Hefði þetta talist fréttnæmt þann 10.9.2001?
8.1.2007 | 18:28
Fyrir 11. september 2001 hefði verið útilokað að fjölmiðlar utan bandaríkjanna myndu verja plássi undir svona smáfrétt. Hvort sem um er að ræða hræðslu"áróður" eða ekki þá er þetta að minnsta kosti "hræðslu-fréttaflutningur" sem er til þess fallinn að minna okkur á yfirstandandi stríðsrekstur gegn hryðjuverkum. Vonandi er allt í lagi í NY, en ósjálfrátt minnist maður þess að það var einmitt við samkonar aðstæður sem mesti fréttaatburður þessarar aldar átti sér stað. Þá á ég auðvitað við fyrirvaralaust niðurrif tvíburaturnanna (byggingar úr stáli hrynja nefninlega ekki svo glatt vegna elds og hrun þeirra minnti mest á stýrðar niðurrifssprengingar, en það er efni í aðra grein!). Fyrir fádæma tilviljun voru veðurmyndavélar á þaki hússins ekki í gangi þann dag eins og vant er, "vegna viðhalds" er opinbera skýringin. Fyrir enn merkilegri tilviljun hafði slökkvilið verið kallað til vegna gasleka í grennd við WTC, og með í för voru franskir kvikmyndagerðarmenn sem voru að taka upp heimildarmynd. Þeir náðu einu myndunum sem vitað er um af fyrri árekstrinum. Ein samsæriskenningin segir að myndavélastoppið hafi verið með ráðum gert svo engar myndir næðust af niðurrifinu, en önnur samsæriskenning segir að gasleka-útkallið hafi verið sviðsett til þess einmitt að tryggja að einhverjar myndir næðust til að spila í fjölmiðlum og hrella almenning með. Persónlega myndi ég toppa það með því að segja að bæði myndavélastoppið og gaslekinn hafi verið sviðsett, til þess að tryggja að myndir næust en þó aðeins úr hæfilegri fjarlægð til að vera gagnslítil sem heimild um hvað raunverulega varð turnunum að falli. En það væri auðvitað bara tilgáta sem verður seint hægt að sanna, enda er fyrir löngu síðan búið að moka upp leifum turnanna, brytja þær niður í frumeindir og skipa þeim um borð í skip sem fóru svo til Kína með úrganginn til urðunar. Það hlýtur að teljast einkennileg meðferð á sönnunargögnum sem varða stærsta fjöldamorð sem framið hefur verið í einu mesta her- og lögregluríki mannkynssögunnar! Vonandi er þessi gasleki núna ekki til marks um að fleiri "einkennilegar tilviljanir" séu yfirvofandi.
Bestu kveðjur til NY.
Tilkynnt um megna gaslykt í New York | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Tölvur og tækni | Breytt 28.1.2007 kl. 14:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.