Stór tala, en... ekki er allt sem sýnist
17.9.2009 | 02:20
Samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru að minnsta kosti 750.000 barnaníðingar á Internetinu. Áður en lengra er haldið vil ég taka það skýrt fram að ég hef andstyggð á svoleiðislöguðu eins og flest heilbrigt og eðlilegt fólk. Sem stuðningsmaður tjáningarfrelsis get ég þó ekki stillt mig um að vara við þeim áhrifum sem svona fréttaflutningur hefur á þann ágæta málstað. Það eru nefninlega ýmsir valdamiklir aðilar sem hefðu áhuga á að geta ritskoðað Internetið, og fátt þjónar þeim betur til að afla þeirri tilhneigingu fylgis en að birta fyrirsögn með stóra og ógnvekjandi tölu eins og 750.000 í sömu setningunni og orðið "barnaníðingar". Án tölfræðilegs samhengis virðist þetta vera mikið og er þess vegna til þess fallið að vekja sterkar tilfinningar hjá fólki og móta skoðanir þess á þann veg að það styðji frekar skerðingu tjáningarfrelsis. En hvað þýðir þessi tala eiginlega?
Til að horfa aðeins á staðreyndirnar þá skulum við skoða tölfræðina. Miðað við áætlaðan fjölda Internet notenda (>1,6 milljarðar) þá eru þætta færri en einn af hverjum 2.000 notendum. Til samanburðar þá áætlar Scotland Yard að á barnaníðingar á Bretlandi séu fleiri en tíu á hverja 2.000 fullorðna íbúa. Með öðrum orðum má draga þá ályktun að það séu 10 sinnum fleiri barnaníðingar á Bretlandi en á Internetinu í heild, miðað við höfðatölu, en því miður þá hef ég ekki sambærilegar tölur fyrir Ísland. Í tölfræðilegu samhengi virðist því annaðhvort að Internetið sé mun öruggara en raunheimurinn, eða þá að í Bretlandi sé allt vaðandi í barnaníðingum.
Við þurfum að gæta tjáningarfrelsis því það er með því dýrmætasta sem við eigum, dulbúnum árásum á það verður að hrinda af hörku og varast allar blekkingar! Hinsvegar ber að sjálfsögðu að fordæma barnaníð og reyna að koma í veg fyrir, eða refsa mönnum fyrir slíkt athæfi. Samkvæmt ofantöldum niðurstöðum væri rétti staðurinn fyrir löggæsluna til að einbeita sér að ekki Internetið, heldur Bretlandseyjar (og auðvitað önnur lönd með svipað hlutfall barnaníðinga).
750 þúsund níðingar stöðugt á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tjáningar frelsið hefur aldrei verið okkur mikilvægara en núna en það´verða gerðar margar atlögur að því og undir misjöfnum formerkjum. Ritkskoðun kemur ekki til með að koma í veg fyrir lögbrot einugnis fræðsla og gegnsæi gerir það
Jón Aðalsteinn Jónsson, 17.9.2009 kl. 23:36
Sæll - hljóð komið i lag á borgarfunds myndböndunum
Halldór Sigurðsson, 18.9.2009 kl. 06:53
Takk fyrir það Halldór.
Guðmundur Ásgeirsson, 21.9.2009 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.