Vatn hefur fundist á tunglinu!

Times segir frá því að indverskt tunglkönnunarfar hafi fundið í fyrsta skipti sannanir þess að vatn sé að finna í umtalsverðum mæli á tunglinu. Upplýsingar um þetta komu frá mælitæki á vegum NASA, geimferðastofnunar Bandaríkjanna, um borð í ómannaða könnunarfarinu Chandrayaan-1 sem indverska geimrannsóknastofnunin sendi á braut um tunglið í október á síðasta ári. Þessi uppgötvun er talin geta markað tímamót í sögu geimrannsókna, og jafnvel opna fyrir þann möguleika að reist verði geimstöð á tunglinu innan fárra áratuga. Aðgengi að vatni hefur einmitt verið talin ein af meginforsendum næstu skrefa í mönnuðum geimferðum. Auk ummerkja um tilvist vatns fundust óvæntar vísbendingar um að vatn kynni ennþá að vera að myndast á tunglinu, og að þar væri einnig að finna vetni sem hugsanlega mætti nota sem eldsneyti til frekari geimkönnunar.

Þann 9. október nk. mun svo annað geimfar á vegum NASA sleppa fargi sem ætlað er að brotlenda í djúpum gíg nálægt suðurpól tunglsins þar sem ávallt er skuggi og því mjög lágt hitastig. Við höggið er búist við að talsvert af efni og jafnvel ís muni þyrlast upp sem hægt verði að skoða nánar frá jörðu með sjónaukum og öðrum störnuskoðunartækjum. Þrátt fyrir að þessi aðferð sé ekki óumdeild og myndi hæglega flokkast undir "náttúruspjöll"ef þetta væri gert á jörðinni, þá verður engu að síður forvitnilegt að fylgjast með því hvaða uppgötvanir verða gerðar í kjölfarið.


mbl.is Vatn fannst á tunglinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér skilst að það sé hægt að fá Coca cola þar líka.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.9.2009 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband