Mútaði Seðlabankinn lögreglunni?

Bylgja Hrönn Baldursdóttir ritari Lögreglufélags Reykjavíkur, sendi Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra í dag opið tölvubréf sem var svo birt á vef lögreglufélagsins. Í bréfinu kemur fram gagnrýni á það sem Bylgja kýs að kalla "áreiti innan frá" og tengist líklega óánægju sem er innan lögreglunnar með kjaramál og skipulagsbreytingar. Það sem vakti þó mesta athygli mína við lesturinn var eitt af viðhengjunum sem fylgdi með og lítur út fyrir að vera ritað af Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra þann 30. janúar síðastliðinn í kjölfar mestu mótmæla Íslandssögunnar sem fóru fram við opinberar byggingar stjórnvalda, þar á meðal við Seðlabankann og í anddyri hans. Í skeytinu sem sagt er frá sjálfum lögreglustjóranum stendur orðrétt:

"30.01.2009  Ágæta samstarfsfólk.

Það er ekkert lát á góðum kveðjum, stuðningi og þökkum til okkar fyrir vel unnin störf á liðnum dögum og vikum. Í morgun hafði samband við mig Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri og bað fyrir bestu kveðjur til lögreglumanna og annarra starfsmanna embættisins frá bankastjórn og öllum starfsmönnum Seðlabankans. Sagði hann að lipurð, liðlegheit og fagmennska lögreglunnar hefði vakið aðdáun allra sem í bankanum störfuðu og vildi bankastjórnin fyrir hönd bankans og starfsmanna hans koma á framfæri kærum kveðjum og þökkum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu af þessu tilefni. Þessari góðu kveðju var fylgt eftir með áþreifanlegum hætti sem starfsmenn munu fá að njóta í gegnum starfsmannafélag LRH.

Með góðri kveðju,

Stefán Eiríksson."

Með hvaða "áþreifanlega" hætti þökkuðu stjórnendur Seðlabankans lögreglunni svona vel? Var verið að launa þeim sérstaklega að gæta bankans af harðfylgi fyrir mótmælendum? Hver bar kostnaðinn af þessari "gjöf", var það Seðlabankinn sjálfur? Getur það talist eðlilegt að lögreglustjóri sé að hampa þeim sem settu Seðlabanka Íslands á hausinn, fyrir að senda lögreglufélaginu gjafir í þakkarskyni fyrir að vernda sig? Þetta eru spurningar sem væri forvitnilegt að fá svör við. Ég ætla á þessu stigi að fara varlega í fullyrðingar, en eins og þetta kemur mér fyrir sjónir þá er a.m.k. eitthvað verulega bogið við þessi samskipti!

VIÐBÓT 15.8. kl. 00:55:

DV sagðist í dag hafa fengið staðfest hjá Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra að um 300.000 kr. fjárstyrk hafi verið að ræða. Haft var eftir Stefáni að Þetta tengist nú þeim hremmingum sem Seðlabanki Íslands lenti í, ef ég skildi Ingimund rétt. Þar var lögreglan ítrekað kölluð til. ...“ 


mbl.is Engin lögregla án lögreglumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Menn múta ekki eftir á, ekki frekar en þeir tryggja eftir á.

Svo sést þér aldeilis yfir eitt hér, Guðmundur: að þessir lögreglumenn voru með hugrökkum hætti við erfiðar aðstæður og á löngum álagsvöktum að verja lýðveldið og stofnanir þess í vetur. Við værum lélegir fullveldissinnar, ef við legðumst á sveif með ofbeldisöflum sem grýta og skemma Alþingi, Stjórnarráðið og aðrar ríkisstofnanir.

Af hverju að sjá ofsjónum yfir svolítilli umbun til varða laganna?

Jón Valur Jensson, 14.8.2009 kl. 03:00

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég er ekki að gagnrýna lögregluna, tel að hún hafi almennt staðið sig með prýði. Mér finnst bara eitthvað mjög bogið við þessi samskipti.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.8.2009 kl. 03:12

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Tek undir áhyggjur þínar af þessum samskiptum Guðmundur.

Eflaust er lögreglan ekki ofsæl af sínum launum, frekar en margar þarfar stéttir í þessu landi.

Það breytir þó nákvæmlega engu um það að ummæli Jóns Vals Jenssonar um að að ekki eigi "að sjá ofsjónum yfir svolítilli umbun til varða laganna" minna á ríki sem við viljum helst ekki líkjast -jafnvel ekki í núverandi árferði.

Hvar eiga mörkin þá að liggja ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 14.8.2009 kl. 08:04

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég er hjartanlega sammála þér Hildur Helga. Vissulega er það ekki öfundsvert hlutskipti að vera lögregluþjónn við þessar kringumstæður. En þegar valdastéttin er farinn að bera í þau gjafir þá er það orðið véfengjanlegt hverra hagsmuni er verið að verja. Það þjónar varla hagsmunum lögreglunnar að störf hennar séu sveipuð slíkum vafa.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.8.2009 kl. 09:30

5 identicon

JVJ... hahaha
Hann stendur eins og álfur út úr hól gargandi á glugga alþingis.. og takið eftir að hann vill að það sé barið á okkur, enda er hann í kaþólsku kirkjunni.. hún er jú þekkt fyrir að berja mann og annan til DAUÐA

DoctorE (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 10:25

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er þetta ekki svolítið sterkt að orði kveðið DoctorE? JVJ er meinlaus þó hann hafi mjög ákveðnar skoðanir á vissum hlutum.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.8.2009 kl. 10:29

7 identicon

Meinlaus... ok :)

DoctorE (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 11:33

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hilmar Hafsteinsson, ég var EKKI að fordæma alla mótmælendur í vetur, heldur þá eina, sem grýttu Alþingi og svívirtu það og aðrar stjórnarstofnanir. Punktur og basta. Jú, þetta vitaskuld í viðbót: Ég fordæmi þá, sem ráðast að lífi og limum lögreglumanna að skyldustörfum. Annað hér er ekki svaravert, nema hvað upphaf innleggs Guðmundar kl. 3.12 er honum til sóma.

Jón Valur Jensson, 14.8.2009 kl. 12:13

9 Smámynd: Skarfurinn

Jón Valur Jensson hinn mikli guðsmaður (að eigin sögn) fer hér með fleipur eins og oft áður, hann segir það ekki geta verið mútur ef greiðslan kemur eftirá, þetta er algjört bull. En ég trúi varla að Ingimundur bankastjóri hafi haft vald til að gefa lögreglunni 300 þúsundir úr sjóðum bankans, hann hlýtur að hafa gefið þetta persónulega, en þetta má kanna til glöggvunar.'

Skarfurinn, 14.8.2009 kl. 16:24

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eins og mig grunaði þá var eitthvað meira en lítið bogið við þessi samskipti. Nú er komið í ljós að Seðlabankinn hafi borið fé á lögregluna í janúar, aðeins nokkrum dögum eftir að búsáhaldabyltingin náði hápunkti sínum. DV sagði frá því í dag að Stefán Eiríksson lögreglustjóri hefði staðfest að um 300.000 kr. fjárstyrk hafi verið að ræða. Haft var eftir Stefáni að „Þetta tengist nú þeim hremmingum sem Seðlabanki Íslands lenti í, ef ég skildi Ingimund rétt. Þar var lögreglan ítrekað kölluð til. ...“

Nú er ég alls ekki að meina þetta þannig að lögreglumenn eigi ekki gott skilið, en tel hinsvegar að þeim sé enginn greiði gerður með svona löguðu, eðlilegra væri að þeir fengju sanngjarna leiðréttingu á opinberum starfskjörum sínum. Ef ég hefði sjálfur verið í sömu sporum og Stefán í þessu tilviki hefði ég afþakkað þennan styrk á þeirri forsendu að störf lögreglunnar yrðu að vera yfir tortryggni hafin, en lögreglustjórinn hefur ítrekað sýnt það af sér að honum er skítsama um svoleiðis. Ég stend við þá skoðun mína að þetta sé í hæsta máta óeðlileg ákvörðun af hálfu Seðlabankans. Var stjórnendum bankans heimilt að ráðstafa fjármunum ríkisins með þessum hætti, eða var þeim kannski bara skítsama líka? Þó svo að upphæðin sé e.t.v. ekki mjög há, þá má setja hana í samhengi með því að benda á að hún jafngildir hámarksframlagi sem gefa má til stjórnmálasamtaka.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.8.2009 kl. 00:54

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Lögreglan er ekki stjórnmálasamtök. Hún stendur vörð um lög og rétt í landinu. Iðulega, raunar dag hvern, gerist það, að hún er eina aflið í landinu, sem stendur vörð um öryggi borgaranna í vissum aðstæðum, vissulega að ógleymdum hjálparsveitum, Landhelgisgæzlunni, þyrlusveit hennar og öðrum aðilum, en í mörgum verkefnum er lögreglan ein um hituna, já, ber hitann og þungann af vörn almennra borgara, heimila þeirra, eigna og öryggis. Er hún þá ekki í það heila tekið yfir tortryggni hafin? Er ljótt að umbuna henni? Og er það ekki staðreynd, að jafnvel meðan mest gekk á í janúar, var lögreglan undir ströngu niðurskurðarprógrammi? Varð hún ekki að skera enn meira niður vegna þeirra um eða yfir 100 milljóna króna, sem eyða varð í löggæzlu vegna óeirðarseggja í hópi búsáhaldarbyltingarmanna?

Jón Valur Jensson, 15.8.2009 kl. 01:06

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eins og áður sagði þá er ég alls ekki að gagnrýna almenna lögregluþjóna, sem ég tel að vinni jafnan gott starf. Ég held að við þurfum ekkert að ræða það frekar Jón Valur. Ég er sammála þér að þeim skuli umbunað fyrir vel unnin störf, en þá skuli það vera gert með eðlilegum hætti gegnum opinber starfskjör en ekki undir rós með styrkvetingum af hálfu aðila sem tilheyra valdastéttinni. Lögreglan á að vinna fyrir fólkið í landinu og engan annan.

Það sem ég er að benda á er hversu óeðlilegt er að aðilar sem eiga hlut að máli í tilvikum þar sem lögregla er kölluð til séu einnig að bera á hana fé. Þó svo að það sé gert af góðum hug þá er það líka til þess fallið að vekja upp spurningar um hlutlausa málsmeðferð. Ég tel að lögreglunni sé enginn greiði gerður með því að gefa færi á slíkum spurningum, heldur þvert á móti.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.8.2009 kl. 01:15

13 Smámynd: Agný

Hef ákveðið að láta þetta hér inn þó svo kanski það passi ekki alveg við skrif þín en mér finnst það sem kemur fram í því sem ég fann mjög svo undarleg..en kanski það sé bara ég sem finnst það...

The Israeli Who Runs the Obama White House

Ísrelinn sem stjórnar Obama í Hvíta húsinu.

Hversvegna var Peter Orszag ráðgjafi Seðlabankans ?

Hér er úrdráttur af þessu skjali tekið héðan

http://alvaran.com/forum/index.php?showtopic=5713&st=0#entry37009

En því miður finn ég ekki slóðina að henni..virðist vera búið að hakka en ég náði þessu áður..

So, who is Peter Orszag?

(Beware: Prepare for a train wreck.)

The CV of Obama's Budget Director:

- Advisor, Russian Finance Ministry During the Reign of the Jewish Oligarchs

- Advisor, Central Bank of Iceland -- Before the Crash of 2008

Ráðgjafi SEÐLABANKANS á Íslandi- fyrir krasið 2008!!

- Advisor, Rahm Emanuel and Bill Clinton on the disastrous NAFTA bill that devastated U.S. manufacturing

One of the key players in the Obama administration’s $900 billion economic stimulus package is Obama’s new budget director Peter R. Orszag.

Orszag, 40, is the director of the Office of Management and Budget, the arm of the White House responsible for crafting the federal budget and overseeing the effectiveness of federal programs.

He worked closely with Rahm Emanuel in the Clinton administration - when the disastrous NAFTA was passed - and was one of the first Obama appointees to be approved.

Peter Orszag (left) worked with Rahm Emanuel in the Clinton White House as he now does under Obama.

”In the coming years, no bureaucrat will be as decisive as Peter Orszag,” Ezra Klein wrote recently in The American Prospect.

So, who is Peter Richard Orszag and what kind of decisions will he make with the budget he controls?

(Based on his background one would be well advised to prepare for a financial trainwreck.)

Miðað við bakgrunn hans þá við að búa okkur undir fjárhagslegt lestarslys!

Oddly, Orszag’s background has received virtually no attention in the media.

At this critical moment, however, it would be foolish to ignore the troubling background of Obama’s budget director, which deserves to be looked at very carefully.

Orszag, for example, could start by explaining exactly what happened to the Icelandic economy.

Orszag gæti til dæmis byrjað á því að útskýra það nákvæmlega hvað kom fyrir fjárhag Íslands..

Orszag was, after all, the founder and president of the economic consultancy firm which advised the Central Bank of Iceland - before it went bankrupt.

Orszag var eftir allt, stofnandi og forseti fjármála ráðgjafa fyrirtækisins sem var ráðgjafi SEÐLABANKANS Á ÍSLANDI - áður en það varð gjaldþrota!

How did Icelandic banks become so indebted?

Ask Peter Orszag

Hvernig urðu Íslenskir bankar svona skuldsettir?

Spyrjið Peter Orszag.

BLEKKINGAR OBAMA, NÝTT ANDLIT Á NEW WORLD ORDER VIDEO

http://agny.blog.is/blog/agny/entry/855594/

Agný, 15.8.2009 kl. 19:46

14 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Bandarískur blaðamaður sagði mér fyrir margt löngu að sér hefði alltaf verið uppálagt af sínum fjölmiðli að ganga með penna á sér, sem hann rétti alltaf til baka, ef reynt var að gefa honum eitthvað.

Æ sér gjöf til gjalda osfrv.

Þetta er ekki spurning um upphæðir eða magn, heldur prinsipp.

Tel að það mesta sem lögreglan megi þiggja sé rjómapönnukaka frá gamalli konu. (Og þá hennar vegna, ekki sín).

Fer heldur ekki ofan af því að þetta hafi verið athyglisverður punktur hjá þér Guðmundur.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 15.8.2009 kl. 22:26

15 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Löggæslu- og dómskerfið, allt frá einstökum lögreglumönnum til hæstaréttadómara er komið út á hættulega, óæskilega og í raun ólöglega braut ef það er viðgengst að einstakir aðilar geti borgað fyrir þau störf sem eiga að vera greidd úr sameiginlegum sjóðum til að tryggja jafnrétti allra gagnvart dómskerfinu.

Ómar Ragnarsson, 18.8.2009 kl. 18:16

16 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sammála þessu Ómar. Ég vil samt ítreka að ég er ekki að setja þetta fram sem gagnrýni á hinn almenna lögreglumann sem er bara að vinna sína vinnu. Hinsvegar þykir mér þarna sem stjórnendur Seðlabankans hafi verið að ráðstafa fjármunum með afar óeðlilegum hætti, þó ekki væri nema samhengisins vegna. Sá sem tók svo við "styrknum" var sjálfur lögreglustjórinn, sem hefði auðvitað bara átt að afþakka slíka fjárveitingu frekar en að beina henni í sjóð lögreglufélagsins. Með þeim gjörningi var að óþörfu vegið að starfsheiðri hins almenna félagsmanns, en þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Stefán Eiríksson verður uppvís að óheiðarlegum vinnubrögðum.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.8.2009 kl. 03:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband