Hver virðir ekki alþjóðlegar reglur núna, ha?

Í tengslum við IceSave málið hafa Evrópusambandsríkin gjarnan haldið á lofti þeim rökum að með því að ábyrgjast ekki innstæður erlendra ríkisborgara væri Ísland að brjóta þær leikreglur sem gilda um bankaviðskipti á evrópska efnahagssvæðinu. En nú hefur Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO) hinsvegar úrskurðað að Evrópusambandið hafi stutt flugvélaframleiðandanum Airbus með ólöglegum niðurgreiðslum. Er ég nokkuð sá eini sem sér votta fyrir ákveðni hræsni þegar þessi tvö mál eru borin saman í þessu samhengi?


mbl.is Ólöglegar niðurgreiðslur ESB til Airbus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til helvítis með ESB hræsnarar og glæpamenn ! Þetta sýnir það sem ég hef alltaf haldið fram þetta eru nýju Sovétríkin að rísa !

Jón Þ. Sig (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 21:36

2 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Það veit hver sem vill vita, að ESB er fyrst og fremst bandalag til að verja hagsmuni stórfyrirtækja í Evrópu.

Það sama á reyndar við um Bandaríkin, nema hvað þar er ástandið heldur verra, því bandaríski herinn er eins og þjónustu aðili hjá stórfyrirtækjum.

Sigurjón Jónsson, 5.9.2009 kl. 14:24

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Við þetta má bæta að Jack Straw dómsmálaráðherra ESB-ríkisins Bretlands viðurkenndi í viðtali við Telegraph í gær að hagsmunir breska olíufyrirtækisins British Petroleum hefðu spilað inn í þá umdeildu ákvörðun að framselja Lockerbie tilræðismanninn al Megrahi til Líbýu. Bresku stjórnvöld höfðu áður þverneitað því að viðskiptahagsmunir tengdust ákvörðuninni á nokkurn hátt.

Athugið að þetta eru sömu stjórnvöld og beittu hryðjuverkalögum til að fyrsta íslenskar eignir, ekki bara Landsbankans heldur Ríkissjóðs og Seðlabanka Íslands þar á meðal gullforða okkar, ásamt því að yfirtaka Kaupþing, stærsta fyrirtæki Íslands á þeim tíma, nánast með vopnavaldi. Halda þeir sem vilja ólmir ganga í ESB að þetta muni verða eitthvað öðruvísi á meðan gömlu stóru herþjóðirnar ráða þar mestu? Þegar ESB-sinnar færa rök fyrir því afhverju Ísland ætti yfirhöfuð að tilheyra þessum klúbbi þá hafa helst verið nefnd fyrir því efnahagsleg rök. Ætli fjölskyldum fórnarlamba Lockerbie tilræðisins sé ekki nokkuð sama um efnahagsleg rök núna?

Hugsjónir eru aldrei ókeypis, það er alltaf hægt að færa efnahagslög rök fyrir því að fara á svig við þær. En ætli það sé það sem við viljum fyrir Ísland? Ef svo er þá ættum við kannski bara að sleppa því að tala í kringum hlutina og setja fullveldi og sjálfstæði lands og þjóðar strax á uppboð á markaðstorgi alþjóðaviðskiptanna.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.9.2009 kl. 14:47

4 Smámynd: Swami Karunananda

ESB - aðild er og verður ætíð vafasöm í augum okkar sem lítum á alla jörðina sem vort heimaland, ekki bara hina agnarlitlu totu sem ´Evrópa´ kallast (en ESB er að minni hyggju helbert hagsmunagæsluvígvirki Evrópuþjóða gagnvart afgangnum af heimsbyggðinni - eigingjarnt nesjamennskubrambolt af því tagi sem við verðum að leggja endanlega að baki ef hin sanna eining mannkynsins, sem alla mikla hugsjónamenn sögunnar hefur dreymt um, á nokkurn tíma að verða eitthvað annað en tantalíserandi hilling).

Efnahagsleg rök eru aum og ámátleg rök ef þau sniðganga grundvallarídeöl um sanngjarnari og samhentari veröld, sem allar þjóðir heims eiga sína réttmætu hlutdeild í. Og ESB er að mínu viti ekki afl í þjónustu slíkra ídeala.

En annars væri gaman að heyra hvað ESB - sinnum finnst um ofangreinda rökfærslu. Látið endilega heyra í ykkur!

Kveðjur, Kári

Swami Karunananda, 7.9.2009 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband