Mrs. Clinton upplýsir hvar stefnan er mörkuð

Þeim sem vita hvað CFR stendur fyrir kann að þykja þetta athyglisvert, hinum er líklega sama. Á vef bandaríska utanríkisráðuneytisins má finna fyrirlestur sem Hillary Clinton utanríkisráðherra hélt í útibúi Council on Foreign Relations í Washington DC þann 15. júlí síðastliðinn.

Takið sérstaklega eftir inngangsorðum ræðunnar:

"I am delighted to be here in these new headquarters. I have been often to, I guess, the mother ship in New York City, but it’s good to have an outpost of the Council right here down the street from the State Department. We get a lot of advice from the Council, so this will mean I won’t have as far to go to be told what we should be doing and how we should think about the future... I look out at this audience filled with not only many friends and colleagues, but people who have served in prior administrations..."

Fyrir þá sem ekki vissu þá hafa langflestir handhafar valdsins í Bandaríkjunum undanfarna áratugi verið meðlimir í CFR, og því hefur verið haldið fram að það sé þar en ekki í ráðuneytunum sem stórar ákvarðanir eru teknar sem móta svo heimsmálin að miklu leyti. Nú þegar sú kenning hefur verið staðfest þá þökkum við frú Clinton kærlega fyrir að deila þessu með okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband