Skuldir nokkurra Evrópuríkja í hlutfalli við framleiðslu

european-debt.jpg

Til samanburðar eru heildarskuldir ríkissjóðs Íslands 94,6% af áætlaðri landsframleiðslu 2009 miðað við stöðuna í lok 2009Q3 og spáð er hallarekstri rétt innan við 10% af landsframleiðslu á ársgrundvelli. Þetta er þó ekki sundurliðað í innlendar vs. erlendar skuldir sem eru lykilatriði við mat á greiðsluþoli og á að miða við viðskiptajöfnuð en ekki framleiðslu.
mbl.is Forsendur IFS-álits svartsýnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er úr nýjustu skýrslu Seðlabankans:  "Heildarskuldir hins opinbera eru áætlaðar 2.024 milljarðar eða 129% af vergri landsframleiðslu. Skuldir án Icesave eru áætlaðar 1.794 milljarðar eða 114% af landsframleiðslu (miðað er við 88% endurheimtur af Icesave)."

Íslendingar trjóna á toppnum í þessu, annars þyrftum við ekki að hafa allar þessar áhyggjur af framtíðinni.

Axel Jóhann Axelsson, 24.12.2009 kl. 04:42

2 identicon

Gleðileg Jól

Þeir glóálfar sem sátu yfir spám sínum um landsframleiðslu eru langt frá endamarkinu þar sem ófyrirséð eins og heiftarleg átök verkalýðsfélaga um kaup og kjör og þar á meðal sjómenn sem sigla í land.

Hið háa Alþingi háði uppboðsmarkað á lögum fyrir jólin og skelfilegt að horfa á þetta og bara sem dæmi um sjómenn var ekki rætt við þá né útgerðarmenn sem hagsmunaaðila sem þó er skylt samkvæmt stjórnsýslulögum.

Það sem þarna skeði var grafalvarlegt mál og borðleggjandi að taka þurfi þessi fjárlög upp aftur eftir áramót það er alveg á hreinu.  Margeir Pétursson eigandi MP banka er sá eini sem er með réttar spár og verðbólgu og fleira og að óbreyttu spáir hann okkur í MBL í dag að við verðum eins og Austantjaldsríki von bráðar.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 24.12.2009 kl. 21:29

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir nýrri og betri (verri? ;) upplýsingar Axel Jóhann.

Annars óska ég öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!

Guðmundur Ásgeirsson, 24.12.2009 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband