Um viðhorf Rehn til aðildarumsóknar Íslands að ESB

Iceland to be fast-tracked into the EU ... "The EU prefers two countries joining at the same time rather than individually. If Iceland applies shortly and the negotiations are rapid, Croatia and Iceland could join the EU in parallel. On Iceland, I hope I will be busier. It is one of the oldest democracies in the world and its strategic and economic positions would be an asset to the EU." - Olli Rehn í The Guardian, 30.1.2009

Það er svosem ekkert erfitt að skilja að hann sé ánægður að fá kannski nóg að gera kallinn. En spurning hvort það er á þeim forsendum sem er rétt að aðildarviðræður fari fram? Þarna koma líka í ljós varhugaverð viðhorf, þ.e. að mikið liggi á að koma Íslandi inn og að það yrði mikill "fengur" fyrir Evrópusambandið. Með öðrum orðum þá ásælist Evrópuveldið Ísland vegna "strategískrar" stöðu og er þar væntanlega verið að vísa til staðsetningar landsins á N-Atlantshafi og aðgengis að norðurslóðum, sem og efnahagslegrar stöðu sem er harla erfitt að skilja í ljósi efnahagsástandsins í dag en mun auðveldara þegar horft er til þeirra auðlinda sem hér eru fyrir hendi, tala nú ekki um þegar farið verður að bora eftir olíu á landgrunninu, en margar þjóðir Evrópu stefna í vandræði í orkumálum.

Spurningin sem hver og einn Íslendingur mun standa frammi fyrir er þessi: Viljum við deila þessum auðlindum með 300 þúsund manns eða 500 milljónum?

Í mínum huga er svarið einfalt: Farðu heim Olli ! (og taktu helst Össur með ;)


mbl.is Rehn fjallar um viðhorf Evrópu til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Útvíkkunarstefna sem hófst fyrir meir en 25 árum markar nú lokatímabil 30 ára áætlunar. Reynslan af þróunarferli EFTA ríkjanna sem formlega gerðust aðilar 1994 ætti að vera nóg til að beina sjónum í átt varanlega áhættulausra tækifæra og hámörkun hagnaðar heimamarkaðar. Áttvís og læra af reynslunni er það sem þarf en ekki innrætt [ein]stefnumörkun.   Norðmenn eru að gera það hlutfallslega best en gera má betur ef við segjum upp Schengen og Regluverki EU og EFTA í núverandi mynd kostnaðar.

Júlíus Björnsson, 4.9.2009 kl. 00:05

2 identicon

Já, ég hef alltaf staldrað við orð Olli Rehn frá því nóvember sl. þess efnis að "Ísland yrði mikill fengur fyrir ESB".

Enginn hefur spurt Rehn nánar út í þessi ummælli, hvorki hinir duglausu og ókrýtísku blaðamenn né aðrir.  Hann hefur aldrei verið krafinn skýringa á þessum ummæum sínum.  Þess í stað var þessum orðum Rehn kokgleypt sem sérstakri "traustsyfirlýsingu" við Ísland.

En auðvita geta vel upplýstir menn séð í gegnum þessi orð Rehn´s.  ESB lítur nefnilega á Ísland sem einskonar ránsfeng eða einskonar hvalreka fyrir ESB, sem ESB getur notfært sér og hreinlega misnotað sér til hagsbóta.

Þorsteinn B. Árnason (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband