Wall Street vill ekki afskrifa skuldir Grikklands
22.6.2011 | 20:24
Bernanke: Ef ekki tekst að leysa úr þessu ástandi getur það ógnað fjármálakerfum Evrópu, alþjóðlegu fjármálalífi og pólitískri samstöðu í Evrópu
Lesist: Bandarískir bankar mega ekki við afskriftum á þjóðarskuldum Grikklands.
Bætist þá snart í hóp áhyggjufullra:
Danir vilja ekki borga skuldir Grikklands
Bretar vilja ekki borga skuldir Grikklands
Grikkland er IceSave Evrópusambandsins
![]() |
Ógnar fjármálamörkuðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Danir vilja ekki borga skuldir Grikklands
22.6.2011 | 20:16
Bretar vilja ekki borga skuldir Grikklands
22.6.2011 | 20:15
Eðlilega ekki: Greek debt crisis could cost UK £335bn
Sem jafngildir 62 þúsund milljörðum króna eða 24% af þjóðarframleiðslu Bretlands.
IceSave hvað???
![]() |
Meirihluti Breta vill yfirgefa Evrópusambandið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigð skynsemi hafnar upptöku Evru
22.6.2011 | 14:44
Og líka þessu:
Grikkland er IceSave Evrópusambandsins - bofs.blog.is
Íslendingar eru búnir að hafna tvisvar með afgerandi hætti tilraunum til að láta þá borga skuldir annara. Því er engin ástæða til að ætla að þeir hafi vilja eða getu til að borga skuldir Grikklands, hvað þá Írlands, Portúgals, Spánar, Ítalíu, Belgíu, eða annara ríkja sem munu hugsanlega þurfa á því að halda.
Meðmæli OECD með upptöku evru hljóta að hafa verið skrifuð af hagfræðingum. Það er ein af fáum fræðigreinum þar sem tengsl við raunveruleikann virðast vera aukaatriði.
![]() |
OECD mælir með upptöku evru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Grikkland er IceSave Evrópusambandsins
21.6.2011 | 18:20
Athyglisverðar tölur eru komnar fram um skuldavanda Grikklands. Samanlagðar ábyrgðir evruríkjanna vegna skuldavanda Grikklands nema nú þegar um 100.000 krónum á hvert heimili á evrusvæðinu og þurfa að hækka í tæpar 300.000 kr. á næstu misserum vegna frekari neyðarlána til Grikklands. Þessi lán, sem þjóna fyrst og fremst þeim tilgangi að gera upp skuldbindingar Grikklands við fjármálastofnanir í hinum evruríkjunum, verða ekki forgangskröfur þegar Grikkland fer á hausinn heldur mun þurfa að afskrifa þau til jafns við aðrar kröfur. Hversu mikið er ómögulegt að segja til um á þessum tímapunkti, það eina sem hægt er að fullyrða er að þetta verður dýrkeyptara en látið er í veðri vaka. Athugið að þarna er aðeins verið að tala um ábyrgðir vegna Grikklands en ekki annara ríkja í vanda sem vega margfalt þyngra í efnahagslífi álfunnar eins og Spánn, Ítalía, Belgía o.fl.
Það er fróðlegt að bera þetta saman við þær ábyrgðir sem íslensk stjórnvöld vildu undirgangast vegna uppgjörs IceSave reikninga Landsbankans. Þar var um að ræða áhættu sem var einnig mikilli óvissu háð en þó aldrei minni en 26 milljarðar og líklega nær 50 milljörðum en hugsanlega miklu meira, allt eftir endurheimtum og þróun annara efnahagslegra áhrifaþátta. Þetta gefur mjög sambærilega útkomu, eða á bilinu 148-280.000 krónur á hvert íslenskt heimili, en sem betur fer tókst hópi af góðu fólki að afstýra því og verði ykkur að góðu fyrir það! Enn hefur því ekki verið svarað hvernig leiðtogar stjórnarflokkana ætluðu sér að fara að því að borga þessar skuldir Landsbankans, heldur hefur þvert á móti nú verið viðurkennt að í rauninni voru aldrei til peningar fyrir þessu.
Á Íslandi hafa sömu stjórnvöld og vildu leggja skuldir alþjóðlegra fjárglæpamanna á skattgreiðendur, ákveðið að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þetta er meira að segja burðarásinn í stefnu annars stjórnarflokksins, með upptöku Evru sem sitt helsta (og eina) markmið í efnahagsmálum þjóðarinnar. Með öðrum orðum að hafinn verði stórfelldur innflutningur á efnahagsvanda erlendra ríkja, þrátt fyrir að íslenska þjóðin hafi nú þegar hafnað slíkum tilraunum í tvígang með afgerandi hætti. Virðist þá engu skipta þó það krefjist þess að við uppfyllum (Maastricht) skilyrði sem jafngilda því að vera nánast með stöndugasta þjóðarbúskapinn í Evrópu eins og staðan er í dag. Ef við gefum okkur að slíkt sé á annað borð mögulegt hlýtur sú spurning að vakna hver væri skynsemin í því að kasta slíkum árangri fyrir róða til að gerast aðili að því sem stefnir í að verða fyrsta hópþjóðargjaldþrot mannkynssögunnar, og þótti þá mörgum nóg um íslensku bankana þrjá sem hver um sig er meðal tíu umfangsmestu fyrirtækjagjaldþrota.
Hér á Íslandi hefur annar ríkisstjórnarflokkurinn nákvæmlega engan áhuga á því að fara íslensku leiðina og leggur frekar áherslu á að drekkja landanum í skuldum til þess að umbuna erlendum kröfuhöfum og pólitískum vindhönum, meðal annars með inngöngu í bandalag sem gerir fátt af viti og stóreykur skuldir flestra aðildarríkjanna. Við því er kannski ekki að búast að flokkur sem virðist halda að myndskreyttir pappírsmiðar séu einhvers virði ef maður bara bara prentar nógu mikið af þeim, eigi sér von um vitrun. Að hinn stjórnarflokkurinn skuli veita þessari stefnu þegjandi samþykki sitt þvert gegn þeirri stefnuskrá sem hann var kosinn út á er heldur ekki nýlunda í stjórnmálum, en öllu vafasamari var stuðningur þeirra við útgáfu stærsta gúmmítékka í sögu lýðveldisins með veði í eignum þess.
Írar eru búnir að átta sig og hafa nú loksins ákveðið að fara íslensku leiðina með því að þvinga kröfuhafa stærsta bankans þar til að taka á sig 90% skerðingu, eftir að hann var ríkisvæddur í fyrra og endurfjármagnaður á kostnað skattgreiðenda. Í stað þess að umbuna alþjóðlegum braskfyrirtækjum sem bera hina raunverulegu ábyrgð á því að hafa klessukeyrt fjármálakerfið til að byrja með, virðast Írar ætla að taka hagsmuni þjóðfélagsins fram yfir þjónkun við útlenda forréttindahópa.
Það er óneitanlega sérstakt að á sjálfu landinu sem fordæmið er kennt við skuli sitja ríkisstjórn sem þrjóskast við að fylgja því. Í stað þess að sækjast eftir að borga skuldir Grikklands ætti Ísland að vera ríkjum álfunnar leiðarljós á þessum erfiðu tímum.
Við eigum aðild að íslensku leiðinni og þurfum ekki þá brüsselsku.
![]() |
300 þúsund krónur á hvert heimili vegna Grikklands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 22.6.2011 kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Forsendur kjarasamninga þverbrostnar
15.6.2011 | 13:13
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
NEI við Berlusconi
13.6.2011 | 18:31
Árangur NEI-hreyfingar án hliðstæðu
13.6.2011 | 15:45
IceSave | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Óbeint greiðslufall Seðlabankans
7.6.2011 | 20:39
Viðskipti og fjármál | Breytt 8.6.2011 kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldhúsdagsmótmæli á miðvikudagskvöld
7.6.2011 | 19:00
Mótmæli | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stórfelld fölsun þjóðhagsreikninga
7.6.2011 | 17:17
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Samstöðumótmæli á Austurvelli sunnudag
4.6.2011 | 17:40
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eignir banka gerðar upptækar
4.6.2011 | 17:16
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kenningum um aldursgreiningu hrundið
4.6.2011 | 15:13
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Evrópskt réttlæti í verki (MYNDIR)
29.5.2011 | 03:24
Öryggis- og alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)