eða ekki. Hann skýrir málið á einfaldan og diplómatískan hátt frá sjónarhorni okkar skattgreiðenda sem vill oft gleymast í umræðunni. Ánægðastur er ég þó með hvernig hann gefur Bretum og Hollendingum á baukinn í nýjustu viðtölunum.
Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2010 kl. 16:46
Þakka ykkur báðum, Birgitta og Guðmundur. Og Jón, fyrir að benda okkur á það.
Elle_, 31.1.2010 kl. 21:37
UPPFÆRT: Ég bætti við enn fleiri tenglum, og skeytti inn viðtalinu við Max Keiser í Silfri Egils fyrst það er komið inn á YouTube (Max setti það sjálfur inn á sína eigin YouTube "rás", MaxKeiserTV).
Guðmundur Ásgeirsson, 1.2.2010 kl. 05:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.