Stefnumál Samtaka Fullveldissinna

Fjárfestingarstofa Íslands vinnur nú að útfærslu á hugmynd sem snýst um að byggja svokallað ylræktarver í nágrenni virkjana og nýta orkuna beint til framleiðslu á grænmeti eða öðrum afurðum til útflutnings. Sjá nánar í tengdri frétt mbl.is

Ég fagna slíkum þreifingum mjög, en sambærilegar hugmyndir komu fram í stefnuskrá Samtaka Fullveldissinna sem samþykkt var í fyrra. Samtökin telja slíka starfsemi henta vel til að nýta bæði orku, hita og koltvísýring sem fellur til í jarðvarmavirkjunum, auka matvælaöryggi og sjálfbærni þjóðarinnar, ásamt því að spara dýrmætan gjaldeyri og jafnvel skapa útflutningstekjur.

Það má því segja að ef þetta verður að veruleika hafi fullveldissinnar þegar náð fram einu af sínu helstu stefnumálum, þrátt fyrir að samtökin séu ný af nálinni og hafi hingað til ekki náð að komast í áhrifastöður í stjórnkerfinu. Vonandi verður þetta hvatning til grasrótarinnar og skilaboð um að baráttan fyrir góðum málefnum sé ekki til einskis.

Áfram ylrækt! Aukum sjálfbærni og spörum gjaldeyri! Smile


mbl.is Ylræktarver á teikniborðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott mál.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 22:02

2 identicon

Frábær hugmynd og gott framtak.

Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband