Listi Bilderberg þáttakenda uppfærður
20.7.2009 | 18:47
Fyrir þá sem ekki vita þá er Bilderberg hópurinn óopinber samtök valdamikilla aðila, baktjaldamanna og fulltrúa ýmissa hagsmuna á sviði Alþjóðamála. Hugmyndin að stofnun þessara samtaka kom frá pólverjanum Józef Retinger, stofnanda Evrópuhreyfingarinnar, þrýstihóps sem hefur að markmiði að stofnað verði stórríki í Evrópu og gat m.a. af sér Evrópuráðið ásamt því að beita sér fyrir Maastricht stofnsáttmála Evrópusambandsins. Retinger kom hugmyndinni á framfæri við Bernard prins af Hollandi sem fékk til liðs við sig Paul Van Zeeland, þáverandi forsætisráðherra Belgíu ásamt Walter Bedell Smith, yfirmanni bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Árið 1954 héldu þeir svo fyrsta fundinn nálægt Arnhem í Hollandi á Hotel de Bilderberg, sem hópurinn dregur nafn sitt af, og þótti hann heppnast svo að síðan þá hefur þetta verið árlegur viðburður. Fundirnir eru ávallt leynilegir og haldnir fyrir lokuðum dyrum þó svo að í seinni tíð hafi staðsetning þeirra gjarnan kvisast út nokkrum dögum áður en þeir eru haldnir. Því hefur verið haldið fram að á þessum fundum séu þeir valdamiklu aðilar sem fundina sækja að véla um og taka stefnumótandi ákvarðanir sem spila stórt hlutverk í þróun heimsmálanna. Stundum er t.d. sagt bæði í gamni og alvöru að enginn Bandaríkjaforseti hafi verið vígður í embætti undanfarna áratugi nema vera búinn að mæta á fund hjá þeim fyrst, síðast þegar fundurinn var haldinn árið 2008 voru t.d. báðir frambjóðendur Demókrata, Hillary Clinton og Barack Obama, meðal fundargesta. Á Wikipedia er haldið úti lista yfir fundargesti frá hinum ýmsu löndum, a.m.k. þá sem hægt hefur verið að staðfesta, en vissulega er upptalningin langt frá því að vera tæmandi. Gegnum árin hafa nokkrir nafntogaðir Íslendingar orðið þess vafasama heiðurs aðnjótandi að komast á þennan lista, og nú nýverið var listinn uppfærður í ljósi nýuppgötvaðra heimilda.
Bilderberg þáttakendur frá Íslandi (í stafrófsröð):
- Bjarni Benediktsson, fv. forsætisráðherra
- Björn Bjarnason, fv. menntamála- og dómsmálaráðherra
- Davíð Oddsson, fv. forsætis- og utanríkisráðherra, seðlabankastjóri o.fl.
- Einar Benediktsson, fyrrv. sendiherra í USA, hjá ESB, NATO, o.fl.
- Geir Haarde, fv. fjármála- og forsætisráðherra
- Geir Hallgrímsson, fv. forsætisráðherra
- Hörður Sigurgestsson, fv. forstjóri Eimskipafélags Íslands
- Jón Sigurðsson, fv. fastafulltrúi Norðurlanda hjá IMF, iðnaðarráðherra, seðlabankastjóri o.fl.
Flokkur: Öryggis- og alþjóðamál | Breytt 21.7.2009 kl. 17:08 | Facebook
Athugasemdir
Það eru nú litlar líkur á að leppunum héðan hafi nokkurn tíma verið hleypt alla leið að háborðinu þarna, kannski verið í einhverjum undirnefndum úti í horni með öðrum minni spámönnum. Þó er hugsanlegt að Geir Hallgrímsson hafi verið amk. semi-smánúmer á meðan kaninn var enn að halda úti kaldastríðsleikjum sínum á norðurhveli í þágu gróða og heimsvalda. Það hefur víst ekki þótt taka því að boða neinn héðan síðustu fimmtán árin eða svo.
Baldur Fjölnisson, 20.7.2009 kl. 19:31
Davíð fór síðast árið 1999 svo vitað sé, og þar áður '97.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.7.2009 kl. 20:06
Þrátt fyrir að vera talinn upp á listanum, eru þarna núlifandi menn sem eru kraftmiklir ESB andstæðingar :
Sjái menn samsæri eins og að USA hafi afhent ESB okkur (innpökkuðum greinilega þó ekki), þá dansa þessir ekki menn greinilega ekki eftir laginu. Miðað við áður sögð áhrif Bilderberg hópsins í USA, sé ég því ekki þessa einstaklinga sem þæga liðsmenn.
Haraldur Baldursson, 20.7.2009 kl. 20:47
Bilderberg hefur reyndar aldrei verið neitt sérstakt verkfæri Evrópusinna, þetta var miklu áhrifameira gagnvart Íslandi hér áður fyrr í gegnum NATO á meðan kalda stríðið stóð yfir. Kannski er lítil þáttaka Íslendinga á allra síðustu árum til marks um þá tilhneigingu sem virðisthafa orðið í átt að Evrópu, Ísland er ekki lengur "litla-Ameríka" hvort sem mönnum líkar það betur eða verr.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.7.2009 kl. 21:59
Davíð hlýtur að hafa verið skemmtiatriði þarna eða eins konar kúrositet vegna sjúklegrar trúgirni og undirlægjuháttar gagnvart bandar. raðlygurum og sama er raunar um restina af þessum hlægilega söfnuði héðan að segja. Nytsamir sakleysingjar - sérvaldir hálfvitar - það er í rauninni mest smekksatriði hvaða titlar eru notaðir á þetta lið.
Baldur Fjölnisson, 20.7.2009 kl. 22:09
Haraldur, það segir nú lítið núna að hafa verið "kraftmikill ESB andstæðingur" þegar allt er farið á fökking hausinn (undir stjórn þessarra kraftmikilla andstæðinga)og verður hirt fyrir slikk af erlendum aðilum. Það er jú eitt af elstu trixunum í bókinni að moka út kredít og skrúfa svo fyrir og taka búið með afslætti. Það hjálpar síðan að við völd séu menn sem búið er að heilaþvo með speki á borð við að menn eigi ekki að pæla í hinu líðna (eldgömlu trixunum) heldur ávallt horfa fram á veginn. Þannig að þetta er jú spurning um nytsama saklysingja eða sérvalda hálfvita, það er mest smekksatriði hvaða gráðu á að gefa þessu leppadóti.
Baldur Fjölnisson, 20.7.2009 kl. 22:41
THJOFAR OG RÆNGJJAR
Arnar Guðmundsson, 20.7.2009 kl. 22:44
Kæri Baldur. Þörfinni á tiltekt má sinna og sinna vel. En ef sífellt er ekið meða annað augað í baksýnisspeglinum er hætt við að einbeitingin á úrlausnum þynnist út. En vilji menn festast í sótsvörtu helvíti í umræðunum, er það líka val. Sjálfur er ég svo miklu spenntari fyrir úrlausnunum, en gálganum, tel raunar að besta lausnin við fortíðarvandanum sé að nýta sér leið Suður-Afríkunanna með Sannleiksnefnd.
Haraldur Baldursson, 20.7.2009 kl. 22:50
Kæri Haraldur, ef þú manst vel eftir að fylgjast með baksýnisspeglinum á meðan þú ekur áfram jafnframt sem þú hugar að veginum framundan, þá er líklegt að þú forðist áföll í akstrinum. En það segir í sjálfu sér lítið um þín úrræði á sjúkahúsinu eftir að vörubíllinn lenti aftan á jarisnum þínum.
Baldur Fjölnisson, 20.7.2009 kl. 23:36
Vissulega má draga lærdóm af fortíðinni Baldur, en það er samt heilmikið til í því sem Haraldur segir, að úrlausnirnar séu það sem mestu máli skiptir í núinu.
"Nytsamir sakleysingjar" er gott hugtak, á þeim enskumælandi netsíðum sem ég stunda gjarnan eru slíkir aðilar oft nefndir "minions of the powers that be".
Guðmundur Ásgeirsson, 21.7.2009 kl. 00:44
Guðmundur. Tengillinn hjá þér á Jón Sigurðsson framsóknarmann.
Jón Baldur Lorange, 21.7.2009 kl. 17:06
Takk fyrir ábendinguna, ég leiðrétti þetta. Það var hinsvegar ekki ég sem setti þennan link heldur var það eitthvað Wikipedia vélmenni, og ég afritaði þetta svo hingað yfir í blindni. Jón krati er ekki einu sinni á Wikipediu (a.m.k. ekki ensku útgáfunni).
Guðmundur Ásgeirsson, 21.7.2009 kl. 17:11
Mig minnir að Lenin hafi kallað þessa manngerð "nytsama hálfvita" eða eitthvað nálægt því.
Það er nú svo sem fá úrræði við gjaldþroti nema þá að gera þrotabúið upp - og byrja upp á nýtt. En pólitíkusar nú á dögum eru alveg án allrar marktækrar hugmyndafræði og hugsjóna og þar að auki með lesblinda ráðgjafa án menntunar með gervigráður úr einhverjum gerviháskólum og þetta lið virðist raunverulega halda að ráðið við gjaldþroti sé frekari lántökur. Ekki furða að hagkerfið hafi farið beint á hausinn undir stjórn fjórskipta einflokksins það gat aldrei gert annað.
Baldur Fjölnisson, 22.7.2009 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.