Meirihluti Íslendinga á móti ESB aðild

Samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði dagana 16. til 27. Júlí fyrir Andríki, er meirihluti þjóðarinnar mótfallin aðild Íslands að Evrópusambandinu. Athygli vekur að einnig var kannað hvort fólk væri með eða á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsóknina, og kom í ljós að fyrir því var meirihluti, þ.e.a.s. svokallaðir "tvöfaldri" þjóðaratkvæðagreiðslu, sem hefði þá líklega samt aðeins orðið einföld og þannig sparað okkur mikla fyrirhöfn við aðildarviðræður um eitthvað sem verður aldrei að veruleika hvort sem er.

Niðurstöður settar fram með myndrænum hætti:

Ert þú hlynnt/ur eða andvíg/ur inngöngu Íslands í Evrópusambandið?

Mjög eða frekar hlynntir samtals: 34,7% - Mjög eða frekar andvígir: 48,5% samtals.

 

Fylgi við ESB aðild

 

Ef miðað er eingöngu við þá sem tóku afstöðu:

Mjög eða frekar hlynntir samtals: 41,7% - Mjög eða frekar andvígir: 58,3% samtals. 

 

Fylgi við ESB aðild

 

 


mbl.is Fleiri andvígir aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

En við erum ekki þjóðin.

Þess vegna þarf ekki að spyrja okkur. 

Haraldur Hansson, 4.8.2009 kl. 14:16

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þetta eru skelfileg tíðindi. íslendingar búnir að fella aðildarumsóknina áður en þeir hafa verið samþykktir hæfir til inngöngu. Maður þarf ekki að spyrja að leikslokum.

Gísli Ingvarsson, 4.8.2009 kl. 16:07

3 identicon

Niðurstaðan kemur ekki á óvart, í því ljósi að málefnaleg umræða og upplýsingar er ekki byrjuð.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 16:48

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta eru góðar fréttir. Nú er bara að vona að umsókninni verði hafnað áður en búið verður að kosta mörgum milljörðum til þessa gæluverkefnis Samfylkingarinnar.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.8.2009 kl. 16:48

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Gísli: Samfylkingin hefur haft mörg ár til að setja fram málefnaleg rök fyrir aðild að Evrópusambandinu. Hingað til hafa þeir bara sagt "af því bara".

Er ekki tími kominn til að heyra rökin; leggja þau blákalt á borðið svo alþjóð fái einhverja innsýn í hvað býr í "af því bara".

Ragnhildur Kolka, 4.8.2009 kl. 23:32

6 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þessi síða er helguð baráttunni gegn ESB. Málefnaleg rök eiga því ekki heima hér. Hér er bara hægt að andmæla og skammast eilítið.

Gísli Ingvarsson, 5.8.2009 kl. 11:44

7 Smámynd: Offari

Guðmundur ég myndi ekki þora að vera svona bjarstýnn því ef alþingi samþykkir icsave er Esb eina leiðin út úr þeim samning.

Offari, 5.8.2009 kl. 12:45

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gísli Ingvarsson: málefnalög rök eru boðin velkominn, endilega lát heyra ef þú hefur einhver, frekar en að reyna að dylja málefnafátækt og rökþrot með innihaldslausum fullyrðingum.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.8.2009 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband