Allir að mæta á samstöðufund kl. 17:00!

InDefence, Börn Íslands og fleiri hópar hafa boðað til samstöðufundar á Austurvelli í dag kl 17:00.

Stuttar ræður og tónlistaratriði verða á staðnum, en meiningin er að fundurinn verði með friðsamlegu yfirbragði í alla staði. Engin þörf er á pottum og sleifum.

Facebook síða Barna Íslands.

Við hvetjum alþingi til þess að samþykkja ekki ríkisábyrgð miðað við núverandi Icesave samninga. Við erum ekki tilbúin að láta framtíð barna Íslands að veði.

Facebook síða InDefence.

Sýnum þingmönnum okkar, fulltrúum erlendra fjölmiðla og öðrum ríkjum í alþjóðasamfélaginu að Íslendingar standa saman. Við viljum sanngjarnan Icesave samning sem þjóðin getur staðið við.

Nokkur hundruð manns hafa þegar staðfest komu sína og því má búast við fjölmenni. Ég vil hvetja alla sem vettlingi geta valdið að mæta.


mbl.is Samstöðufundur vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

já og með börn og buru

Haraldur Baldursson, 13.8.2009 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband