Alþjóðleg undirskriftasöfnun hafin

Eins og kom fram í viðtali Alex Jones við Birgittu Jónsdóttur þingmann í fyrradag, þá hefur verið hleypt af stokkunum alþjóðlegri undirskriftasöfnun á netinu til stuðnings við málstað Íslendinga í IceSave deilunni við bresk og hollensk stjórnvöld.

Slóðin á undirskriftasöfnunina er: SaveThePeopleOfIceland.com

Leiddar hafa verið að því líkur að ef Íslendingar felli samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu geti það skapað mikilvægt fordæmi fyrir aðrar þjóðir sem eiga undir högg að sækja þar sem fjármála- og stjórnmálaöfl hafa sammælst um að þröngva tapi og skuldum einkafyrirtækja upp á skattgreiðendur. Ummæli á borð við "Við erum öll Íslendingar" bera vott um að vandamálið er ekki séríslenskt, sá stórfelldi þjófnaður og kúgun sem í þessu felst virðir engin landamæri. Það er því aðeins með víðtækri alþjóðlegri samstöðu sem almenningur getur reynt að snúa þessari þróun við. Víða um lönd er fólk tilbúið að rísa upp gegn fjármálaveldinu en er hikandi vegna þess að það vantar frumkvæði, við getum orðið þessu fólki mikilvæg hvatning og undirtektirnar hafa hingað til verið mjög jákvæðar í garð Íslands.


mbl.is Fagna samstöðu um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

"Save the people of Haítí" er mér ofar í huga í augnablikinu

Finnur Bárðarson, 16.1.2010 kl. 18:42

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hjartanlega sammála því, en þar eru Íslendingar einmitt fremstir í flokki og hafa sýnt af sér færni og vinnubrögð sem eru mörgum ljósárum á undan björgunarsveitum frá öðrum löndum! Það er kannski langsótt en samt má færa rök fyrir því að ef við fáum stuðning alþjóðasamfélagsins við endurreisn efnahagslífsins mun það meðal annars ráða úrslitum hvort við munum geta haldið úti svona hjálparstarfi í framtíðinni. Til lengri tíma mætti því e.t.v. útfæra þetta svona: "Help the people of Iceland to save those who really need it!"

Guðmundur Ásgeirsson, 16.1.2010 kl. 19:27

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

P.S. Í fréttum RÚV var sagt frá því að íslenska björgunarsveitin væri nú að störfum í bankabyggingu sem hefði hrunið í jarðskjálftanum. Mér fannst sem hugtök eins og "björgunaraðgerðir vegna bankahruns" fengju við þetta alveg nýja merkingu. Kannski er það þörf áminning fyrir okkur vesturlandabúana að þrátt fyrir allt þá eru vandræði okkar lítil í samanburði við þær þjáningar sem þarna eiga sér stað.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.1.2010 kl. 19:33

4 identicon

Finnur, kannski gerist það í leiðinni. Við gætum komið af stað eitthverju sem gæti komið öllum til góðs á þessari plánetu.

Alexander (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 12:36

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mesta kröm Haítíbúa í áratugi, er einmitt það sem hér liggur fyrir ef illa fer. IMF og alþjóðafyrirtækin hafa blóðmjólkað þetta land og skilið það eftir í fátækt upplausn og spillingu.  Ef okkur tekst að hrinda árás alþjóðakapítalsins á okkur, þá er aldrei að vita nema að það forði fleiri þjóðum frá svipuðum örlögum. Allavega er Iceave fordæmismál um rétt bankanna til yfirgangs og þess að þeir þurfi aldrei að taka ábyrgð á gjörðum sínum framar. Það er verra en það sem áður var. Nú geta menn gleymt ábyrgðinni og gamlað frítt.  Það er því mikil ábyrgð sem hvílir á kjósendum hér.  Þetta er langt frá því að vera okkar einkamál, þessvegna höfum við stuðning.  Hann er engin tilviljun eða samúð.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.1.2010 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband